Bæjarráð - 503. fundur - 20. nóvember 2006

Þetta var gert:1. Fjárhagsáætlun ársins 2007. - Farið yfir tillögur sviða og deilda.


Til fundar við bæjarráð hafa verið boðaðir allir sviðsstjórar, til að fara yfir  tillögur viðkomandi sviða og stofnana, til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007.


Eftirtaldir mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið:


Sviðsstjóri Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ingibjörg María Guðmundsdóttir, ásamt Kristínu Jónasdóttur, grunnskólafulltrúa, Sigurlínu Jónasdóttur, leikskólafulltrúa, Grétari Þórðarsyni, forstöðumanni á Hlíf og Jóni Björnssyni, íþrótta- og tómstundafulltrúa.


Sviðsstjóri umhverfis- og hafnarsviðs, Jóhann Birkir Helgason, ásamt Guðmundi M. Kristjánssyni, hafnarstjóra, Jóhanni Bæring Gunnarssyni, verkefnastjóra, Þorbirni Jóhannessyni, bæjarverkstjóra, Ólafi Prebenssyni, forstöðumanni Funa og Þorbirni Sveinssyni, slökkviliðsstjóra.


Sviðsstjórar fjármálasviðs og stjórnsýslusviðs þeir Þórir Sveinsson, fjármálastjóri og  Þorleifur Pálsson, bæjarritari, ásamt Jóhanni Hinrikssyni, forstöðumanni Bæjar- og héraðsbókasafns, Jóni Sigurpálssyni, forstöðumanni Byggðasafns, Heimi Hanssyni, forstöðumanni Upplýsingamiðstöðvar og Rúnari Óla Karlssyni, atvinnu- og ferðamálafulltrúi.  Jafnframt Jóna Benediktsdóttir, bæjarfulltrúi. 


 


2. Fundargerðir nefnda.


Barnaverndarnefnd 26/10.  74. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Barnaverndarnefnd 16/11.  75. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Fræðslunefnd 14/11.  245. fundur.


Fundargerðin er í tólf liðum.


6. liður.  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að innkaup vegna tölvumála


verði í fjárhagsáætlun sett í einn pott og sjái kerfisstjóri um ráðstöfun á þeim fjármunum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Hafnarstjórn 9/11.  120. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Menningarmálanefnd 6/11.  128. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Umhverfisnefnd 16/11.  245. fundur.


Fundargerðin er í einum lið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.3. 6. liður 76. fundargerðar landbúnaðarnefndar. - Frístundabúskapur.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 3. nóvember s.l., vegna vísan 6. lið 76. fundargerðar landbúnaðarnefndar frá bæjarstjórn til bæjarráðs.  Liðurinn  hljóðar svo.


6. Önnur mál.   Umræður um frístundabúskap og leyfi til að halda búfé í þéttbýli Ísafjarðarbæjar. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið gefinn frestur til eigenda búfjár, um að sækja um leyfi fyrir sínu búfé hafa ekki allir búfjáreigendur enn sem komið er sinnt því. Landbúnaðarnefnd beinir því til bæjarstjórnar að framfylgt verði þeirri málsgrein í 3. gr. samþykkta um búfjárhald í Ísafjarðarbæ er segir: ?Ef búfé er haldið í Ísafjarðarbæ án leyfis, er bæjarstjórn heimilt að krefjast þess að lögreglustjóri taki viðkomandi búfé úr vörslu búfjáreiganda.? Lagt er til að gefinn verði lokafrestur til 30. nóvember n.k., til að menn komi sínum málum í lag.  Bæjarráð óskaði eftir á 501. fundi sínum, að starfsmaður tæknideildar, er sér um landbúnaðarmál, komi á fund bæjarráðs sem fyrst.


Þórir Örn Guðmundsson, starfsmaður á tæknideild Ísafjarðarbæjar, er mættur á fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.


Bæjarráð samþykkir tillögu landbúnaðarnefndar um lokafrest, er þá verði til desemberloka 2006. 4. Bréf SRG múrunar ehf. - Forkaupsréttur að ,,Kofrahúsi?.  2006-11-0060.


Lagt fram bréf frá SRG múrun ehf., Ísafirði, móttekið 15. nóvember s.l., þar sem spurst er fyrir um hvort Ísafjarðarbær muni nýta sér forkaupsrétt að svokölluðu ,,Kofrahúsi? við Djúpveg, en komið hefur kauptilboð í eignina að upphæð kr. 8.000.000.- frá Vestfirskum Verktökum ehf., Ísafirði.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsrétti verði hafnað.5. Bréf Ólínu Þorvarðardóttur og Jónu Símoníu Bjarnadóttur.  Tillögur um ný götuheiti í ,,Tunguhverfi?.   2006-10-0104.


Lagt fram bréf Ólínu Þorvarðardóttur og Jónu Símoníu Bjarnadóttur, dagsett 14. nóvember s.l., er varðar tillögur um ný götuheiti í Tunguhverfi.  Bréfritarar voru tilnefndir af bæjarráði Ísafjarðarbæjar, til að koma með tillögur að nýjum götuheitum.  Bréfinu fylgir afstöðuuppdráttur og greinargerð.


Tillögur að breyttum núverandi götuheitum eru sem hér segir.

Asparlundur verði Ártunga.


Eikarlundur verði Daltunga.


Grenilundur verði Fífutunga.


Birkilundur verði Bræðratunga.


Furulundur verði Engjatunga.


Hnotulundur verði Hrauntunga.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tillögur Ólínu Þorvarðardóttur og Jónu Símoníu Bjarnadóttur, er fram koma í ofangreindu bréfi um breytt götuheiti verði samþykktar.


 


6. Bréf Ráðgjafa- og Nuddsetursins ehf., Ísafirði. - Ráðgjafaþjónusta á Vestfjörðum.  2006-11-0061.


Lagt fram bréf frá Ráðgjafa- og Nuddsetrinu ehf., Ísafirði, dagsett 15. nóvember s.l., er varðar ráðgjafaþjónustu á Vestfjörðum, fyrir fólk með áfengis- og vímuefnavanda. Í bréfinu er leitað eftir styrk frá Ísafjarðarbæ.


Bæjarráð vísar erindinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu og félagsmálanefndar til skoðunar.7. Bréf Félags eldri borgara Ísafirði. - Styrkbeiðni.  2006-11-0064. 


Lagt fram bréf frá Félagi eldri borgara Ísafirði dagsett 5. nóvember s.l., þar sem félagið leitar eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 750.000.- á næsta ári.  Jafnframt er óskað eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ um málefni eldri borgara á Ísafirði.


Bæjarráð vísar erindinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu og félagsmálanefndar til skoðunar.


  


8. Samstarfssamningur Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar, um rekstur tæknideildar.  2006-10-0102.


Lögð fram drög að samstarfssamningi um rekstur tæknideildar milli Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar.  Samningsdrögin hafa verið yfirfarin af bæjarlögmanni.  Jafnframt eru lögð fram drög að skipuriti sameiginlegrar tæknideildar.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samstarfssamningurinn verði samþykktur.9. Minnisblað bæjarritara. - Gámaþjónusta Vestfjarða ehf. og Ísafjarðarbær. 2005-10-0064.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 17. nóvember s.l., er varðar samninga við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf., Ísafirði, um væntanlega sorphirðu í Ísafjarðarbæ, sorphirðu frá stofnunum Ísafjarðarbæjar, gámahreinsun í Ísafjarðarbæ og urðun á óbrennanlegu sorpi að Klofningi við Flateyri.


Bæjarráð vísar ofangreindum samningum til afgreiðslu á 213. fundi bæjarstjórnar þann 23. nóvember n.k.   


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:30.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.     


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?