Bæjarráð - 512. fundur - 12. mars 2007

Þetta var gert:





1. Fundargerðir nefnda.


Barnaverndarnefnd 23/2.  80. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Félagsmálanefnd 6/3.  280. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Íþrótta- og tómstundanefnd 7/3.  74. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Stjórn Skíðasvæðis 1/3.  9. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Umhverfisnefnd 7/3.  257. fundur.


Fundargerðin er í ellefu liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Þróunar- starfsmenntunarsjóður 5/3.  17. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Bréf Jóns Kristmannssonar. - Hesthús á Hauganesi, Skutulsfirði.


Lagt fram bréf frá Jóni Kristmannssyni, Ísafirði, dagsett 9. mars s.l., þar sem hann býður Ísafjarðarbæ til kaups hesthús sitt að Hauganesi í Skutulsfirði.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.



3. Bréf Orkubús Vestfjarða hf. - Jöfnunarábyrgð ótryggrar orku.  2007-03-0028. 


Lagt fram bréf frá Orkubúi Vestfjarða hf., Ísafirði, dagsett 27. febrúar s.l., þar sem rætt er um breytingu á jöfnunarábyrgð ótryggrar orku.


Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og tómstundafulltrúa.



4. Bréf Sparisjóðs Vestfirðinga. - Aðalfundarboð.  2007-03-0031.


Lagt fram bréf Sparisjóðs Vestfirðinga dagsett 6. mars s.l., þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins föstudaginn 16. mars n.k.  Fundurinn verður haldinn í Félags-heimilinu á Þingeyri og hefst kl. 17:00.  Fundurinn er boðaður með dagskrá.


Bæjarráð samþykkir að Sigurður Pétursson og Gísli H. Halldórsson, bæjarfulltrúar, verði fulltrúar Ísafjarðarbæjar á aðalfundi Sparisjóðs Vestfirðinga þann 16. mars 2007.  



5. Bréf Sparisjóðs Vestfirðinga. - Tilnefning í stjórn SpVf.  2007-03-0031.


Lagt fram bréf frá Sparisjóði Vestfirðinga dagsett 2. mars s.l., þar sem fram kemur, að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og hreppsnefnd Súðavíkurhrepps skuli sameiginlega tilnefna einn mann í aðalstjórn SpVf og einn til vara.  Tilnefning þarf að liggja fyrir á aðalfundi sjóðsins þann 16. mars n.k.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Óskar Elíasson, Súðavík, verði aðalmaður og Jón Grétar Kristjánsson, Ísafirði, verði varamaður í stjórn Sparisjóðs Vestfirðinga.



6. Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga. - Afkomutilkynning. 


Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dagsett 8. mars s.l., ásamt afkomutilkynningu sjóðsins fyrir árið 2006, sem birt var í Kauphöll Íslands hf.,  þann 7. mars s.l.


Bæjarstjóri lagði fram á fundinum bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dagsett 7. mars s.l., um boðun ársfundar Lánasjóðs sveitarfélaga og stofnfundar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., ásamt dagskrá fyrir hvorn fund fyrir sig.  Jafnframt er lagður fram stofnsamningur vegna Lánasjóðs sveitarfélaga ofh.  Í bréfi Lánasjóðs er óskað eftir að sveitarfélagið tilnefni formlega fulltrúa, sem fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á stofnfundinum og undirriti stofnsamning félagsins fyrir hönd sveitarfélagsins.  


Lagt fram til kynningar. 


 


7. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - XXI. landsþing.  2007-02-0068.


Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 5. mars s.l., varðandi XXI. landsþing sambandsins er haldið verður í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, Reykjavík, föstudaginn 23. mars n.k. og hefst kl. 9:00.  Landsþingið er boðað með dagskrá.  Ársfundur Lánasjóðs sveitarfélaga fyrir árið 2006 og stofnfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., verður haldinn á sama stað og hefst kl. 15:30.  Boðun þess fundar verður með sérstöku bréfi.


Lagt fram til kynningar. 



8. Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árin 2008-2010.


Lögð fram drög að þriggja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árin 2008-2010.  Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir framlögðum drögum.


Bæjarráð vísar drögum að þriggja ára áætlun til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 15. mars n.k., með þeim breytingum er gerðar voru í bæjarráði.



9. Fundargerð 741. stjórnarfundar Samb. ísl. sveitarf. 


Lögð fram fundargerð 741. stjórnarfundar Samb. ísl. sveitarf. frá fundi er haldinn var þann 23. febrúar s.l., að Borgartúni 30, Reykjavík.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



10. Undirskriftalistar vegna mótmæla á hækkun fasteignagjalda.


Lagðir fram undirskriftalistar frá íbúum Ísafjarðarbæjar, þar sem verið er að mótmæla hækkunum á fasteignagjöldum hjá Ísafjarðarbæ.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði.



11. Bréf forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu. - Lækkun matarkostnaðar í mötuneytum Ísafjarðarbæjar.


Lagt fram bréf frá Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur, forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, dagsett 8. mars s.l., þar sem hún gerir grein fyrir tillögu um lækkun á gjaldskrám vegna matarkostnaðar í mötuneytum Ísafjarðarbæjar, í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 220. fundi þann 1. mars s.l.  Jafnframt er gerð grein fyrir samningum sem í gildi eru við SKG-Veitinga vegna Grunnskólans á Ísafirði, Bakkaskjóls í Hnífsdal og Hlífar á Torfnesi.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að gjaldskrár í mötuneytum reknum af  Ísafjarðarbæ lækki um 9% frá og með 1. mars s.l.  


Bæjarstjóra falið að ganga til viðræðna við SKG-Veitinga, vegna lækkunar á gjaldskrám þeirra vegna Grunnskólans á Ísafirði, Bakkaskjóls í Hnífsdal og Hlífar á Torfnesi.


Í lok fundar óskaði Sigurður Pétursson, bæjarráðsmaður, eftir að bókuð yrði fyrirspurn hans til Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, um fund bæjarstjóra með forsætisráðherra þann 7. mars s.l., er fjallaði um atvinnu- og byggðamál. 


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði þá þegar grein fyrir fundi sínum með forsætisráðherra og þeim málum er sérstaklega voru rædd á þeim fundi.


Svanlaug Guðnadóttir gerði grein fyrir fundi er hún átti með formanni Framsóknarflokksins og ráðherrum.


  


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:10.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs.


Svanlaug Guðnadóttir.      


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?