Bæjarráð - 517. fundur - 8. mars 2007

Þetta var gert:1. Fundargerðir nefnda.


Atvinnumálanefnd 28/2.  71. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Umhverfisnefnd 27/2.  256. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Þjónustuhópur aldraðra 28/2.  47. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.2. Minnisblað. - Tillögu vísað til bæjarráðs frá 220. fundi bæjarstjórnar.


Neðangreindri tillögu var vísað frá 220. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 1. mars s.l., til bæjarráðs.


Tillaga við 515. fund ? lið nr. 14


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar felur bæjarstjóra og bæjartæknifræðingi að hefja viðræður við sýslumanninn á Ísafirði og Slysavarnafélagið Landsbjörgu vegna mögulegrar byggingar á sameiginlegri slökkvistöð, björgunarmiðstöð og lögreglustöð.


Bæjarráð ákveður að fresta málinu að sinni, en gæta þess að vera samstíga öðrum aðilum í málinu.


Bókun Sigurðar Péturssonar, fulltrúa Í-listans, vegna tillögu frá 220. fundi bæjarstjórnar um að hefja viðræður um sameiginlega slökkvistöð, björgunarmiðstöð og lögreglustöð.


Undirritaður fulltrúi Í-listans telur ekki rétt á þessu stigi að bæjarstjórn eða bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hafi frumkvæði að viðræðum um byggingu lögreglu- slökkvi- og björgunarmiðstöðvar í Ísafjarðarbæ. Ekkert formlegt erindi hefur borist bæjarráði um þetta mál frá sýslumannsembættinu eða öðrum aðilum. Engar áætlanir um slíka byggingu hafa verið ræddar í nefndum eða ráðum bæjarins eða sýnt fram á brýna þörf málsins.  Staða bæjarsjóðs leyfir ekki stórfelld útgjöld á þessu málasviði þegar önnur stórverkefni standa fyrir dyrum svo sem bygging nýrrar sundhallar. Legg því til að málinu verði frestað um sinn.


Sigurður Pétursson.3. Bréf Skipulagsstofnunar. - Jarðgöng Bolungarvík - Ísafjörður. 2007-02-0142. 


Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 23. febrúar s.l., er varðar jarðgöng á leiðinni Bolungarvík-Ísafjörður og tilkynning um matsskyldu.  Með tilvísun til 6. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. og 11. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum er hér með óskað umsagnar Ísafjarðarbæjar um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í framangreindum lögum.  Umsögn óskast fyrir 14. mars n.k.


Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í umhverfisnefnd.


 


4. Bréf bæjarstjóra. - Harmonikusafn Ásgeirs Sigurðssonar, Ísafirði.


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 2. mars s.l., er varðar harmonikusafn Ásgeirs Sigurðssonar á Ísafirði.  Safnið er að mestu í geymslu að heimili hans, en það telur um 130 harmonikur.  Í bréfinu leggur bæjarstjóri til að óskað verði eftir því við Byggðasafn Vestfjarða, að það taki að sér undibúning þess, að taka við harmonikusafni Ásgeirs Sigurðssonar, þannig að því verði sá sómi sýndur sem því ber.


Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í stjórn Byggðasafns Vestfjarða og í menningarmálanefnd.


   


5. Bréf Engilberts Ingvarssonar. - Vegslóði í Leirufjörð.  2006-12-0038.


Lagt fram bréf frá Engilbert Ingvarssyni, Hólmavík, dagsett 26. febrúar s.l., er varðar vegslóða í Leirufjörð og umferð um hann.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði, vísað til umhverfisnefndar.6. Bréf ferðamálafulltrúa Ísafjarðarbæjar. - Edinborgarhúsið á Ísafirði.


Lagt fram bréf Rúnars Óla Karlssonar, atvinnu- og ferðamálafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 28. febrúar s.l., er varðar aukna starfsemi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.  Bréfið fjallar m.a. um þann möguleika að koma upp n.k. ferðaþjónustuklasa í húsinu, þar sem stuðningsumhverfi ferðaþjónustunnar og einkageirinn gætu aukið samstarf og upplýsingaflæði með því að vera undir sama þaki.  Helst er þar horft til þess, að upplýsingamiðstöðin, ferðamálafulltrúi Ísafjarðarbæjar, Vesturferðir og Markaðsstofa Vestfjarða hafi aðstöðu í húsinu.


Bæjarráð felur Rúnari Óla að vinna áfram að málinu.     


 


7. Bréf Fasteignasölu Vestfjarða ehf. - Fyrirspurn um forkaupsrétt.  2007-03-0001.


Lagt fram bréf frá Fasteignasölu Vestfjarða ehf., Ísafirði, dagsett 28. febrúar s.l., er varðar fyrirspurn um forkaupsrétt Ísafjarðarbæjar að íbúð í Aðalstræti 26a, Ísafirði.  Bréfinu fylgir afrit af kauptilboði í eignina.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsrétti verði hafnað.8. Bréf Glitnis hf. - Bankaviðskipti Ísafjarðarbæjar.


Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar, dagsett 2. mars s.l., þar sem fjármálastjóri svarar beiðni í bókun bæjarráðs frá 516. fundi er haldinn var þann 26. febrúar s.l.


Bæjarráð felur fjármálastjóra að útbúa útboðsgögn um bankaviðskipti Ísafjarðarbæjar, í samræmi við það sem gert var í Hafnarfirði og á Akureyri, útboðsgögn er lögð verði fyrir bæjarráð 23. apríl n.k.


 


9. Bréf Lögmanna Höfðabakka. - Framkvæmdir vegna landbrots í Leirufirði. 2004-08-0049.


Lagt fram bréf frá Lögmönnum Höfðabakka, Reykjavík, dagsett 2. mars 2007, er varðar framkvæmdir vegna landbrots í Leirufirði í Jökulfjörðum og samskipti Ísafjarðarbæjar við umbjóðanda Lögmanna Höfðabakka, Sólberg Jónsson, Bolungarvík.


Bæjarráð lítur ekki svo á, að málinu sé lokið og felur tæknideild að útbúa verklýsingu, um fullnaðarfrágang á svæðinu.   10. Bréf bæjarstjóra. - Nýtt byggðamerki fyrir Ísafjarðarbæ.  2003-02-0019. 


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 2. mars s.l., er varðar nýtt byggðamerki fyrir Ísafjarðarbæ.  Í bréfinu kemur m.a. fram að í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 3. desember 2003, var samþykkt að skipa fimm manna dómnefnd um byggðamerki.  Nefndin undirbúi samkeppni um byggðamerki og við undirbúning á slíkri samkeppni verði litið til reynslu annarra sveitarfélaga, sem hafa látið vinna ný byggðamerki og/eða haldið samkeppni um slík merki.  Í nefndinni væru fulltrúar Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar og Ísafjarðar.  Fimmti fulltrúinn væri sýslumaðurinn á Ísafirði.  Í bréfinu er tillaga frá bæjarstjóra um einstaklinga í nefndina.


Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.  11. Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir vinnu við þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar.


Frekari umræðu um þriggja ára áætlun frestað til næsta fundar bæjarráðs.Tillaga til bæjarráðs frá Sigurði Péturssyni, fulltrúa Í-lista, um skýrslu um störf tölvunefndar.  Undirritaður fulltrúi í bæjarráði óskar eftir skýrslu um störf tölvunefndar. Þar komi fram þau verkefni sem tölvunefnd hefur unnið að síðustu ár og þeir samningar sem tölvunefnd hefur gert um heimasíðu bæjarins og önnur tölvu-  og samskiptamál.


Ennfremur komi þar fram sundurliðaður kostnaður sem af þessum samningum hefur hlotist fyrir Ísafjarðarbæ og annar kostnaður sem hlotist hefur af starfi nefndarinnar.


Skýrslan óskast lögð fyrir bæjarráð sem fyrst.


Skýrslunni fylgi afrit af þeim samningum sem gerðir hafa verið um heimasíðu og aðra þjónustu fyrir Ísafjarðarbæ sem tölvunefnd hefur unnið að.      Sigurður Pétursson.


   


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 13:55


Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs.


Svanlaug Guðnadóttir.      


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?