Bæjarráð - 492. fundur - 4. september 2006


Þetta var gert:

1. Bréf forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu. ? Húsnæðismál félgasmiðstöðvar á Ísafirði og Þingeyri.  2006-09-0011.


Lagt fram bréf Ingibjargar Maríu Guðmundsdóttur, forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, dagsett 1. september s.l., varðandi húsnæðismál félagsmiðstöðva á Ísafirði og Þingeyri.  Í bréfinu er bent á nokkra staði á Ísafirði er til greina geta komið fyrir starfsemi félagsmiðstöðvar. Á Þingeyri er rætt um að farið verði í Kaupfélagshúsið. Eftirtaldir mættu á fund bæjarráðs. Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur, Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Erik Newman, starfsmaður félagsmiðstöðvar á Ísafirði.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að farið verði í framkvæmdir við breytingar á kjallara Sundhallar að Austurvegi á Ísafirði, þannig að þar verði fyrir komið starfsemi félagsmiðstöðvar á Ísafirði, starfsemi dægradvalar GÍ og annarri tengdri starfsemi.  2. Fundargerð nefndar.


Barnaverndarnefnd 24/8.  71. fundur


Fundargerðin er í sex liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 11/8.  15. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.  


Félagsmálanefnd 29/8.  271. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Menningarmálanefnd 28/8.  125. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


2. liður.  Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Elfar Loga Hannesson.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


3. Bréf bæjarstjóra. - Sérfræðiúttekt á Funa.  


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 1. september s.l., þar sem hann, í framhaldi af svari sínu á fundi bæjarstjórnar þann 31. ágúst varðandi sorpeyðingarstöðina Funa, leggur til að gerð verði sérfræðiúttekt á starfsemi Funa.


Bæjarráð felur bæjartæknifræðinga að undirbúa slíka sérfræðiúttekt á Funa.4. Bréf Bæjarstjóra. - Nefnd um endurskoðun bæjarmálasamþykktar.


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 1. september s.l., þar sem hann m.a. bendir á nauðsyn þess að farið verði í endurskoðun á bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar og að skipuð verði nefnd til þess verks.  Í nefndinni eigi sæti fulltrúar þeirra flokka sem skipa bæjarstjórn, sem og lögfræðingur og fulltrúi starfsmanna í stjórnsýslunni.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að nefndina skipi Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráð og Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarfulltrúi.  Með nefndinni starfi lögfræðingur og fulltrúi starfsmanna í stjórnsýslunni.5. Bréf Glitnis banka hf. - Tilboð í bankaviðskipti Ísafjarðarbæjar.  2006-08-0073.


Lagt fram bréf frá Glitni banka hf., dagsett 28. ágúst s.l., þar sem m.a. er hvatt til að Ísafjarðarbær láti fara fram útboð á bankaþjónustu og að Glitnir lýsir sig reiðubúinn til að senda Ísafjarðarbæ bindandi tilboð í bankaviðskipti þegar magntölur liggja fyrir.  Óskað er eftir skriflegri afstöðu bæjarstjórnar við bréfinu.


Bæjarráð óskar umsagnar fjármálastjóra um erindið, umsögn er lögð verði fyrir næsta fund bæjarráðs.6. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar tímabilið janúar - júlí 2006.


Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 30. ágúst s.l., mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar tímabilið janúar-júlí 2006.


Lagt fram til kynningar. 


  


7. Bréf Golfklúbbsins Glámu, Þingeyri. - Beiðni um styrk.  2006-08-0057.


Lagt fram bréf frá Golfklúbbnum Glámu á Þingeyri dagsett 22. ágúst s.l., þar sem stuttlega er skýrt frá starfsemi klúbbsins á þessu ári.  Í bréfinu er jafnframt óskað eftir stuðningi frá Ísafjarðarbæ við að greiða starfsmanni laun sumarið 2006, alls                   kr. 1.250.000.-.


Bæjarráð hafnar erindi Glámu um umbeðinn styrk á árinu 2006.  Bæjarráð vísar bréfinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umfjöllunar vegna samræmingar á rekstrarframlögum til íþróttafélaganna.    

8. Afrit bréfs Súðavíkurhrepps til Bolungarvíkurkaupstaðar. - Náttúrustofa  Vestfjarða.  2006-06-0001.


Lagt fram afrit af bréfi Súðavíkurhrepps til Bolungarvíkurkaupstaðar dagsett 24. ágúst s.l., er varðar hugsanlega aðkomu Súðavíkurhrepps að rekstri Náttúrustofu Vestfjarða.  Í bréfinu kemur fram að sveitarstjórn tekur jákvætt í að koma að rekstri NV ásamt Ísafjarðarbæ og er oddvita falið að ræða við bæjarstjóra Ísagfjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar um aðkomu sveitarfélagana að NV.


Lagt fram til kynningar.9. Bréf Varasjóðs húsnæðismála. -  2006-08-0053.


Lagt fram bréf frá Varasjóði húsnæðismála dagsett 23. ágúst s.l., bréf sem sent er öllum sveitarstjórnum til upplýsingar um starfsemi Varasjóðsins í kjölfar sveitarstjórnarkosninga nú s.l. vor.


Bæjarráð vísar bréfinu til Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., til kynningar.10. Fundarboð vegna stöðu landbúnaðar og úrvinnslustöðva í Norðvestur- og Norðausturkjördæmum í atvinnu- og byggðamálum.  2006-08-0057.


Lagt fram fundarboð vegna fundar er haldinn verður á Hótel KEA á Akureyri fimmtudaginn 7. september n.k., um mikilvægi landbúnaðar og úrvinnslustöðva í Norðvestur- og Norðausturkjördæmum í atvinnu- og byggðamálum.


Lagt fram til kynningar.11. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 735. stjórnarfundar.


Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 735. fundi er haldinn var að Borgartúni 30, Reykjavík, þann 23. júní s.l.


Lagt fram til kynningar.12. Bréf bæjarstjóra. - Kynning að stöðu mála vegna Árvalla í Hnífsdal.


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett þann 1. september s.l., þar sem hann gerir grein fyrir stöðu mála vegna þeirra húseigna er standa við Árvelli í Hnífsdal.


Bæjarráð samþykkir, að haldinn verði opinn íbúafundur í Hnífsdal um framtíð húseigna við Árvelli í Hnífsdal.13. Bréf Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ. - Tilnefning fulltrúa í starfshóp um byggingu hjúkrunarheimilis.  2005-02-0076.


Lagt fram bréf frá Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ dagsett 30. ágúst s.l., þar sem tilkynnt er að Hörður Högnason, hjúkrunarfræðingur, hefur verið tilnefndur fulltrúi Heilbrigðisstofnunarinnar í starfshóp um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.


Lagt fram til kynningar. 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:00.


 


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.     


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?