Bæjarráð - 509. fundur - 8. janúar 2007

Þetta var gert:





1. Fundargerðir nefnda.


Almannavarnanefnd 12/12.06.  64. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Íþrótta- og tómstundanefnd 3/1.07.  70. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Menningarmálanefnd 19/12.06.  133. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Umhverfisnefnd 3/1.07.  248. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla, rekstur og fjárfestingar janúar - nóvember 2006.  2006-05-0073.


Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 3. janúar s.l., mánaðar- skýrsla um rekstur og fjárfestingar tímabilið janúar - nóvember 2006.


Lagt fram til kynningar.



3. Bréf Fasteignamats ríkisins. - Samningur um álagningarhluta Landskrár fasteigna.  2006-12-0082.


Lagt fram bréf frá Fasteignamati ríkisins dagsett 27. desember s.l., er varðar samning um álagningarhluta Landskrár fasteigna.  Bréfinu fylgir undirritaður samningur af hálfu Fasteignamatsins.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.



4. Bréf Eyrarsteypu. - Landmótun við Pollinn.  2006-03-0038.


Lagt fram bréf Eyrarsteypu ehf., Ísafirði, móttekið þann 29. desember 2006, er fjallar um samstarf við Ísafjarðarbæ, um landmótun og uppfyllingu verslunar- og íbúðabyggðar við Pollinn á Ísafirði.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að eiga fund með bréfritara um málefnið.



5. Ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar 2006.


Lögð fram ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2006.  Skýrslan gerir grein fyrir störfum Slökkviliðsins og breytingum á tækjabúnaði.


Bæjarráð þakkar skýrslu slökkviliðsstjóra, sem lögð er fram til kynningar í bæjarráði. 



6. Bréf menntamálaráðuneytis. - Drög að stefnu stjórnvalda í fornleifavernd, ásamt greinargerð.  2007-01-0003.


Lagt fram bréf menntamálaráðuneytis dagsett 22. desember s.l., ásamt drögum að stefnu stjórnvalda í fornleifavernd.  Drögin ásamt greinargerð eru send sveitarfélögum til umsagnar og þurfa athugasemdir að hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 1. febrúar n.k.


Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar og menningarmálanefndar til umsagnar.



7. Bréf bæjarstjóra. - Siglingar á norðurslóðum, tækifæri á Vestfjörðum.


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 5. janúar s.l., er varðar siglingar á norðurslóðum og tækifæri á Vestfjörðum í því sambandi.  Bréfinu fylgir ræða bæjarstjóra um málefnið er flutt var á ráðstefnu á Grand Hótel í Reykjavík 25. febrúar 2005.  Jafnframt fylgir bréfinu skýrsla starfshóps utanríkisráðuneytis, er nefnist ,,FYRIR STAFNI HAF, tækifæri tengd siglingum á norðurslóðum?.


Bæjarráð sendir gögn meðfylgjandi erindi bæjarstjóra til atvinnumálanefndar, hafnarstjórnar og umhverfisnefndar til kynningar.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:00


 


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.     


Sigurður Pétursson.


 





 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?