Bæjarráð - 506. fundur - 11. desember 2006

Þetta var gert:



1. Fundargerðir nefnda.


Íþrótta- og tómstundanefnd 5/11.  69. fundur.


Fundargerðin er í átta liðum.


3. liður.  Bæjarráð samþykkir tillögu íþrótta- og tómstundanefndar og leyfir þetta til reynslu í komandi jólafríi.


Nái heimildin til allra íþróttahúsa og sundlauga í sveitarfélaginu.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.


Staðardagskrárnefnd 5/12.  30. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Stjórn Skíðasvæðis 7/12.  4. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


2. liður.  Tillaga stjórnarinnar samþykkt í bæjarráði.


3. liður.  Tillaga stjórnarinnar samþykkt í bæjarráði.


4. liður.  Bæjarráð samþykkir að Björgvin Sveinsson verði ráðinn tímabundið, sem umsjónamaður Skíðasvæðis.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.



2. Minnisblað bæjarritara. - Drög að samkomulagi um afnot af Kirkjubóli 6 í Engidal.  2006-09-0101.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 8. desember s.l., ásamt drögum að samkomulagi, um afnot tveggja einstaklinga af húsi og húsgrunni að Kirkjubóli 6 í Engidal.  Óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til samkomulagsins.


Bæjarráð samþykkir samkomulagið með þeim breytingum sem rætt var um í bæjarráði.



3. Bréf Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Vestfjörðum. - Miðstöð fyrir fólk með skert lífsgæði.  2006-11-0068.


Lagt fram bréf Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Vestfjörðum f.h. verkefnastjórnar og aðildarfélaga um rekstur miðstöðvar fyrir fólk með skert lífsgæði.  Bréfið er í framhaldi af erindi sama aðila um þetta mál, er tekið var fyrir í bæjarráði þann 27. nóvember s.l. og vísað var til félagsmálanefndar og Skóla- og fjölskylduskrifstofu.  Efni þessa bréfs er einkum styrkumsókn til Ísafjarðarbæjar, þar sem leitað er eftir mánaðarlegu framlagi að upphæð kr. 50.000.- allt árið 2007, vegna reksturs miðstöðvarinnar.  Bréfinu fylgir greinargerð og rekstraráætlun frá Atvinnuþróunar-félaginu um fyrirhugaða starfsemi.  Rekstraráætlunin er trúnaðarmál.


Þar sem fyrra erindi er í skoðun hjá félagsmálanefnd og Skóla- og fjölskyldu-skrifstofu, vísar bæjarráð þessu erindi til sömu aðila til skoðunar.



4. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 738. stjórnarfundar sambandsins.


Lögð fram 738. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá fundi er haldinn var þann 20. október s.l., að Borgartúni 30, Reykjavík.


Lagt fram til kynningar.



5. Bréf Miðfells hf. - Boðun aðalfundar rekstrarárið 2005.   2006-12-0024.


Lagt fram bréf Miðfells hf., Ísafirði, dagsett 7. desember s.l., þar sem boðað er til aðalfundar félagsins þann 19. desember n.k. kl. 15:00 og verður fundurinn haldinn á skrifstofu félagsins að Sindragötu 1, Ísafirði.  Fundurinn er boðaður með dagskrá.


Samþykkt er að fulltrúar í bæjarráði ásamt bæjarstjóra sæki fundinn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.



6. Bréf Íbúasamtaka Önundarfjarðar. - 16 fundargerðir.  2006-12-0025.


Lagt fram bréf Íbúasamtaka Önundarfjarðar dagsett 30. nóvember s.l., ásamt 16 fundargerðum samtakanna frá liðnum árum.


Bæjarráð þakkar erindi íbúasamtakanna.  Lagt fram til kynningar í bæjarráði.



7. Lánasjóður sveitarfélaga. - Samruni eldri lána.  2006-11-0065.


Lagt fram minnisblað Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 11. desember 2006, er varðar Lánasjóð sveitarfélaga og sameiningu eldri lána Ísafjarðarbæjar.


Samhliða er lagður fram lánssamningur nr. 118/2006 milli Lánasjóðs sveitarfélaga sem lánveitanda og Ísafjarðarbæjar sem lántaka að upphæð kr. 253.280.119.-.  Ekki er um nýja lántöku að ræða heldur sameining í einn lánssamning á eftirstöðvum 67 eldri lána sem tekin voru á árunum 1989-1996. Lánskjör verða óbreytt.


Bæjarráð samþykkir lánssamninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:17.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.     


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?