Bæjarráð - 486. fundur - 10. júlí 2006

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.


Atvinnumálanefnd 4/7.  66. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


1. liður.  Bæjarráð samþykkir framlag til verkefnisins ,,Samskipti við Austur Græanland? að upphæð kr. 560.000.-.  Kostnaði er vísað


til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2006.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


Barnaverndarnefnd 4/7.  70. fundur.


Fundargerðin er í sex liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.2. Minnisblað bæjarritara. - Sparkvöllur og endurnýjun leiktækja í Holtahverfi. 


2006-04-0046.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett þann 6. júlí s.l., þar sem gerð er grein fyrir afgreiðslum nefnda á fyrirhuguðum sparkvelli með gervigrasi og endurnýjun leiktækja í Holtahverfi.   


Með minnisblaði bæjarritara er lögð fram kostnaðaráætlun tæknideildar Ísafjarðarbæjar varðandi sparkvöll og endurnýjun leiktækja, samtals að upphæð kr. 10,1 milljón.  Þáttur Ísafjarðarbæjar í þeim kostnaði er um kr. 7,5 milljónir, en þátttaka Íbúasamtaka Holtahverfis gæti orðið kr. 2,6 milljónir.


Ef fara á í framkvæmdir á þessu ári þarf bæjarráð að heimila þær, sem og að samþykkja fjárveitingu til framkvæmdanna nú.


Minnisblaðinu fylgir jafnfram afrit af bréfi Íbúasamtaka Holtahverfis frá 20. apríl 2006 varðandi þetta mál.


Bæjarráð samþykkir framkvæmdir og fjárveitingu til uppsetningar á sparkvelli með gervigrasi í Holtahverfi nú í sumar, sem og til endurnýjunar leiktækja á leikvelli hverfisins.  Kostnaður er kemur í hlut Ísafjarðarbæjar er áætluð allt að kr. 7,5 milljónir og vísar bæjarráð þeim kostnaði til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2006.


Bæjarráð gerir ráð fyrir að boð Íbúasamtaka Holtahverfis í bréfi þeirra dagsettu 20. apríl s.l. standi.  3. Bréf Fasteignamats ríkisins. - Endurmat olíugeyma.  2006-07-0023.


Lagt fram bréf frá Fasteignamati ríkisins dagsett 4. júlí s.l., er varðar endurmat olíugeyma í eigu Olíudreifingar ehf. og breytingum á gildistöku þess mats.


Bæjarráð vísar bréfinu til fjármálastjóra.4. Bréf Svölu Pitt Lárusdóttur og David L.C. Pitt. - Vallargata 1, Þingeyri,


,,hús Gramverslunarinnar?.  2006-07-0008.


Lagt fram bréf Svölu Pitt Lárusdóttur og David L.C. Pitt, Skildinganesi 40, Reykjavík, dagsett þann 2. júlí 2006.  Í bréfinu er falast eftir kaupum á Vallargötu 1, Þingeyri, ,,húsi Gramverslunarinnar?, sem er í eigu Ísafjarðarbæjar.  Tilgangur kaupanna er að koma húsinu í upprunalegt horf og finna því hlutverk.


Bæjarráð felur bæjarritara að ræða við bréfritara.5. Bréf kvenfélags Mosvallahrepps og kvenfélagsins Brynju á Flateyri. - Beiðni um styrk.  2006-07-0019.


Lagt fram bréf frá kvenfélagi Mosvallahrepps og kvenfélaginu Brynju, Flateyri, dagsett 5. júlí s.l., þar sem félögin óska eftir stuðningi Ísafjarðarbæjar við að halda ársfund Sambands vestfirskra kvenna á Flateyri dagana 9. og 10. september n.k., en búist er við 30-40 þátttakendum.


Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 100.000.-, sem færist á liðinn 21-81-995-1 í fjárhagsáætlun 2006. 6. Bréf Guðmundar Hjaltasonar. - Umsókn um vínveitingaleyfi fyrir kaffihúsið Langa Manga á Ísafirði.  2006-07-0020.


Lagt fram bréf frá Guðmundi Hjaltasyni, Fjarðarstræti 39, Ísafirði, dagsett þann 6. júlí s.l., þar sem hann óskar eftir endurnýjun á vínveitingaleyfi fyrir kaffihúsið Langa Manga, Aðalstræti 22, Ísafirði.  Sótt er um vínveitingaleyfi til eins árs.  Í bréfinu kemur fram að í gildi er veitingaleyfi til staðarins til 13. mars 2007 og skemmtanaleyfi með gildistíma til 29. júní 2007.


Bæjarráð samþykkir að gefið verði út vínveitingaleyfi til 13. mars 2007 eða til sama tíma og veitingaleyfi gildir.7. Afrit af bréfi Strandabyggðar til samgönguráðherra. - Vegaframkvæmdir á Vestfjörðum.  2006-07-0004.


Lagt fram afrit af bréfi Strandabyggðar til Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra, dagsett 5. júlí s.l., þar sem sveitarstjórnin mótmælir harðlega fyrirhuguðum aðgerðum stjórnvalda um að fresta öllum vegaframkvæmdum á Vestfjörðum, vegna þenslu í efnahagskerfi landsins.


Lagt fram til kynningar.


Jafnframt er lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 7. júlí s.l., er barst í dag, ásamt ályktun stjórnar Fjórðungssambands Vestfjarða vegna ákvörðunar ríkisstjórnar um ,,Sérstakar aðgerðir til þess að draga úr þenslu?. 8. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla, rekstur og fjárfestingar í janúar- maí 2006.   2006-05-0073.


Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 3. júlí s.l., mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar hjá Ísafjarðarbæ tímabilið janúar - maí 2006.


Lagt fram til kynningar.9. Bréf Umhverfisstofnunar. - Tillaga að starfsleyfi fyrir Funa og urðunarstað fyrir óbrennanlegan úrgang.  2006-07-0022. 


Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dagsett 6. júlí s.l., varðandi tillögu að starfsleyfi fyrir sorpbrennsluna Funa í Engidal og urðunarstað fyrir óbrennanlegan úrgang við Klofning í Önundarfirði.  Óskað er eftir að tillagan liggi frammi til kynningar á tímabilinu frá 7. júlí til 1. september n.k.  Bréfinu fylgir afrit af auglýsingu ásamt tillögu að starfsleyfi.


Bæjarráð vísar tillögunni til umhverfisnefndar til skoðunar.  


  


10. Bréf umhverfisráðuneytis. - Endurskoðun gildandi skipulags- og byggingarlaga. 


2006-07-0013.


Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 30. júní s.l., þar sem fram kemur að nefndir á vegum umhverfisráðuneytis hafa unnið að endurskoðun á gildandi skipulags- og byggingarlögum og unnið drög að frumvörpum um skipulags- og byggingarmálefni.  Drögin eru send til umsagnar og er gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum við frumvörpin fyrir 15. ágúst n.k.


Bæjarráð vísar drögum að frumvörpum til umsagnar umhverfisnefndar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:00.


  


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Ingi Þór Ágústsson.     


Sigurður Pétursson.

 Er hægt að bæta efnið á síðunni?