Bæjarráð - 492. fundur - 4. september 2006


Þetta var gert:





1. Bréf forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu. ? Húsnæðismál félgasmiðstöðvar á Ísafirði og Þingeyri.  2006-09-0011.


Lagt fram bréf Ingibjargar Maríu Guðmundsdóttur, forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, dagsett 1. september s.l., varðandi húsnæðismál félagsmiðstöðva á Ísafirði og Þingeyri.  Í bréfinu er bent á nokkra staði á Ísafirði er til greina geta komið fyrir starfsemi félagsmiðstöðvar. Á Þingeyri er rætt um að farið verði í Kaupfélagshúsið. Eftirtaldir mættu á fund bæjarráðs. Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur, Jón Björnsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Erik Newman, starfsmaður félagsmiðstöðvar á Ísafirði.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að farið verði í framkvæmdir við breytingar á kjallara Sundhallar að Austurvegi á Ísafirði, þannig að þar verði fyrir komið starfsemi félagsmiðstöðvar á Ísafirði, starfsemi dægradvalar GÍ og annarri tengdri starfsemi.  



2. Fundargerð nefndar.


Barnaverndarnefnd 24/8.  71. fundur


Fundargerðin er í sex liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 11/8.  15. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.  


Félagsmálanefnd 29/8.  271. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Menningarmálanefnd 28/8.  125. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


2. liður.  Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Elfar Loga Hannesson.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


3. Bréf bæjarstjóra. - Sérfræðiúttekt á Funa.  


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 1. september s.l., þar sem hann, í framhaldi af svari sínu á fundi bæjarstjórnar þann 31. ágúst varðandi sorpeyðingarstöðina Funa, leggur til að gerð verði sérfræðiúttekt á starfsemi Funa.


Bæjarráð felur bæjartæknifræðinga að undirbúa slíka sérfræðiúttekt á Funa.



4. Bréf Bæjarstjóra. - Nefnd um endurskoðun bæjarmálasamþykktar.


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 1. september s.l., þar sem hann m.a. bendir á nauðsyn þess að farið verði í endurskoðun á bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar og að skipuð verði nefnd til þess verks.  Í nefndinni eigi sæti fulltrúar þeirra flokka sem skipa bæjarstjórn, sem og lögfræðingur og fulltrúi starfsmanna í stjórnsýslunni.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að nefndina skipi Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráð og Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarfulltrúi.  Með nefndinni starfi lögfræðingur og fulltrúi starfsmanna í stjórnsýslunni.



5. Bréf Glitnis banka hf. - Tilboð í bankaviðskipti Ísafjarðarbæjar.  2006-08-0073.


Lagt fram bréf frá Glitni banka hf., dagsett 28. ágúst s.l., þar sem m.a. er hvatt til að Ísafjarðarbær láti fara fram útboð á bankaþjónustu og að Glitnir lýsir sig reiðubúinn til að senda Ísafjarðarbæ bindandi tilboð í bankaviðskipti þegar magntölur liggja fyrir.  Óskað er eftir skriflegri afstöðu bæjarstjórnar við bréfinu.


Bæjarráð óskar umsagnar fjármálastjóra um erindið, umsögn er lögð verði fyrir næsta fund bæjarráðs.



6. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar tímabilið janúar - júlí 2006.


Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 30. ágúst s.l., mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar tímabilið janúar-júlí 2006.


Lagt fram til kynningar. 


  


7. Bréf Golfklúbbsins Glámu, Þingeyri. - Beiðni um styrk.  2006-08-0057.


Lagt fram bréf frá Golfklúbbnum Glámu á Þingeyri dagsett 22. ágúst s.l., þar sem stuttlega er skýrt frá starfsemi klúbbsins á þessu ári.  Í bréfinu er jafnframt óskað eftir stuðningi frá Ísafjarðarbæ við að greiða starfsmanni laun sumarið 2006, alls                   kr. 1.250.000.-.


Bæjarráð hafnar erindi Glámu um umbeðinn styrk á árinu 2006.  Bæjarráð vísar bréfinu til íþrótta- og tómstundanefndar til umfjöllunar vegna samræmingar á rekstrarframlögum til íþróttafélaganna.    





8. Afrit bréfs Súðavíkurhrepps til Bolungarvíkurkaupstaðar. - Náttúrustofa  Vestfjarða.  2006-06-0001.


Lagt fram afrit af bréfi Súðavíkurhrepps til Bolungarvíkurkaupstaðar dagsett 24. ágúst s.l., er varðar hugsanlega aðkomu Súðavíkurhrepps að rekstri Náttúrustofu Vestfjarða.  Í bréfinu kemur fram að sveitarstjórn tekur jákvætt í að koma að rekstri NV ásamt Ísafjarðarbæ og er oddvita falið að ræða við bæjarstjóra Ísagfjarðarbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar um aðkomu sveitarfélagana að NV.


Lagt fram til kynningar.



9. Bréf Varasjóðs húsnæðismála. -  2006-08-0053.


Lagt fram bréf frá Varasjóði húsnæðismála dagsett 23. ágúst s.l., bréf sem sent er öllum sveitarstjórnum til upplýsingar um starfsemi Varasjóðsins í kjölfar sveitarstjórnarkosninga nú s.l. vor.


Bæjarráð vísar bréfinu til Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., til kynningar.



10. Fundarboð vegna stöðu landbúnaðar og úrvinnslustöðva í Norðvestur- og Norðausturkjördæmum í atvinnu- og byggðamálum.  2006-08-0057.


Lagt fram fundarboð vegna fundar er haldinn verður á Hótel KEA á Akureyri fimmtudaginn 7. september n.k., um mikilvægi landbúnaðar og úrvinnslustöðva í Norðvestur- og Norðausturkjördæmum í atvinnu- og byggðamálum.


Lagt fram til kynningar.



11. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 735. stjórnarfundar.


Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 735. fundi er haldinn var að Borgartúni 30, Reykjavík, þann 23. júní s.l.


Lagt fram til kynningar.



12. Bréf bæjarstjóra. - Kynning að stöðu mála vegna Árvalla í Hnífsdal.


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett þann 1. september s.l., þar sem hann gerir grein fyrir stöðu mála vegna þeirra húseigna er standa við Árvelli í Hnífsdal.


Bæjarráð samþykkir, að haldinn verði opinn íbúafundur í Hnífsdal um framtíð húseigna við Árvelli í Hnífsdal.



13. Bréf Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ. - Tilnefning fulltrúa í starfshóp um byggingu hjúkrunarheimilis.  2005-02-0076.


Lagt fram bréf frá Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ dagsett 30. ágúst s.l., þar sem tilkynnt er að Hörður Högnason, hjúkrunarfræðingur, hefur verið tilnefndur fulltrúi Heilbrigðisstofnunarinnar í starfshóp um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.


Lagt fram til kynningar. 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:00.


 


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.     


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?