Bæjarráð - 483. fundur - 6. júní 2006

Þetta var gert:

1. Fundargerð nefndar.


Menningarmálanefnd 29/5.  123. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


2. liður.  Bæjarráð staðfestir skiptingu á milli 05-89- kr. 100.000.- og 21-81- kr. 50.000.-


Fundargerðin lögð fram til kynningar.2.  Bréf verkefnisstjóra tæknideildar. - Tilboð í Sundhöll - ,,breytingar innanhúss?.   2006-06-0003.


Lagt fram bréf Jóhanns B. Gunnarssonar, verkefnisstjóra á tæknideild, dagsett þann 1. júní s.l., þar sem fram kemur að borist hafa eftirfarandi tilboð í breytingar innanhúss á Sundhöllinni við Austurveg á Ísafirði.


 Tilboð frá Vestfirskur verktökum ehf., kr. 15.927.500.-


      "      Spýtunni ehf.,   kr. 14.806.445.-


      "          Ágúst & Flosa ehf.,  kr. 13.951.581.-


 Kostnaðaráætlun var    kr. 12.715.250.-


Tilboð frá Ágústi & Flosa ehf., var ógilt, en lagt er til að gengið verði til samninga við Spýtuna ehf., á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.


Bæjarráð samþykkir tillögu verkefnisstjóra, um að gengið verði til samninga við Spýtuna ehf., á grundvelli tilboðs þeirra.3. Bréf Sigríðar Helgadóttur og Friðfinns Sigurðssonar. - Kauptilboð í Fjarðargötu 13, Þingeyri.


Lagt fram bréf frá Sigríði Helgadóttur og Friðfinni Sigurðssyni, Þingeyri, dagsett þann 1. júní s.l., þar sem þau gera kauptilboð í húseignina Fjarðargötu 13 á Þingeyri.  Tilboðið hljóðar upp á kr. 5.000.-  Hugmynd tilboðsgjafa er að gera húsið íbúðarhæft að nýju.


Bæjarráð samþykkir ofangreint kauptilboð með þeirri kvöð, að gengið verði frá ytra útliti hússins á næstu tveimur árum.4. Bréf Brunavarna Suðurnesja. - ,,Hjólað til góðs?.  2006-06-0010.


Lagt fram bréf frá Brunavörnum Suðurnesja dagsett 30. maí s.l., þar sem kynnt er verkefnið ,,Hjólað til góðs?.  Markmið verkefnisins er að hjóla í hring um landið til styrktar Umhyggju, regnhlífarsamtökum foreldrafélaga langveikra barna.  Hvatt er til að sýna verkefninu farsæld og samstöðu og styrkja málefni þeirra sem minnst mega sín með framlagi.


Bæjarráð felur bæjarritara að afgreiða málið í samræmi við styrkveitingar almennt til líknarfélaga.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:16.


 


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.      


Lárus G. Valdimarsson.


Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.

 Er hægt að bæta efnið á síðunni?