Bæjarráð - 484. fundur - 19. júní 2006

Í upphafi fundar leitaði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, eftir tillögum um formann bæjarráðs.  Aðeins kom ein tillaga fram um Guðna G. Jóhannesson og var hann kjörinn formaður bæjarráðs.  Guðni G. Jóhannesson óskaði eftir tillögum um varaformann bæjarráðs.  Aðeins kom ein tillaga fram um Gísla H. Halldórsson og var hann kjörinn varaformaður bæjarráðs.


Þetta var gert:


 


1. Bréf Kristjáns Gunnarssonar, vélsmiðs. - Beiðni um styrk vegna námskeiðahalds. 


2006-06-0040.


Lagt fram bréf frá Kristjáni Gunnarssyni, vélsmið á Þingeyri, dagsett 6. júní s.l., þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 65.000.- vegna námskeiðs í eldsmíði er haldið verður í gömlu smiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri, dagana 23.-25. júní n.k.


Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.



2.  Bréf Þóris Arnar Guðmundssonar. - Girðingar í Skutulsfirði.  2005-11-0098.


Lagt fram bréf frá Þóri Erni Guðmundssyni, starfsmanni tæknideildar, dagsett þann 15. júní s.l., varðandi girðingar í Skutulsfirði.  Í bréfinu er lagt til að gerðar verði róttækar breytingar í girðingamálum bæjarfélagsins í Skutulsfirði.


Bæjarráð tekur vel í tillögurnar en bendir á að girðingarstæði þvert yfir Tungudal þarf að endurskoða.


Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar.



3. Bréf Bændasamtaka Íslands, til nýkjörinna sveitarstjórnarmanna. 2006-06-0055.


Lagt fram bréf frá Bændasamtökum Íslands móttekið 16. júní s.l., sem stílað er á nýkjörna sveitarstjórnarmenn.  Í bréfinu er stutt kynning á samtökunum og bréfinu fylgir listi yfir búnaðarfélög og formenn þeirra.


Bréfinu vísað til landbúnaðarnefndar.  Lagt fram til kynningar í bæjarráði.



4. Bréf Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. - Aðalfundarboð.


Lagt fram bréf frá Fasteignum Ísafjarðarbæjar ehf., dagsett 6. júní s.l., þar sem boðað er til aðalfundar félagsins vegna starfsársins 2005, þann 11. júlí n.k. kl. 15:00 í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.  Dagskrá er samkvæmt samþykktum félagsins.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atkvæði Ísafjarðarbæjar á fundinum.  Bæjarráð bendir á, að bæjarfulltrúar hafa rétt til setu á fundinn. 



5. Bréf Minjasjóðs Önundarfjarðar. - Skýrsla um starfsemi sjóðsstjórnar á árinu 2005.


Lagt fram bréf frá sjóðsstjórn Minjasjóðs Önundarfjarðar dagsett 10. júní s.l., skýrsla um starf sjóðsstjórnar á árinu 2005.  Jafnframt er framlagður rekstrar- og efnahagsreikningur fyrir árið 2005, ásamt skipulagsskrá fyrir sjóðinn.


Eins er framlagt afrit af bréfi Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til sjóðsstjórnar dagsettu 13. júní s.l., er varðar störf núverandi stjórnar, sem og beiðni um tillögu að tilnefningu Ísafjarðarbæjar í stjórn.


Bæjarráð frestar afgreiðslu fram að næsta fundi. 



6. Bréf Vaxtarsamnings Vestfjarða. - Samskipti við Austur Grænland. 2006-06-0022.


Lagt fram bréf frá Örnu Láru Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Vaxtarsamnings Vestfjarða, dagsett 2. júní s.l., er varðar beiðni um aðkomu Ísafjarðarbæjar að verkefninu ,,Samskipti við Austur Grænland?.


Skilyrði fyrir aðkomu VV að verkefninu er að Ísafjarðarbær kom einnig að því.  Kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 1.400.000.- og ætlar VV að koma með framlag upp á 60% af kostnaði og óskað er eftir að framlag Ísafjarðarbæjar verði því 40% af kostnaði.  Bréfinu fylgir verkefnislýsing, sem fellst í vinnu á úttekt á mögulegum samstarfsflötum milli Vestfjarða og Austur Grænlands.


Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til atvinnumálanefndar til umsagnar. 



7. Bréf Umhverfisstofnunar. - Tillaga að starfsleyfi til kynningar. 2006-06-0023.


Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun dagsett 1. júní s.l., er varðar tillögu að starfsleyfi fyrir Hraðfrystihúsið Gunnvör hf., vegna allt að 2000 tonna eldis á þorski í Álftafirði og Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi.  Óskað er eftir að tillagan verði látin liggja frammi til kynningar fyrir almenning á tímabilinu frá 9. júní til og með 4. ágúst n.k.


Erindinu vísað til umhverfisnefndar til kynningar.  Lagt fram til kynningar í bæjarráði.



8. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar. 2006-06-0043.


Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 3. júní s.l., ásamt fundargerð 55. fundar heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 2. júní s.l.  Í ofangreindu bréfi kemur fram að kjósa þarf heilbrigðisnefnd eftir hverjar sveitarstjórnarkosningar og hefur sá háttur verið hafður á hér, að kosið er í nefndina á Fjórðungsþingi.  Þess er óskað að sami háttur verði hafður á nú og að núverandi heilbrigðisnefnd starfi fram að næsta Fjórðungsþingi.


Lagt fram til kynningar.



9. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Boðun 20. landsþings Samb. ísl. sveitarf. 2006-06-0051.


Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 14. júní s.l., þar sem boðað er til 20. landsþings Samb. ísl. sveitarf. á Akureyri dagana 27.-29. september 2006.  Dagskrá landsþingsins verður send út síðar.


Lagt fram til kynningar.  



10. Bréf bæjartæknifræðings. - Sorphreinsun í Ísafjarðarbæ, urðun á óbrennanlegu sorpi og bygging gámasvæða.  2005-10-0064.


Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 4. júní s.l., þar sem fram kemur að af beiðni bæjartæknifræðings hefur Gámaþjónusta Vestfjarða lagt fram tilboð í sorphreinsun í Ísafjarðarbæ, urðun á óbrennanlegu sorpi, gámahreinsun í Ísafjarðarbæ svo og uppbyggingu á gámasvæðum á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri á þessu ári.  Markmiðið með því að semja við einn aðila er að bæta umgengni um gáma- og urðunarsvæði í bæjarfélaginu og bæta enn frekar þjónustuna.


 Tilboð Gámaþjónustu Vestfjarða ehf., eru svohljóðandi:


 Sorphreinsun í Ísafjarðarbæ   kr. 15.975.792.- pr. ár.


 Urðun á óbrennanlegu sorpi   kr.   2.763.336.- pr. ár.


 Gámahreinsun í Ísafjarðarbæ   kr.   9.638.081.- pr. ár.


 Leiga á gámasvæðum    kr.   4.500.000.- pr. ár í 10 ár.


Bæjartæknifræðingur leggur til að samið verði við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf., á grundvelli ofangreindra tilboða fyrirtækisins.


Bæjarráð frestar afgreiðslu og óskar frekari upplýsinga frá bæjartæknifræðingi fyrir næsta fund.


     


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:00.


       


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Ingi Þór Ágústsson.      


Sigurður Pétursson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.


 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?