Bæjarráð - 485. fundur - 3. júlí 2006

Þetta var gert:





1. Bréf bæjartæknifræðings. - Sorphreinsun, urðun og gámasvæði í Ísafjarðarbæ. 


2005-10-0064.


Lagt fram að nýju bréf frá Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 4. júní s.l., þar sem fram kemur að af beiðni bæjartæknifræðings hefur Gámaþjónusta Vestfjarða lagt fram kostnaðartölur í sorphreinsun í Ísafjarðarbæ, urðun á óbrennanlegu sorpi, gámahreinsun í Ísafjarðarbæ og uppbyggingu á gámasvæðum á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri á þessu ári.  Bréfið var áður lagt fyrir 484. fund bæjarráðs þann 19. júní s.l. og málinu þar frestað til næsta fundar bæjarráðs.


Formaður bæjarráð kynnti breytingar á 39. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, frá árinu 2004, þar sem bæjarráð hefur sömu heimildir og bæjarstjórn ella í sumarleyfi bæjarstjórnar.  Á grundvelli þessarar lagabreytingar hefur bæjarráð heimild að ráða málum til lykta með meirihluta atkvæða.


Lagt er til að samið verði við Gámaþjónustu Vestfjarða til eins árs um eftirfarandi verkþætti:


      Sorphreinsun í Ísafjarðarbæ   kr. 15.975.792.-


      Tillagan samþykkt samhljóða.


      Urðun á óbrennanlegu sorpi   kr.   2.763.336.-


      Tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu.


     Gámahreinsun í Ísafjarðarbæ   kr.   9.638.081.-


     Tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu.


Lagt er til að uppbyggingu gámasvæða verði frestað og athugað hvort hagkvæmara reynist að það verk verði boðið út af hálfu Ísafjarðarbæjar.


Tillagan samþykkt samhljóða.


Bókun bæjarráðsmanns Í-lista við 1. lið fundargerðar bæjarráðs 3. júlí 2006.


,,Bæjarráðsmaður Magnús Reynir Guðmundsson f.h. allra bæjarfulltrúa Í-listans, lýsir yfir endreginni andstöðu sinni við þá ákvörðun meirihluta bæjarráðs að semja án útboðs við Gámaþjónustu Vestfjarða, um urðun á óbrennanlegu sorpi og gámahreinsun í Ísafjarðarbæ.  Það hlýtur að vera eðlilegt að bjóða út slíka verkþætti, sem hér um ræðir, þannig að allir, sem hagsmuna eiga að gæta og áhuga hafa á að taka þátt í slíkum verkefnum sitji við sama borð.  Hvað varðar sorphreinsun í Ísafjarðarbæ getur undirritaður fallist á að framlengja núverandi samning við Gámaþjónustu Vestfjarða um eitt ár, enda verði sá verkþáttur boðinn út að þessu eina ári liðnu.?


Undirritað af Magnúsi Reyni Guðmundssyni.





2. Fundargerðir nefnda.


Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 1/7.  14. fundur, tekin inn með afbrigðum á fundi bæjarráðs.


Fundargerðin er í þremur liðum.


Bókun bæjarráðsmanns Í-lista Magnúsar Reynis Guðmundssonar við fundargerð byggingarnefndar framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði frá 1. júlí s.l.


,,Bæjarráðsmaður Magnús Reynir Guðmundsson mótmælir harðlega þeirri málsmeðferð að halda fund í byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði, án þess að fulltrúi Í-lista hafi verið á fundinum.  Undirritaður sem er varamaður í fyrrgreindri nefnd var t.d. ekki boðaður á fundinn.?  Undirritað af Magnúsi Reyni Guðmundssyni.


2. liður.  Tillaga byggingarnefndar samþykkt 3-0.


Aðrir liður lagðir fram til kynningar.



Fræðslunefnd 27/6.  241. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


Hafnarstjórn 20/6.  116. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


2. liður.  Tillaga hafnarstjórnar samþykkt 3-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.



Landbúnaðarnefnd 28/6.  74. fundur.


Fundargerðin er í sjö liðum.


2. liður.  Tillaga landbúnaðarnefndar samþykkt 3-0.


3. liður.  Tillaga landbúnaðarnefndar samþykkt 3-0.


5. liður.  Bæjarráð óskar eftir teikningu um legu girðinga og leggur áherslu á að svör frá Vegagerð vegna grindahliðs við Hauganes fáist.


7. liður C.  Bæjarráð bendir á að reglur um frístundabúskap í  Ísafjarðarbæ eru skýrar.  


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.



Umhverfisnefnd 21/6.  235. fundur.


Fundargerðin er í níu liðum.


1. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


2. liður.  Afgreiðslu á tillögu umhverfisnefndar við þennan lið frestað til næsta fundar bæjarráðs, þar sem aðalskipulag svæðisins hefur ekki öðlast gildi.  Ástæðan er töf á auglýsingu í Stjórnartíðindi á vegum umhverfisráðuneytis.


3. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


5. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 3-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 3-0.



3. Bréf Svæðisráðs Vestfjarða. - Ferðaþjónusta fatlaðra.  2005-08-0023.


Lagt fram bréf frá Svæðisráði Vestfjarða dagsett 26. júní s.l., þar sem farið er fram á endurgreiðslu vegna afnota fatlaðra af ferðaþjónustu bæjarfélagsins er greitt var fyrir á tímabilinu 1. janúar 2003 til 1. nóvember 2005.  Um er að ræða í heild samtals    kr. 347.648.-


Jafnframt er lagt fram minnisblað Ingibjargar Maríu Guðmundsdóttur, forstöðu- manns Skóla- og fjölskylduskrifstofu, dagsett 30. júní s.l., varðandi málið og forsögu þess, ásamt greinargerð hennar til Svæðisráðs og fundargerð Svæðisráðs frá 30. maí s.l.  Fram kemur í minnisblaði Ingibjargar Maríu, að málið sé enn í vinnslu innan stjórnkerfisins og því er brýnt að Ísafjarðarbær taki ekki frekari ákvarðanir að svo stöddu.


Meirihluti bæjarráðs samþykkir að óska umsagnar Samb. ísl. sveitarf. um erindið.


Bæjarráðsmaður Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi bókun undir þessum lið.  ,,Undirritaður leggur til, að fallist verði á erindi Svanlaugar Guðnadóttur f.h. Svæðisráðs Vestfjarða, um að endurgreiða kr. 347.648.- til fatlaðra einstaklinga í Ísafjarðarbæ, vegna ferðakostnaðar, en félagsmálaráðuneytið hefur með bréfi dagsettu 8. ágúst 2005, til allra sveitarfélaga í landinu, kveðið skýrt á um að aksturinn skuli vera án gjaldtöku.?


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram svohljóðandi bókun undir þessum lið.  ,,Þrátt fyrir bréf félagsmálaráðuneytis frá 8. ágúst 2005 hafa sveitarfélög ekki orðið við fyrirmælum þess að undanskyldum Ísafjarðarbæ, sem tekur ekki lengur gjald fyrir þessa þjónustu.  Mikilvægt er að sveitarfélög landsins starfi saman að þessu máli.?



4. Minnisblað bæjarritara. - Kauptilboð í Fjarðargötu 34 og 34a, Þingeyri. 2006-06-0095.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 29. júní s.l., ásamt kauptilboði Rúna ehf., Miðholti 13, Mosfellsbæ, er borist hefur frá Fasteignasölu Vestfjarða í húseignina Fjarðargötu 34 og 34a á Þingeyri.  Kauptilboðið er upp á kr. 450.000.-.  Það er mat starfsmanna tæknideildar Ísafjarðarbæjar, sem skoðað hafa húsi, að tilboðsfjárhæð sé ásættanleg miðað við ástand eignarinnar.


Bæjarráð samþykkir samhljóða að taka ofangreindu tilboði.



5. Bréf unglingadeildar Hafstjörnunnar, Ísafirði. - Beiðni um styrk. 2006-06-0069.


Lagt fram bréf frá unglingadeild Hafstjörnunnar, Ísafirði, dagsett 7. júní s.l., þar sem óskað er eftir styrk vegna ungmennaskipta 9 unglinga til Teesdale í Bretlandi.  Kostnaður er áætlaður kr. 750.000.-


Bæjarráð felur bæjarritara að ræða við bréfritara. 



6. Bréf Eiríks Eiríkssonar. - Kauptilboð í íbúð að Aðalstræti 19, Þingeyri. 2006-06-0050.


Lagr fram bréf frá Eiríki Eiríkssyni, Felli í Dýrafirði, dagsett 13. júní s.l., þar sem hann gerir kauptilboð í eignina Aðalstræti 19, Þingeyri, að upphæð kr. 300.000.-.  Eignin hefur verið í sölu hjá Fasteignasölu Vestfjarða.  Bæjarritari hefur samþykkt kauptilboðið með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.


Bæjarráð samþykkir samhljóða kauptilboð Eiríks Eiríkssonar í eignarhluta Ísafjarðarbæjar í Aðalstræti 19, Þingeyri.



7. Minnisblað bæjarritara. - Erindi um niðurfellingu (styrk) fasteignagjalda af Grundarstíg 9, Flateyri.  2005-10-0005.


Lagt fram minnisblað bæjarritara þar sem komið er á framfæri erindi frá Hálfdáni Pedersen eiganda Grundarstígs 9 á Flateyri, þess efnis að felld verði niður fasteignagjöld af húseigninni Grundarstíg 9, Flateyri, vegna ársins 2006.  Í minnisblaðinu er greint frá rökstuðningi hans hvað þetta varðar.


Bæjarráð hafnar erindi Hálfdáns Pedersen 3-0.



8. Vaxtasamningur Vestfjarða. - Framlag Ísafjarðarbæjar 2006. 2005-03-0040.


Lagt fram minnisblað frá bæjarritara dagsett 23. júní s.l., er varðar framlag Ísafjarðarbæjar til Vaxtasamnings Vestfjarða fyrir árið 2006.  Ekki er gert ráð fyrir greiðslum vegna samningsins í fjárhagsáætlun ársins 2006, en framlag Ísafjarðarbæjar í ár er kr. 1.000.000.-  Taka þarf ákvörðun um fjárveitingu svo greiða megi reikning er borist hefur frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða vegna Vaxtasamningsin að upphæð kr. 500.000.-


Bæjarráð samþykkir samhljóða greiðslu til Vaxtasamnings Vestfjarða að fjárhæð kr. 1.000.000.- á þessu ári og vísast til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2006.



9. Erindi Minjasjóðs Önundarfjarðar. - Skýrsla um starfsemi sjóðsstjórnar á  árinu 2005. 


2006-06-0060.


Lagt fram á ný bréf frá sjóðsstjórn Minjasjóðs Önundarfjarðar dagsett 10. júní s.l., skýrsla um starf sjóðsstjórnar á árinu 2005.  Jafnframt er framlagður rekstrar- og efnahagsreikningur fyrir árið 2005, ásamt skipulagsskrá fyrir sjóðinn.


Eins er framlagt afrit af bréfi Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til sjóðsstjórnar dagsettu 13. júní s.l., er varðar störf núverandi stjórnar, sem og beiðni um tillögu að tilnefningu Ísafjarðarbæjar í stjórn.


Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins á 484. fundi sínum þann 19. júní sl., til  næsta fundar.


Bæjarráð samþykkir samhljóða, að Guðmundur Steinar Björgmundsson og Guðrún Pálsdóttir taki sæti í stjórn Minjasjóðs Önundarfjarðar í samræmi við 7. gr. skipulagsskrár.   


  


10. Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. - Styrktarsjóður EBÍ 2006.


2006-06-0087.


Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dagsett 27. júní s.l., er varðar styrki úr styrktarsjóði EBÍ 2006.  Umsóknir í sjóðinn skal senda fyrir lok ágúst n.k. til Styrktarsjóðs EBÍ, Hlíðarsmára 8, 201 Kópavogi.


Bæjarráð vísar erindinu til nefnda Ísafjarðarbæjar, sem og sviðsstjóra.



11. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Skýrsla um hávaðamælingar á kaffihúsinu Langa Manga á Ísafirði.  2005-11-0038.


Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 21. júní s.l., ásamt skýrslu HV um hávaðamælingar á kaffihúsinu Langa Manga á Ísafirði.  Í skýrslunni kemur meðal annars fram að allar hljóðmælingar í íbúðum að Aðalstræti 24, Ísafirði, hafa mælst undir því viðmiðunargildi sem stefnt skal að.  Rekstraraðilar Langa Manga þurfa eftir sem áður að taka sérstakt tillit til nágranna sinna og miða hljóðstig leikinnar tónlistar við að hún berist ekki í önnur hús.  Huga þarf sérstaklega að loftræstingu staðarins, hurðum og gluggum þannig, að sem minnst af hljóði sleppi úr af staðnum.  Eins þarf að hafa vakandi auga með því að fólk safnist ekki saman fyrir utan staðinn.


Lagt fram til kynningar.



12. Minnisblað bæjarritara. - Hugsanleg breyting á fundartíma bæjarráðs.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 30. júní s.l., þar sem hann getur um umræður er fram fóru utan dagskrár á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 19. júní s.l., varðandi hugsanlega breytingu á fundartíma bæjarráðs.  Það er að fundir sem nú hefjast kl. 17:00 hefjist í þess stað kl. 16:00.  Óskað er eftir afstöðu bæjarráðs.


Bæjarráð samþykkir samhljóða, að fundir þess í júlí og fram í október n.k. hefjist kl. 16:00 í stað kl. 17:00.



13. Tillaga að bókun á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar 3. júlí 2006.


Bæjarráð Ísafjarðarbæjar mótmælir harðlega ákvörðun ríkisstjórnar Íslands, um að fresta útboði á vegaframkvæmdum á Vestfjörðum. Aðgerðir til að draga úr þenslu í hagkerfinu eru nauðsynlegar en eiga að taka á þeim svæðum sem búa við þenslu. Uppruni þenslu í hagkerfinu er ekki á Vestfjörðum og það er óásættanlegt að draga úr bráðnauðsynlegum vegaframkvæmdum í fjórðungnum, ekki síst eftir að strandsiglingar lögðust af.  Vegirnir bera ekki þungaumferð og slysahætta skapast vegna ástands þeirra.


Skorað er á ríkisstjórn Íslands að leita annarra leiða til að draga úr þenslu, en þeirra að draga úr framkvæmdahraða við vegagerð á Vestfjörðum, þar sem verið er að leysa af hólmi 50 ára gamla malar- og moldartroðninga, sem eru ónothæfir fyrir þungaflutninga og almenna umferð.


Tillagan samþykkt 3-0.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:35.


 


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Ingi Þór Ágústsson.     


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?