Bæjarráð - 504. fundur - 27. nóvember 2006

Þetta var gert:1. Fundargerðir nefnda.


Íþrótta- og tómstundanefnd 15/11.  68. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Menningarmálanefnd 7/11.  129. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Menningarmálanefnd 21/11.  130. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Stjórn Skíðasvæðis 17/11.  2. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Stjórn Skíðasvæðis 22/11.  3. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Umhverfisnefnd 22/11.  245. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.2. Minnisblað bæjarstjóra. - Fundur með heilbrigðisráðherra.  2006-11-0021.


Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 24. nóvember s.l., er varðar fund hans og Margrétar Geirsdóttur, ráðgjafa á Skóla- og fjöldkyldu-skrifstofu, með heilbrigðisráðherra þann 15. nóvember s.l., um hjúkrunarheimilismál í Ísafjarðarbæ og á norðanverðum Vestfjörðum. 


Í minnisblaði bæjarstjóra kemur m.a. fram, að tilnefna þarf tvo fulltrúa Ísafjarðarbæjar í samstarfsnefnd með heilbrigðisráðuneyti, um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fulltrúar Ísafjarðarbæjar í samstarfsnefnd með heilbrigðisráðuneyti verði þeir Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs og Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi.3. Bréf Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. - Beiðni um hækkun styrks. 2006-11-0084.


Lagt fram bréf frá Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, Ísafirði, dagsett þann 20. nóvember s.l., er varðar beiðni um hækkun styrks til skólans á rekstrarárinu 2007.  Bréfinu fylgir fjárhagsáætlun skólans fyrir starfsárið 2007 o.fl.


Erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2007.4. Bréf Heilsueflingar Ísafjarðar. - Beiðni um styrk.  2006-11-0105.


Lagt fram bréf Línu Bjargar Tryggvadóttur f.h. Heilsueflingar Ísafjarðar dagsett þann 23. nóvember s.l.  Í bréfinu er greint frá næstu verkefnum samtakanna og bréfinu fylgir ársskýrsla 2005-2006.  Óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 200.000.- til verkefna í lok árs 2006 og byrjun árs 2007.


Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar og íþrótta- og tómstundanefndar til skoðunar.5. Bréf Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra. - Miðstöð fyrir fólk með skert lífsgæði.  2006-11-0068.


Lagt fram bréf Jónínu S. Guðmundsdóttur, verkefnisstjóra hjá Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðara á Vestfjörðum ódagsett, en móttekið þann 15. nóvember s.l.  Í bréfinu er rætt um búsetuúrræði fyrir m.a. geðfatlaða og stofnun miðstöðvar fyrir fólk með skert lífsgæði.


Bæjarráð vísar bréfinu til félagsmálanefndar og Skóla- og fjölskylduskrifstofu til kynningar.


 


6. Stefna á hendur Ísafjarðarbæjar vegna skipulagsmála.  2006-11-0067.


Lögð fram stefna á hendur Ísafjarðarbæ, þar sem Áslaug J. Jensdóttir, Magnús H. Alfreðsson og Helga Marsellíusdóttir, Austurvegi 7, Ísafirði, gera kunnugt, að þau þurfi að höfða mál fyrir Héraðsdótmi Vestfjarða gegn Ísafjarðarbæ, vegna breytinga á aðalskipulagi m.a.  Stefnan var móttekin af Andra Árnasyni, bæjarlögmanni, f.h. Ísafjarðarbæjar í Reykjavík þann 10. nóvember s.l.


Bæjarráð felur Andra Árnasyni, hrl. og bæjarlögmanni Ísafjarðarbæjar, að annast málið fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.7. Bréf Erlings Tryggvasonar. - Veitingastaðurinn Langi Mangi.  2005-11-0038. 


Lagt fram bréf frá Erlingi Tryggvasyni, Aðalstræti 24, Ísafirði, dagsett þann 20. nóvember s.l., erindi er varðar veitingastaðinn Langa Manga á Ísafirði.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.


  


8. Bréf iðnaðarnefndar Alþingis. - Frumvörp til laga, til umsagnar. 2006-11-0107.


Lagt fram bréf frá iðnaðarnefnd Alþingis dagsett 22. nóvember s.l., þar sem óskað er umsagnar frumvarps til laga um Landsvirkjun, 364. mál, eignarhald og fyrirsvar og frumvarps til laga um breytingu á lögum á orkusviði, 365. mál, eignarhluti ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja, Orkubúi Vestfjarða og Rarik.  Æskir nefndin að umsagnir berist eigi síðar en 29. nóvember n.k.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu f.h. Ísafjarðarbæjar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:12.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.     


Sigurður Pétursson.Er hægt að bæta efnið á síðunni?