Bæjarráð - 495. fundur - 25. september 2006

Þetta var gert:1. Forvarnir í víðum skilningi barnaverndarnefndar.


Til fundar við bæjarráð er mætt Laufey Jónsdóttir, formaður barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.  Tilefnið er bréf forstöðumanns Skóla- og fjölskyldu- skrifstofu frá 15. september s.l., er var lagt fram á 494. fundi bæjarráðs og varðar forvarnir í víðum skilningi barnaverndarnefndar. Laufey gerði bæjarráði nákvæma grein fyrir hugmyndum barnaverndarnefndar varðandi ofangreint málefni.


Bæjarráð samþykkir að senda félagsmálanefnd, fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd upplýsingar um ofangreint erindi til umsagnar. 2. Endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2006.


Til fundar við bæjarráð eru mættir eftirtaldir sviðsstjórar Ísafjarðarbæjar þeir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur, Þórir Sveinsson, fjármálastjóri og Þorleifur Pálsson, bæjarritari, til viðræðna vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar ársins 2006.  Fjármálastjóri og aðrir sviðsstjórar fóru yfir stöðu deilda og stofnana í samanburði við fjárhagsáætlun 2006.


Bæjarráð felur fjármálastjóra og bæjarritara að leggja fyrir næsta bæjarráð yfirlit yfir erindi er vísað hafa verið til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2006. 3. Fundargerð nefndar.


Barnaverndarnefnd 21/9.  72. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.4. Bréf bæjarstjóra. - Samningur um vátryggingar. 


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 22. september s.l., varðandi núverandi samning Ísafjarðarbæjar við Vátryggingarfélag Íslands hf., um tryggingar bæjarins.  Samningurinn er með gildistíma frá 1. janúar 2005 í tvö ár, en framlengist um eitt ár í senn sé honum ekki sagt upp.  Óskað er eftir að farið verði með samninginn sem trúnaðarmál.


Bæjarráð samþykkir að segja samningnum við Vátryggingarfélag Íslands hf. upp og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.5. Bréf fjármálastjóra. - Sorpeyðingargjöld á Miðfell hf.  2006-07-0031.


Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 14. september s.l., er varðar sorpeyðingargjöld lögð á Miðfell hf., Ísafirði, beiðni fyrirtækisins um endurskoðun og bókun bæjarráðs frá 487. fundi, þar sem óskað var umsagnar fjármálastjóra um erindið.


Í bréfi fjármálastjóra kemur fram að ekki séu haldbær rök fyrir að mæla með endurskoðun á flokkun fyrirtækisins í annan sorpflokk en núverandi.


Bæjarráð hafnar afturvirkum breytingu á sorpeyðingargjöldum Miðfells hf., en felur stöðvarstjóra Funa, að kanna hvort mat á fyrirtækinu í 11. flokk á enn við.  


 


6. Bréf sauðfjárbænda innan BSV. - Veiðar á ref og mink.  2006-09-0087.


Lagt fram bréf frá Karli Kristjánssyni, formanni sauðfjárbænda innan BSV, dagsett 6. september s.l., vegna áskorunar frá aðalfundi deildar sauðfjárbænda innan BSV, þar sem skorað var á sveitarfélög og ríki, að auka fjármagn til veiða á ref og mink og beita öllum tiltækum ráðum, til að stemma stigu við fjölgun þeirri, sem orðið hefur á undanförnum árum.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði, er sendir erindið til landbúnaðarnefndar.7. Bréf stjórnar Byggðasafns Vestfjarða. - Erindi HG um byggingu á frystigeymslu við Árnagötu á Ísafirði. 


Lagt fram bréf frá stjórn Byggðasafns Vestfjarða dagsett 21. september s.l., með álitsgerð stjórnar Byggðasafns Vestfjarða varðandi umsókn Hraðfrystihússins Gunnvarar hf., um leyfi til stækkunar á frystigeymsu félagsins við Árnagötu 1, Ísafirði.  Í bréfinu kemur m.a. fram, að það sé álit stjórnar BV og forstöðumanns safnsins, að með þessari stækkun muni götulína Suðurgötu raskast og fyrirhuguð bygging eyðileggja mynd friðlýstu húsanna í Neðstakaupstað séð frá Mjósundum.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til umhverfisnefndar.8. Bréf Önfirðingafélagsins. - Styrkbeiðni. 


Lagt fram tölvubréf frá Birni Inga Björnssyni, vegna Önfirðingafélagsins í Reykjavík, dagsett 22. september s.l., varðandi styrkbeiðni til útgáfu ársrits félagsins fyrir árin 2005 - 2006.  Óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 100.000.-.


Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.9. Minnisblað bæjarritara. - Beiðni um lögheimilisskráningu í sumarbústað.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 21. september s.l., vegna beiðni íbúa í Ísafjarðarbæ, um skráningu lögheimilis í sumarbústað í sveitarfélaginu.  Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá, þarf samþykki sveitarstjórnar til slíkrar lögheimilisskráningar.


Bæjarráð óskar umsagnar bæjarlögmanns á málinu. 10. Grjótnám á Dagverðardal. - Samningsdrög við KNH ehf.  2006-08-0018.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 22. september s.l., ásamt þeim gögnum er bæjarráð óskaði eftir á 494. fundi sínum þann 18. september s.l., varðandi umfjöllum umhverfisnefndar á 239. fundi um grjótnámu á Dagverðardal og hugsanlega samninga við fyrirtækið KNH ehf., um rekstur námunnar.


Bæjarráð óskar eftir tillögu að gjaldskrá fyrir selt efni, áður en tekin er afstaða til erindisins.11. Bréf Lögsýnar ehf. - Áritun byggingarfulltrúa á loftmynd af jörðinni Lækjarósi í Dýrafirði.  2006-04-0064.


Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett 5. september s.l., þar sem m.a. er spurst fyrir um hvort byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar hafi áritað hnitsetta loftmynd er fylgdi kaupsamningi og afsali, dagsettu 27. október s.l., vegna jarðarinnar Lækjarós, Dýrafirði, sem þinglýst var hjá embætti sýslumannsins á Ísafirði 16. nóvember 2005.


Þar sem fyrir liggur að byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar hefur áritað  ofangreinda loftmynd, óskar bæjarráð umsagnar bæjarlögmanns á hvað felst í áritun byggingar-fulltrúa Ísafjarðarbæjar. 12. Bréf Sigurjóns Jónassonar. - Lóðaleiga Fjarðargötu 72, Þingeyri. 2005-01-0065.


Lagt fram bréf undirritað af Helga M. Gunnarssyni, fyrir hönd Sigurjóns Jónassonar, dagsett 15. september s.l., þar sem fallist er á tillögu Ísafjarðarbæjar vegna uppgjörs á ágreiningi um innheimta lóðaleigu af Fjarðargötu 72, Þingeyri.


Bæjarráð samþykkir samkomulagið og felur fjármálastjóra að ganga frá málinu.


 


13. Minnisblað forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu. - Aðsókn að skólamötuneyti ofl.  2006-08-0030.


Lagt fram minnisblað frá Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur, forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu, dagsett 22. september s.l., þar sem hún svarar fyrirspurn bæjarráðs frá 21. ágúst s.l., um aðsókn að mötuneyti Grunnskólans á Ísafirði, nýtingu þess, kostnaði og tekjum.


Lagt fram til kynningar.14. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Niðurstaða gerðardóms um stofnkostnað. 2006-09-0094.


Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 20. september s.l., þar sem greint er frá niðurstöðum gerðardóms um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna stofnkostnaðar, meiri háttar viðhalds og tækjakaupa svæðissjúkrahúsa, deildarsjúkrahúsa og almennra sjúkrahúsa.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði, sem  felur fjármálastjóra að kanna hvort bæjarsjóður eigi inneign hjá ríkinu vegna úrskurðar gerðadóms.15. Bréf bæjarstjóra. - Götulýsing - myrkvun.  


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 22. september s.l., er varðar beiðni stjórnar Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, um að slökkt yrði á götuljósum og öðrum ljósum í eigu sveitarfélagsins þann 28. september n.k. milli kl. 22.00 og 22:30.  Í bréfinu greinir bæjarstjóri frá svörum Orkubús Vestfjarða varðandi framkvæmd á ofangreindri beiðni.


Lagt fram til kynningar.16. Bréf bæjarstjóra. - Fundur með fjárlaganefnd 26. september n.k.


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 22. september s.l., varðandi fyrirhugaðan fund með fjárlaganefnd Alþingis þann 26. september n.k. og yfirlit yfir þau málefni er m.a. yrðu rædd á þeim fundi.


Lagt fram til kynningar.


  


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:00.


     


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.     


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?