Bæjarráð - 501. fundur - 6. nóvember 2006

Þetta var gert:

1. Fundargerð nefndar.


Hafnarstjórn 1/11.  119. fundur.


Fundargerðin er í sjö liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.2. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla janúar - september 2006. 2006-05-0073.


Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 1. nóvember s.l., mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar tímabilið janúar - september 2006.


Lagt fram til kynningar.  3. Bréf Örnefnanefndar. - Staðsetning ,,Biskups? á landakorti.   2005-08-0062.


Lagt fram bréf Örnefnanefndar dagsett 25. október s.l., er varðar staðsetningu ,,Biskups?, sem er klettadrangur,  á landakorti en ágreiningur hefur verið um staðsetningu hans.  Örnefnanefnd hefur úrskurðað, að á landakortum, sem gefin eru út á vegum Landmælinga Íslands eða með leyfi þeirra, skuli örnefnið ,,Biskup? sett á klettadrang yst á Geirólfsgnúpi.


Bæjarráð fagnar úrskurðinum og vísar bréfinu til umhverfisnefndar.4. Bréf Félagsins Raggagarðs, Súðavík. - Styrkbeiðni.  2006-10-0137.


Lagt fram bréf frá Vilborgu Arnardóttur f.h. Félagsins Raggagarðs í Súðavík, dagsett þann 27. október s.l.  Í bréfinu er m.a. greint frá uppbyggingu Fjölskyldugarðs Vestfjarða í ytri-byggð Súðavíkur og óskað eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 400.000.-, til kaupa á leiktæki í garðinn.  Bréfinu fylgja ýmis gögn til frekari upplýsinga.


Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.5. Bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.  2006-10-0139.


Lagt fram bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dagsett 26. október s.l., þar sem óskað er eftir upplýsingum er tengjast rekstri sveitarfélagsins, fjárhagslegri stöðu þess og framtíðarhorfum.


Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs, að svara erindi eftirlitsnefndarinnar.6. Bréf Skarphéðins Jónssonar, skólastjóra GÍ. - Ráðstöfun gjafafjár. 2006-11-0007. 


Lagt fram bréf frá Skarphéðni Jónssyni, skólastjóra GÍ, dagsett 2. nóvember s.l., er varðar gjöf til Gagnfræðaskóla Ísafjarðar fyrir u.þ.b. 20 árum síðan, gjöf í formi hlutabréfa í Flugleiðum.  Í bréfinu kemur fram ósk um heimild til að innleysa þessi bréf og nýta andvirði þeirra til kaupa á fullkomnu hljóðkerfi og ljósakerfi fyrir Grunnskólann á Ísafirði.


Bæjarráð samþykkir erindi skólastjóra Grunnskóla Ísafjarðar.7. Bréf Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ. - Skipan í þjónustuhóp aldraðra.  2006-09-0067. 


Lagt fram bréf frá Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ dagsett 2. nóvember s.l., þar sem tilkynntar eru tilnefningar stofnunarinnar í þjónustuhóp aldraðra í Ísafjarðarbæ.  Aðalmenn eru Helgi Sigmundsson, læknir og Halldóra Hreinsdóttir, hjúkrunarfræðingur.  Varamenn eru Fjölnir F. Guðmundsson, læknir og Rannveig Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísast til Skóla- og fjölskylduskrifstofu og félagsmálanefndar. 8. Minnisblað bæjarritara. - 6. lið 76. fundargerðar landbúnaðarnefndar vísað til bæjarráðs frá bæjarstjórn.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 3. nóvember s.l., vegna vísan bæjarstjórnar til bæjarráðs á 6. lið 76. fundargerðar landbúnaðarnefndar, sem hljóðar svo.  6.  Önnur mál.   Umræður um frístundabúskap og leyfi til að halda búfé í þéttbýli Ísafjarðarbæjar. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið gefinn frestur til eigenda búfjár, um að sækja um leyfi fyrir sínu búfé hafa ekki allir búfjáreigendur enn sem komið er sinnt því. Landbúnaðarnefnd beinir því til bæjarstjórnar að framfylgt verði þeirri málsgrein í 3. gr. samþykkta um búfjárhald í Ísafjarðarbæ er segir:  ?Ef búfé er haldið í Ísafjarðarbæ án leyfis, er bæjarstjórn heimilt að krefjast þess að lögreglustjóri taki viðkomandi búfé úr vörslu búfjáreiganda?.


Lagt er til að gefinn verði lokafrestur til 30. nóvember n.k., til að menn komi sínum málum í lag.


Bæjarráð óskar eftir að starfsmaður tæknideildar er sér um landbúnaðarmál komi á fund bæjarráðs sem fyrst.9. Erindi fyrir bæjarráð. - Fyrirspurn frá Mugiboogie ehf., Ísafirði.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett þann 3. nóvember s.l., þar sem greint er frá fyrirspurn frá Mugiboogie ehf., Ísafirði, um hvort hægt væri að fá keypta gömlu slökkvistöðina í Hnífsdal, sem er í eigu Ísafjarðarbæjar.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að ofangreind eign verði seld.  10. Tilnefning fulltrúa til að velja ný götuheiti í landi Tungu í Skutulsfirði.


Lögð fram tillaga um að Ólínu Þorvarðardóttur og Jónu Símoníu Bjarnadóttur, verði falið að koma með tillögur að nýjum nöfnum á götur í nýja hverfinu í landi Tungu í Skutulsfirði.


Bæjarráð samþykkir tilnefningarnar.  11. Fyrirspurnir til bæjarstjóra.


Lagðar fram þrjár fyrirspurnir Í-lista til bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, er varða tölvunefnd Ísafjarðarbæjar og tölvumál, kostnað við skíðasvæði Ísafirðinga í Tungudal og á Seljalandsdal og lóðar við dvalarheimilið Tjörn á Þingeyri.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði.12. Fjármálaráðstefna sveitarfélaga árið 2006.  2006-11-0014.


Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 3. nóvember s.l., er varðar upplýsingar um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga er haldin verður á Nordica Hotel í Reykjavík dagana 16. og 17. nóvember n.k.


Samþykkt er að fulltrúar í bæjarráði sæki ráðstefnuna f.h. Ísafjarðarbæjar, ásamt fjármálastjóra bæjarins. 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17.37.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.     


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?