Bæjarráð - 513. fundur - 5. febrúar 2007

Þetta var gert:



1. Fundargerðir nefnda.


Atvinnumálanefnd 31/1.  70. fundur.


Fundargerðin er í átta liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Staðardagskrárnefnd 30/1.  31. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


2. liður a.  Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort koma megi á námskeiði eða kynningu fyrir bæjarfulltrúa og stjórnendur Ísafjarðarbæjar, um sjálfbæra  þróun  sveitarfélagsins.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Bréf Bolungarvíkurkaupstaðar. - Íbúaþing 2007.  2007-02-0006.


Lagt fram bréf frá Bolungarvíkurkaupstað móttekið 2. febrúar s.l., þar sem fram kemur að haldið verður íbúaþing Bolvíkinga þann 10. febrúar n.k.


Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa Ísafjarðarbæjar til að mæta á íbúaþingið. 



3. Bréf menntamálaráðuneytis. - Ungt fólk 2006, niðurstöður rannsókna. 2007-01-0074.


Lagt fram bréf menntamálaráðuneytis dagsett 29. janúar s.l., ásamt skýrslu um niðurstöður úr rannsókninni ,,Ungt fólk 2006?, sem gerð var á viðhorfum nemenda til menntunar, menningar, tómstunda og íþróttaiðkunar, auk þess að kanna framtíðarsýn íslenskra ungmenna.  Rannsóknin var framkvæmd vorið 2006 af Rannsóknum og greiningu í Háskóla Reykjavíkur.


Bæjarráð vísar skýrslunni til fræðslunefndar, menningarmálanefndar og íþrótta- og tómstundanefndar til kynningar.



4. Bréf framkvæmdastjóra kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokks í NV-kjördæmi. Leiga á húsnæði.  2007-02-0005.


Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi dagsett 26. janúar s.l., þar sem óskað er eftir að fá á leigu tímabundið fyrrverandi húsnæði verslunar Straums við Silfurgötu á Ísafirði.  Leigutími áætlaður tveir til þrír mánuðir.


Bæjarráð samþykkir leigu til tveggja eða þriggja mánaða og verði leiguverð miðað við fyrri útleigu pr. mánuð.  Leigutaki greiði sjálfur fyrir ljós og hita.



5. Minnisblað bæjarritara. - Byggðasafn Vestfjarða, umboð stjórnar. 2005-04-0008.


Lag fram minnisblað bæjarritara dagsett 30. janúar s.l., þar sem vísað er til 12. fundargerðar stjórnar Byggðasafns Vestfjarða 6. liðar A, þar sem stjórnin óskar eftir að umboð hennar verði endurnýjað eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2006.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, sem aðalmaður og Magni Ö. Guðmundsson, sem varamaður, verði áfram fulltrúar Ísafjarðarbæjar í stjórn Byggðasafns Vestfjarða. 


  


6. Bréf Erlings Tryggvasonar. - Ítrekun á svari.  2005-11-0038.


Lagt fram bréf Erlings Tryggvasonar, Ísafirði, dagsett 1. febrúar s.l., varðandi veitingastaðinn Langa Manga, Aðalstræti 22, Ísafirði og fyrri bréfaskriftir Erlings.


Bæjarráð vill upplýsa að erindi bréfritara frá 5. janúar s.l., var svarað þann 16. janúar s.l. og honum tilkynnt að bæjarlögmanni var falið málið.


 


7. Erindi sjávarútvegsnefndar Alþingis. - Frumvörp til laga.


Lögð fram tvö frumvörp til laga varðandi sjávarútvegsmál.


Tvö frumvörp til laga um breytingar á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, lögð fyrir Alþingi á 133. löggjafarþingi 2006-2007.  Óskað er umsagna eigi síðar en 8. febrúar n.k.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á framfæri sjónarmiðum Ísafjarðarbæjar varðandi ofangreind frumvörp.  Bæjarráð gerir athugasemdir við skamman fyrirvara til að koma með athugasemdir. 



8. Bréf Vinnueftirlits ríkisins. - Ráðstefna um áhættumat.  2007-01-0093.


Lagt fram bréf frá Vinnueftirliti ríkisins dagsett 26. janúar s.l., þar sem fram kemur að fyrirhugað er að halda ráðstefnu til kynningar á áhættumati í fyrirtækjum og stofnunum í sal Þróunarseturs Vestfjarða á Ísafirði.  Gert er ráð fyrir að ráðstefnan verði þann 1. mars n.k.


Lagt fram til kynningar. 



9. Bréf Garðyrkjufélags Íslands. - Blómagarðurinn Austurvelli.   2007-01-92.


Lagt fram bréf frá Garðyrkjufélagi Íslands dagsett 30. nóvember 2006, um varðveislu ,,Blómagarðsins? á Austurvelli á Ísafirði.  Í bréfinu kemur fram áskorun til Ísafjarðarbæjar um að varðveita Blómagarðinn á Austurvelli í sem upprunalegastri mynd, sem skrúðgarð fyrir almenning.   Bréfinu fylgja greinar er fram hafa komið í blöðum.


Bæjarráð bendir á að í gangi er vinna við endurskoðun á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar. Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar til skoðunar.   



10. Minnisblað bæjarritara. - Sæfari, siglingaklúbbur, ,,Gamli slippurinn? á Suðurtanga.  2005-11-0081.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 2. febrúar s.l., er varðar ,,Gamla slippinn? á Suðurtanga og fyrri viðræður við Sæfara, siglingaklúbb, um kaup Ísafjarðarbæjar á slippnum.


Bæjarráð veitir bæjarstjóra heimild til að ganga frá samkomulagi við Sæfara út frá hugmyndum um kaupverð, er áður hefur verið rætt um í bæjarráði og undirrita samkomulagið með fyrirvara um samþykki bæjarráðs/bæjarstjórnar.


Jafnframt er bæjarstjóra falið að leita upplýsinga um framtíðaráform Sæfara m.a. hvað varðar aðrar eignir félagsins á Suðurtanga.



11. Minnisblað bæjarritara. - Tillögu um Hornstrandastofu vísað frá 218. fundi bæjarstjórnar til bæjarráðs.  2006-03-0038.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 2. febrúar s.l., þar sem tillögu um skipan starfshóps, sem ætlað er að vinna að stofnun Hornstrandastofu, er vísað til bæjarráðs frá 218. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 1. febrúar s.l.


Bæjarráð vísar tillögunni til næsta fundar bæjarráðs.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:05.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs.


Svanlaug Guðnadóttir.     


Sigurður Pétursson. 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?