Bæjarráð - 516. fundur - 26. febrúar 2007

Þetta var gert:





1. Fundargerðir nefnda.


Barnaverndarnefnd 16/2.  78. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Barnaverndarnefnd 19/2.  79. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Stjórn Byggðasafns Vestfjarða 16/2.  13. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Umhverfisnefnd 21/2.  254. fundur.


Fundargerðin er í sextán liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Umhverfisnefnd 22/2.  255. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Bréf fjármálastjóra. - Fasteignagjöld Skíðheima.  2007-02-0086.


Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 20. febrúar s.l., er varðar umsókn Hollvinafélags Skíðheima frá 12. febrúar s.l., um styrk til greiðslu fasteignagjalda af húsi félagsins á Seljalandsdal.


Bæjarráð samþykkir að veita Hollvinafélagi Skíðheima styrk til greiðslu fasteignagjalda ársins 2007. 



3. Rekstrarnefnd Stjórnsýsluhúss. - Ársreikningur 2006.  2005-11-0015. 


Lagður fram ársreikningur rekstrarnefndar Stjórnsýsluhúss fyrir starfsárið 2006.


Lagt fram til kynningar.


 


4. Bréf Fjord Fishing ehf. - Fyrirspurn um lóðir fyrir frístundahús á Þingeyri og Flateyri.  2007-02-0118.


Lagt fram bréf frá Fjord Fishing ehf., móttekið þann 22. febrúar s.l., þar sem spurst er fyrir um lóðir undir frístundahús á Þingeyri og Flateyri.  Í bréfinu koma jafnframt fram upplýsingar um stofnun félagsins 2005 og rekstur þess.


Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.    



5. Úrskurðarnefnd um áfengismál. - Úrskurður vegna veitingu vínveitingaleyfis.  2005-11-0038.


Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar um áfengismál móttekinn þann 9. febrúar s.l.  Úrskurðurinn varðar veitingu vínveitingaleyfis til veitingastaðarins Langa Manga á Ísafirði þann 10. júlí 2006.


Lagt fram til kynningar.



6. Bréf Lögsýnar ehf. - Vínveitingaleyfi vegna Langa Manga.  2005-11-0038.


Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett 13. febrúar s.l., er varðar ógildingu vínveitingaleyfis til veitingastaðarins Langa Manga og útgáfu bráðabirgða- vínveitingaleyfsi.  Jafnframt er lagt fram afrit af svarbréfi bæjarritara.


Lagt fram til kynningar.


 


7. Bréf Fasteignasölu Vestfjarða ehf. - Fyrirspurn um forkaupsrétt.  2007-02-0103.


Lagt fram bréf frá Fasteignasölu Vestfjarða ehf., Ísafirði, dagsett 21. febrúar s.l., er varðar fyrirspurn um forkaupsrétt Ísafjarðarbæjar að íbúð í Aðalstræti 26a, Ísafirði.  Bréfinu fylgir afrit af kauptilboði í eignina.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsrétti verði hafnað.



8. Bréf Glitnis hf. - Bankaviðskipti Ísafjarðarbæjar.


Lagt fram bréf frá Glitni hf., útibúinu á Ísafirði, dagsett 14. febrúar s.l., er varðar hugsanlegt tilboð í bankaviðskipti Ísafjarðarbæjar.


Bæjarráð óskar eftir greinargerð fjármálastjóra um máli á næsta fundi bæjarráðs.



9. Bréf Erlings Tryggvasonar. - Veitingastaðurinn Langi Mangi.  2005-11-0038.


Lagt fram bréf frá Erlingi Tryggvasyni, Aðalstræti 24, Ísafirði, dagsett 21. febrúar s.l., fyrirspurn um svör við erindi sama aðila dagsettu 5. janúar s.l.  Jafnframt er lagt fram afrit af svarbréfi bæjarritara.


Bæjarráð staðfestir svar bæjarritara, þar sem fram kemur að erindum bréfritara hefur ávallt verið svarað.



10. Bréf Minjasjóðs Önundarfjarðar. - Húseign á Flateyrarodda. 


Lagt fram bréf Jóhönnu Kristjánsdóttur f.h. stjórnar Minjasjóðs Önundarfjarðar dagsett 14. febrúar s.l., er varðar ,,Svarta pakkhúsið? á Flateyrarodda og hugsanlega möguleika á samvinnu milli Minjasjóðsins og Ísafjarðarbæjar um framtíð hússins.


Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar og stjórnar Byggðasafns Vestfjarða.



11. Bréf Sparisjóðs Bolungarvíkur. - Aðalfundarboð fyrir árið 2006. 2007-02-0110.


Lagt fram fundarboð frá Sparisjóði Bolungarvíkur dagsett 20. febrúar s.l., þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins fyrir árið 2006.  Fundurinn verður haldinn föstudaginn 2. mars n.k. í Víkurbæ í Bolungarvík og hefst kl. 17:30.  Fundurinn er boðaður með dagskrá.


Bæjarráð tilnefnir Gísla H. Halldórsson og Sigurð Pétursson, sem fulltrúa Ísafjarðarbæjar á aðalfundinn.



12. Bréf Samgöngunefndar Alþingis. - Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2007 - 2018.   2007-02-0111.


Lagt fram bréf samgöngunefndar Alþingis dagsett 21. febrúar s.l., þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2007-2018.  Æskir nefndin þess að svar berist eigi síðar en 27. febrúar n.k.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.



13. Bréf Samgöngunefndar Alþingis. - Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2007 - 2018.  2007-02-0119.


Lagt fram bréf samgöngunefndar Alþingis dagsett 22. febrúar s.l., þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2007-2010.  Æskir nefndin þess að svar berist eigi síðar en 27. febrúar n.k.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.



14. Minnisblað bæjarritara. - Vínveitingaleyfi vegna Langa Manga, Ísafirði. 2007-02-0053.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 23. febrúar s.l., er varðar umsókn Guðmundar Hjaltasonar f.h. Langa Manga ehf., Aðalstræti 22, Ísafirði, um vínveitinga-leyfi fyrir veitingastaðinn Langa Manga.  Minnisblaðinu fylgja umsagnir þær, sem kveðið er á um í 14. gr. áfengislaga nr. 75/1998, að fylgja skuli við afgreiðslu sveitarfélaga á vínveitingaleyfum.


Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.



15. Atvinnumál. - Bæjarstjóri gerir grein fyrir málinu.


Til fundar við bæjarráð undir þessum lið eru mættir Aðalsteinn Óskarsson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi.  Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, hóf máls á atvinnuástandi í Ísafjarðarbæ, m.a. út frá því ástandi er skapast hefur vegna fyrirætlana Marels, um að loka starfsstöð sinni hér á Ísafirði á komandi hausti.  Bæjarstjóri gerði jafnframt grein fyrir fundi, sem hann og formaður bæjarráðs áttu með starfsmönnum Marel á Ísafirði fyrr í dag.


Bæjarráð samþykkir, að Ísafjarðarbær í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, leggi starfsmönnum Marel á Ísafirði til sérfræðiráðgjöf svo kanna megi möguleika þeirra til stofnunar fyrirtækis.


Bæjarráð telur nauðsynlegt í þeirri stöðu sem upp er komin í atvinnumálum í Ísafjarðarbæ að bregðast strax við af ábyrgð og festu og sýna íbúum fram á að hægt er að takast á við þær breytingar sem verða núna án þess að þær skaði byggðarlagið og hagsmuni íbúanna. Lykillinn að því er samstarf ríkisstjórnarinnar og bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þar sem verkin verði látin tala þannig að eftir sé tekið.



Vegna aðkomu ríkisvaldsins og starfsemi á vegum þess.


Í samstarfi ríkisins og Ísafjarðarbæjar verði stefnt á að færa fleiri störf á vegum ríkisins til Ísafjarðarbæjar.


? Ísafjörður er samþykktur byggðakjarni ? markmið ríkisvaldsins og bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á að vera að 100 opinber störf færist þangað á næstu tveimur árum. (Ekki er verið að tala um fjölgun opinberra starfa heldur færslu þeirra og að sjá til þess að ný opinber störf færist til samþykktra byggðakjarna)


? Öllum ráðuneytum verði gefin fyrirmæli um að leggja fram hugmyndir um flutning starfa hjá sínum stofnunum.



Sérstaklega verði horft til:


? Orkubús Vestfjarða í tengslum við sameiningu við Rarik og Landsvirkjun


? Stofnun Hornstrandastofu


? Styrking iðnmenntunar


? Frumkvöðlasetur skv. tillögum um eflingu nýsköpunar


? Fjölmenningarseturs


? Vegagerðarinnar


? Stofnunar á nýrri stofnun sem verði alþjóðleg rannsóknarstofnun í jarðkerfisfræðum.


? Háskólaseturs Vestfjarða


? Rannsóknarstarfa í sjávarútvegi


? Tillagna sem vestfirskir sveitarstjórnarmenn lögðu fyrir ríkisstjórnina á fundi í Ráðherrabústaðnum 2. febrúar 2007.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:00.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs.


Svanlaug Guðnadóttir.     


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?