Bæjarráð - 498. fundur - 17. október 2006

Þetta var gert:





1. Fundargerðir nefnda.


Barnaverndarnefnd 5/10.  73. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Fræðslunefnd 10/10.  244. fundur.


Fundargerðin er í átta liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Menningarmálanefnd 10/10.  127. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Umhverfisnefnd 11/10.  242. fundur.


Fundargerðin er í tíu liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.   



2. Bréf stöðvarstjóra Funa. - Sorpeyðingargjöld lögð á Miðfell hf. 2006-07-0031.


Lagt fram bréf Ólafs Prebenssonar, stöðvarstjóra Funa, dagsett 10. október s.l., þar sem hann svarar fyrirspurn frá bæjarráði þann 25. september s.l., um athugun á sorpgjöldum vegna Miðfells hf., Ísafirði.  Í bréfi stöðvarstjóra Funa kemur fram að ekki séu forsendur fyrir breytingum á sorpeyðingargjöldum er lögð eru á Miðfell hf., Ísafirði.


Lagt fram til kynningar.


 


3. Afrit bréfs Vá Vesthópsins til formanna nefnda hjá Ísafjarðarbæ.


Lagt fram afrit bréfs frá Vá Vesthópnum til formanna nokkura nefnda Ísafjarðarbæjar vegna boðunar fundar þann 8. nóvember n.k., þar sem ætlunin er að vinna nánar að útfærslu forvarnastarfs með ákveðnum hópum og einstaklingum hér á svæðinu.


Lagt fram til kynningar.



4. Bréf Vesturferða. - Aðkoma Morrans að móttöku skemmtiferðaskipa. 2006-10-0068.


Lagt fram bréf Vesturferða dagsett 12. október s.l., erindi til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar vegna aðkomu Morrans að móttöku skemmtiferðaskipa er koma til Ísafjarðar.  Í bréfinu er lýst ánægju með þátttöku Morrans í móttöku skemmtiferðaskipa og að efla þurfi þetta starf með tilliti til fjölgun skipa og lengingar ferðatímans, sem nú er farinn að standa frá því í maí fram í september.


Bæjarráð vísar bréfinu til íþrótta- og tómstundanefndar, menningarmálanefndar, atvinnumálanefndar og hafnarstjórnar til frekari skoðunar. 



5. Bréf Lögsýnar ehf. - Leiga á kjallara að Austurvegi 11, Ísafirði. 2006-10-0066.


Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett 10. október s.l., þar sem fram kemur að hinn 30. júní s.l. féll úr gildi leigusamningur milli Ísafjarðarbæjar og Tónlistarfélags Ísafjarðar, um leigu Ísafjarðarbæjar á hluta kjallara í Austurvegi 11, Ísafirði.  Sé vilji til þess af hálfu Ísafjarðarbæjar að hafa húsnæðið á leigu er Tónlistarfélagið reiðubúið til viðræðna um áframhaldandi leigu. 


Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við bréfritara um áframhaldandi leigu fyrir yfirstandandi skólaár.


 


6. Bréf Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. - Uppkaup húsa við Árvelli í Hnífsdal. 


Lagt fram bréf frá Fasteignum Ísafjarðarbæjar ehf., dagsett 12. október s.l., þar sem fram kemur að á fundi stjórnar FastÍs þann 12. október s.l., var framkvæmdastjóra falið að leita eftir við Ísafjarðarbæ, að ráðist verði í uppkaup á húseignum félagsins við Árvelli í Hnífsdal hið fyrsta.  Þess er vænst að hægt verði að ganga frá þessum málum fyrir komandi áramót.


Með vísan til fundar er haldinn var með íbúum í Hnífsdal í september s.l., um framtíð húsanna við Árvelli í Hnífsdal, leggur bæjarráð til við bæjarstjórn, að í tengslum við uppkaup Ofanflóðasjóðs á ofangreindum eignum, verði leitað heimildar Ofanflóðasjóðs á niðurrifi húseignanna, sem og að tryggð verði hönnun og frágangur á svæðinu að niðurrifi loknu.



7. Bréf fjármálastjóra. - Stofnkostnaður svæðissjúkrahúsa.  2006-09-0094.


Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 6. október s.l., þar sem hann svarar fyrirspurn frá 495. fundi bæjarráðs, þar sem óskað var upplýsinga um hvort bæjarsjóður eigi inneign hjá ríkissjóði vegna úrskurðar nýfallins gerðardóms á ágreiningi sveitarfélaga og ríkissjóðs, um þátttöku Ísafjarðarbæjar í stofnkostnaði svæðissjúkrahúsa.


Í bréfi fjármálastjóra kemur fram að Ísafjarðarbær hefur ekki tekið þátt í kostnaði vegna þessa.


Lagt fram til kynningar.


 


8. Bréf Leiðar ehf. - Hámarkshraði á þjóðvegi 61.  2006-10-0055.


Lagt fram bréf Leiðar ehf., Bolungarvík, dagsett 9. október s.l., er varðar hámarkshraða á þjóðvegi 61, Djúpvegi, um Hnífsdal, Krók og Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði.  Almennt um ökuhraða innan þéttbýlis á Ísafirði og annars staðar á norðanverðum Vestfjörðum.  Í bréfinu er óskað eftir að Ísafjarðarbær hlutist til um eða taki afstöðu til, að hækkaður verði leyfður hámarkshraði í og við þéttbýli í Ísafjarðarbæ.


Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.



9. Samb. ísl. sveitarf. - Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn.


Lögð fram drög að dagskrá frá Samb. ísl. sveitarf. vegna námskeiðs fyrir sveitarstjórnarmenn, sem fyrirhugað er að halda hér á Ísafirði dagana 4. og 5. nóvember 2006. 


Lagt fram til kynningar.



10. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 20. landsþings sambandsins.


Lögð fram fundargerð 20. landsþings Samb. ísl. sveitarf. er haldið var á Akureyri dagna 27. 28. og 29. september s.l., í íþróttahöllinni á Akureyri.  Á þinginu var Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, kjörinn formaður Samb. ísl. sveitarf. til næstu fjögurra ára.


Lagt fram til kynningar.


 


11. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 737. stjórnarfundar.


Lögð fram 737. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá fundi er haldinn var þann 27. september s.l., á Hótel KEA á Akureyri.


Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:00.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs.


Svanlaug Guðnadóttir.    


Magnús Reynir Guðmundsson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?