Bæjarráð - 496. fundur - 2. október 2006

Þetta var gert:



1. Fundargerðir nefnda.


Atvinnumálanefnd 27/9.  67. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


3. liður.  Bæjarráð vísar þessum lið til hafnarstjórnar til skoðunar.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Íþrótta- og tómstundanefnd 27/9.  65. fundur.


Fundargerðin er í átta liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Umhverfisnefnd 27/9.  240. fundur.


Fundargerðin er í tólf liðum.


3. liður.  Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum um staðsetningu lóðarstækkunarinnar.


7. liður.  Bæjarráð óskar eftir að fyrir liggi skilgreining sú, sem um getur í afgreiðslu umhverfisnefndar, áður en ákvörðun verður tekin í bæjarstjórn.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.   



2. Bréf rekstrarstjórnar Stjórnsýsluhúss. - Kostnaður vegna viðgerða. 2006-09-0110.


Lagt fram bréf frá rekstrarstjórn Stjórnsýsluhúss á Ísafirði dagsett 25. september s.l., þar sem gerð er grein fyrir kostnaðarsömum viðgerðum utanhúss á Stjórnsýsluhúsinu,  kostnaði upp á kr. 2.875.781.-.  Þar sem rekstrarstjórnin hefur ekki þá fjármuni af rekstrargjöldum, til að mæta þessum kostnaði, er óskað eftir aukafjárveitingu eigenda vegna þessa.  Í hlut Ísafjarðarbæjar koma til greiðslu kr. 691.568.-.


Bæjarráð samþykkir greiðslu til rekstrarstjórnar að upphæð kr. 691.568.- með vísan til 3. liðar í þessari fundagerð bæjarráðs.  


 


3. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006.


Lagt fram yfirlit frá fjármálastjóra dagsett 27. september s.l., yfir erindi sem vísað hefur verið til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2006 ofl.  Samkvæmt spá fjármálastjóra er áætluð fjárvöntun á árinu kr. 147 milljónir, þar af kr. 74 milljónir vegna hærri rekstrargjalda að teknu tilliti til breytinga á rekstrartekjum, kr. 31 milljón vegna aukinna fjárfestinga, kr. 30 milljónir vegna sölu eigna, sem ekki hefur af orðið og kr. 12 milljónir vegna langra lána og áfallinna ábyrgða.  


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að veitt verði heimild, til að fjármagna fjárvöntun ársins 2006 með viðbótar lántökum á árinu.



4. Vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2007.


Lögð fram drög að vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2007, en stemmt er að því, að ný fjárhagsáætlun verði samþykkt fyrir jól.


Bæjarráð samþykkir framlagt vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2007.



5. Bréf bæjartæknifræðings. - Tilfærslur fjármagns innan fjárhagsáætlunar 2006.   2005-04-0035.


Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 28. september s.l., þar sem hann óskar heimilda til flutnings fjármagns á milli framkvæmdaliða í fjárhagsáætlun ársins 2006.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að umbeðnar heimildir bæjartæknifræðings verði samþykktar. 


 


6. Minnisblað bæjarritara. - Grjótnáma á Dagverðardal.  2006-08-0018.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 28. september s.l., er varðar beiðni bæjarráðs frá 495. fundi, um frekari gögn varðandi væntanlegan samning við KNH ehf., um grjótnámu á Dagverðardal í Skutulsfirði.  Umbeðin gögn fylgja minnisblaðinu.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við KNH ehf., þar sem gjaldskrárákvæði og uppsagnarákvæði eru betur skilgreind.



7. Bréf hafnarstjóra. - Almenningssalerni í Ísafjarðarbæ.


Lagt fram bréf frá Guðmundi M. Kristjánssyni, hafnarstjóra, dagsett 27. september s.l., þar sem hann greinir frá, að á stjórnarfundi hjá samtökunum Cruise Iceland þann 15. september s.l., hafi m.a. komið fram að víðast hvar er almenningssalernum mjög ábótavant, á þeim áfangastöðum á Íslandi, þar sem skemmtiferðaskip koma og er það helsta umkvörtunaarefni farþega.  Það er einlæg áskorun Cruise Iceland, að þau sveitarfélög, sem taka á móti skemmtiferðaskipum taki þessi mál til alvarlegrar skoðunar og hugi að uppbyggingu vegna þessara mála í og við miðbæjarkjarna.  Bréfinu fylgir yfirlit um væntanlegar komur skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar sumarið 2007 og samantekt fyrir árin 2003-2006.


Bæjarráð felur hafnarstjóra og bæjartæknifræðing að skoða málið.



8. Minnisblað Alta. - Íbúaþing í Ísafjarðarbæ.  2004-05-0075.


Lagt fram minnisblað frá Alta ehf., Reykjavík, er stjórnaði íbúaþingi í Ísafjarðarbæ þann 21. maí 2005.  Í bréfinu kemur fram samantekt af endurmatsfundi er haldinn var hér á Ísafirði þann 19. september s.l.  Fundinn sátu ráðgjafar frá Alta, þær Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Ásdís H. Theodórsdóttir, en af hálfu Ísafjarðarbæjar þeir Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur og Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamála- fulltrúi.


Bæjarráð vísar minnisblaðinu til atvinnumálanefndar og umhverfisnefndar.



9. Bréf dóms- og kirkjumálaráðuneytis. - Almannavarnanefndir Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps.  2006-09-0112.


Lagt fram afrit bréfs frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti dagsett 24. september s.l., til sýslumannsins á Ísafirði, þar sem fram kemur staðfesting á heimild til að sameina almannavarnanefndir Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps.  Í bréfinu kemur jafnframt fram, að ákveðið hefur verið að lögreglustjórinn á Ísafirði starfi með nefndinni.


Bæjarráð vísar bréfinu til almannavarnarnefndar Ísafjarðarbæjar. 



10. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Menningarráð Vestfjarða. 2006-09-0108.


Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 26. september s.l., er varðar tilnefningar í Menningarráð Vestfjarða.  Á 51. Fjórðungsþingi Vestfirðinga var stjórn FV falið að óska eftir tilnefningum í Menningarráð í samræmi við drög að menningarsamningi milli vestfirskra sveitarfélaga og menntamálaráðuneytisins.  Óskað er eftir tilnefningu tveggja fulltrúa frá Ísafjarðarbæ.


Jafnframt er óskað eftir að sveitarfélögin gefi upplýsingar um framlög sín til menningarmála síðustu tvö árin.  Í bréfinu kemur fram á hvern hátt framlög skuli skilgreind.


Bæjarráð vísar bréfinu til menningarmálanefndar Ísafjarðarbæjar er komi með tillögu um fulltrúa  og taki saman upplýsingar um framlög Ísafjarðarbæjar.



11. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar. 2006-04-0028.


Lagt fram bréf heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 25. september 2006, ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar frá 22. september s.l.


Lagt fram til kynningar.



12. Bréf félagsmálaráðuneytis. - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.  2006-09-0119.


Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytis, Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dagsett 22. september s.l., er hefur að geyma upplýsingar um reglur um ráðstöfun 700 millj. kr. aukaframlags 2006, framlag vegna íbúafækkunar, uppgjör framlags vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2006, tekjujöfnunarframlag 2006 og útgjaldajöfnunarframlags.


Lagt fram til kynningar.


Í lok fundar bæjarráðs lagði Sigurður Pétursson, bæjarráðsmaður, fram svohljóðandi fyrirspurning til bæjarstjóra.


1. Hvað líður athugun þeirri sem bæjarráð samþykkti síðastliðið sumar, að gerð yrði á úttektum þeim, sem fram hafa farið vegna leyfisveitinga til veitingastaðarins Langa Manga?


2. Hvenær má vænta þess að umrædd athugum verði lögð fyrir bæjarráð?


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17.48.


 


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.     


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?