Bæjarráð - 505. fundur - 5. desember 2006

Þetta var gert:


1. Fjárhagsáætlun ársins 2007.


Lögð fram vinnubók við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007. Vinnubókin verður borið út til allra bæjarfulltrúa með þessari fundargerð bæjarráðs á morgun miðvikudaginn 6. desember n.k.


 Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2007, til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, sem haldinn verður þann 12. desember 2006.  Frumvarp að fjárhagsáætlun 2007 mun fylgja fundarboði 215. fundar bæjarstjórnar. 

2. Fundargerðir nefnda.


Fræðslunefnd 28/11.  246. fundur.


Fundargerðin er í tíu liðum.


7. liður.  Bæjarráð vísar í að gert er ráð fyrir hagræðingu við gerð fjárhagsáætlunar 2007 hvað þennan lið varðar, en ekki er þar tekin


afstaða til í hverju hagræðingin felst. 


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Hafnarstjórn 1/12.  121. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.3. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla rekstur og fjárfestingar janúar - október 2007.  2006-05-0073.


Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 28. nóvember s.l., mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar tímabilið janúar - október 2006.


Lagt fram til kynningar.4. Bréf byggingarfulltrúa. - Lóðamál Neðri Tungu í Skutulsfirði. 2006-11-0020.


Lagt fram bréf Önnu Guðrúnar Gylfadóttur, byggingarfulltrúa, dagsett 22. nóvember s.l., er varðar lóðamál húseigna að Neðri Tungu í Skutulsfirði.  Bæjarráð fól á 502. fundi sínum, byggingarfulltrúa að staðsetja á teikningu þær húseignir, sem tilgreindar voru í kaupsamningi dagsettum 20. júlí 2005, varðandi sölu húseigna að Neðri Tungu í Skutulsfirði.  Bréfi byggingarfulltrúa fylgir uppdráttur er sýnir staðsetningu húseignanna.


Bæjarráð vísar erindi eiganda húseigna að Neðri Tungu í Skutulsfirði til úrvinnslu í umhverfisnefnd.5. Bréf Jóhanns Króknes Torfasonar. - Uppsögn á starfi.  2006-11-0120.


Lagt fram bréf Jóhanns Króknes Torfasonar dagsett 27. nóvember s.l., þar sem hann segir starfi sínu, sem forstöðumaður skíðasvæðis Ísfirðinga, lausu og óskar eftir að uppsögn taki gildi frá og með 1. desember 2006.  Jóhann óskar eftir að verða leystur frá störfum frá sama tíma.  Í lok bréfs þakkar Jóhann gott samstarf á liðnum árum og óskar Ísafjarðarbæ og skíðasvæðinu alls hins besta.


Jafnframt er lagt fram afrit af bréfi Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til Jóhanns dagsett 28. nóvember s.l., þar sem orðið er við beiðni Jóhanns, um starfslok frá og með 1. desember 2006.  Bæjarstjóri þakkar og samstarfið á liðnum árum og óskar Jóhanni velfarnaðar á nýjum vettvangi í framtíðinni.


Bæjarráð þakkar Jóhanni Króknes Torfasyni fyrir vel unnin störf fyrir Ísafjarðarbæ og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.6. Bréf Rúnars Óla Karlssonar, fulltrúa staðardagskrárnefndar. - Staðardagskrá 21 í Ísafjarðarbæ. 


Lagt fram bréf Rúnars Óla Karlssonar, fulltrúa staðardagskrárnefndar, er fjallar um Staðardagskrá 21 í Ísafjarðarbæ og tillögur staðardagskrárnefndar Ísafjarðarbæjar varðandi sjálfbæra þróun í sveitarfélaginu.  Bæjarráð vísaði þessum tillögum til allra nefnda bæjarfélagsins í mars s.l. og hafa aðeins borist svör frá þremur nefndum, svör sem Rúnar Óli gerir grein fyrir í bréfinu.  Tillögur staðardagskrárnefndar fylgja bréfinu.


Bæjarráð vísar bréfi Rúnars Óla Karlssonar til umræðu í bæjarstjórn.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:05.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.    


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?