Bæjarráð - 489. fundur - 8. ágúst 2006

Þetta var gert:



1. Fundargerðir nefnda.


Hafnarstjórn 26/7.  117. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Umhverfisnefnd 2/8.  237. fundur.


Fundargerðin er í nítján liðum.


3. liður.   Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


4. liður.   Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


5. liður.   Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


6. liður.   Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


7. liður.   Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


8. liður.   Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


9. liður.   Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


10. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


12. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


13. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


17. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


18. liður. Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 3-0.



2. Minnisblað bæjarritara ? deiliskipulag á Tunguskeiði, Ísafirði.


Lagt fram minnisblað Þorleifs Pálssonar, bæjarritara, dagsett 2. ágúst sl. ásamt fylgigögnum, varðandi deiliskipulag á Tunguskeiði, erfðafestu og leiguland Efri-Tungu og samkomulag frá 31. júlí 2006 á milli Ísafjarðarbæjar og Jóhanns P. Ragnarssonar um framkvæmdir við Birkilund, Furulund og Hnotulund.


Bæjarráð staðfestir samkomulagið.


 


3. Fasteignasalan Lyngvík ? forkaupsréttur á Sundstræti 11. 2006-08-0007.


Lagt fram símbréf dagsett 1. ágúst sl. ásamt fylgigögnum frá Steinari S. Jónssyni, Fasteignasölunni Lyngvík, með ósk um að Ísafjarðarbær falli frá forkaupsrétti á fasteigninni Sundstræti 11, Ísafirði, fastanr. 212-0536.


Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti.



4. Minnisblað bæjarritara ? Vallargata 1, Þingeyri. ?Gram-verslunin?.  2006-07-0008.


Lagt fram minnisblað Þorleifs Pálssonar, bæjarritara, dagsett 27. júlí sl. ásamt fylgigögnum, varðandi kaup Svölu Pitt Lárusdóttur og David L.C. Pitt á fasteigninni Vallargötu 1, Þingeyri, s.n. ?Gram-verslun?.


Bæjarráð tekur vel í erindi bréfritara og felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.



5. Hafnarstjóri ? framkvæmdir á Ásgeirsbakka. 2006-06-0062.


Lagt fram bréf Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra, dagsett 26. júlí sl. ásamt fylgigögnum, varðandi niðurrekstur stálþils á Ásgeirsbakka, Ísafirði og fjármögnun verksins. Óskað er eftir 6,5 millj.kr. aukafjárveitingu, sem er hlutur Ísafjarðarhafna í viðbótarkostnaði við verkið,


Bæjarráð vísar erindinu til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2006.



6. Lögsýn ehf ? veitingastaðurinn Langi Mangi. 2005-11-0038.


Lagt fram bréf dagsett 21. júlí sl. frá Birni Jóhannessyni hdl, f.h. umbjóðenda síns Erlings Tryggvasonar Aðalstræti 24 Ísafirði, þar sem ítrekuð er beiðni um úttekt á húsnæði veitingarstaðarins Langa Manga við Aðalstræti 22, Ísafirði.


Bæjarráð bendir á að öll tilskilin leyfi til reksturs veitingarstaðarins Langa Manga liggja fyrir og byggja á úttektum þartil bærra aðila. Bæjarráð óskar eftir samantekt á nýlegum úttektum sem farið hafa fram.



7. Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi ? tillaga um úttekt á tjaldsvæðum.


Lögð fram tillaga frá Sigurði Péturssyni, bæjarfulltrúa Í-lista, dagsett 3. ágúst sl. um að gerð verði úttekt á tjaldsvæðum á vegum sveitarfélagsins og um reynslu af samningum um rekstur þeirra.Bæjarráð vísar erindinu til atvinnumálanefndar og óskar eftir umsögn.



8. Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi ? tillaga um aukafund í bæjarstjórn.


Lögð fram tillaga frá Sigurði Péturssyni, bæjarfulltrúa Í-lista, dagsett 3. ágúst sl. um að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar verði kölluð saman til aukafundar fimmtudaginn 17. ágúst nk.


Formaður bæjarráðs vísar til samþykktar á 205. fundi bæjarstjórnar frá 15. júní sl. þar sem samþykkt var með 9:0 að sumarleyfi bæjarstjórnar verði í júlí og ágúst og að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði 7. september nk. Jafnframt bendir hann á að heimild er í sveitarstjórnarlögum að aukafundur verði boðaður ef þriðjungur  bæjarstjórnar óskar þess.


Sigurður Pétursson, bæjarfulltrúi, óskaði að bókað verði:


?Á fundi sínum 15. júní síðastliðnum samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að fella niður fundi bæjarstjórnar í júlí og ágúst 2006 og fól bæjarráði að ráða málum til lykta fyrir hönd bæjarstjórnar þennan tíma samkvæmt 53. grein samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar. Meirihluti bæjarráðs ákvað á fundi 3. júlí að nýta sér breytingar frá 2004 sem gerðar hafa verið á sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998 til að ráða málum til lykta með meirihluta atkvæða, þegar um ágreining er að ræða um fjárhagsmál sveitarfélagsins. Af þessu tilefni og þar sem mikilsverð mál munu þurfa afgreiðslu á næstu vikum er rétt að farið sé að sveitarstjórnarlögum í öllum greinum. Í 15. grein sveitarstjórnarlaga segir að sveitarstjórn þar sem byggðarráð er kjörið skuli halda fundi eigi sjaldnar en mánaðarlega, en jafnframt að heimilt sé að fella niður fundi í allt að tvo mánuði yfir sumarið. Í ljósi þessa er eðlilegt að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar endurskoði ákvörðun sína og bæjarstjóra sé falið að kalla saman fund bæjarstjórnar þriðja fimmtudag ágústmánaðar, 17. ágúst næstkomandi. Hefur bæjarstjórn þar með verið í tvo mánuði í sumarleyfi. Kjörnir bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar hafa þar með tækifæri til að taka afstöðu til ákvarðana bæjarráðs áður en þær taka fullnaðargildi, ef um ágreiningsmál er að ræða.?



9. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.





Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:29.


Þórir Sveinsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.     


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?