Bæjarráð - 482. fundur - 30. maí 2006


Þetta var gert:

1. Bréf tölvunefndar Ísafjarðarbæjar. - Endurnýjun tölvubúnaðar. 2006-05-0074. 


Lagt fram bréf frá tölvunefnd Ísafjarðarbæjar dagsett þann 19. maí s.l., er varðar tillögur að endurnýjun tölvubúnaðar, grunnnet og IP símakerfi.  Á fundi tölvunefndar 17. maí sl. voru lagðar fram tillögur um kaup á nýrri IBM iSeries megintölvu, sk. ?Blade-server?, sem tæki við hlutverki núverandi megintölvu og netþjónum, sem leigðir eru hjá Netos ehf., Ísafirði.  Ennfremur tillögur um endurnýjun á þráðlausu tölvusamskiptakerfi, kaup á IP-símkerfi og endurnýjun á tölvuvélasal. Kostnaður við þessar fjárfestingar eru um 21,1 millj.kr. m. vsk. og dreifist sá kostnaður á þrjú ár. Innifalið í kostnaðinum er kaup á tölvustýrikerfi og leyfisgjöld fyrir PC-hugbúnað, sem áður var leigður af Netos ehf. og áætlað er fyrir í rekstri ársins. Á fjárhagsáætlun ársins 2006 eru áætlaðar 5,5 millj.kr. fyrir kaupum á stofnbúnaði.  Tölvunefndin leggur til að tillögurnar verði samþykktar.


Á fund bæjarráðs undir þessum lið er mættur Valtýr Gíslason, kerfisstjóri Ísafjarðarbæjar.


Bæjarráð vísar ákvarðanatöku til 204. fundar bæjarstjórnar þann 1. júní n.k.2. Fundargerðir nefnda.


Barnaverndarnefnd 24/5.  69. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Félagsmálanefnd 23/5.  269. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Hafnarstjórn 16/5.  239. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Íþrótta- og tómstundanefnd 24/5.  62. fundur.


Fundargerðin er í þremur lið.


1. liður.  Bæjarráð þakkar fyrir vandaða skýrslu og leggur til í samræmi við niðurstöðu skýrslunnar, að skipuð verði nefnd á vegum Ísafjarðarbæjar,


um frekari uppbyggingu skíðasvæðisins í Tungudal.


Bæjarráð telur eðlilegt að nýkjörin bæjarstjórn skipi í nefndina.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Umhverfisnefnd 24/5. 233. fundur.


Fundargerðin er í tíu liðum.


4. liður.  Bæjarráð óskar frekari upplýsinga um stofnun lögbýla.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.3. Bréf verkefnisstjóra tæknideildar. - Kauptilboð í Túngötu 10, Ísafirði. 2006-05-0101.


Lagt fram bréf Jóhanns B. Gunnarssonar, verkefnisstjóra á tæknideild, dagsett þann 26. maí s.l., þar sem fram kemur að eftir auglýsingu hafa borist fjögur kauptilboð í húseignina Túngötu 10, Ísafirði.  Tilboðin eru frá neðangreindum aðilum.


       Friðgerður Guðmundsdóttir,  kr. 920.000.-


       Hlíðarkjör hf.,    kr. 210.000.-


       Jón Páll Hreinsson,   kr. 200.000.-


       Aðalheiður Óladóttir,   kr. 160.000.-


Verkefnisstjóri tæknideildar leggur til að tilboði Friðgerðar Guðmundsdóttur að upphæð kr. 920.000.- verði tekið.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði Friðgerðar Guðmundsdóttur verði tekið.


   


4. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla, rekstur og fjárfestingar janúar-apríl 2006. 


2006-05-0073.


Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 26. maí s.l., mánaðar- skýrsla um rekstur og fjárfestingar fyrir tímabilið janúar - apríl 2006.


Lagt fram til kynningar.5. Bréf bæjartæknifræðings. - Tilboð í verkið ,,Útivistarsvæði á Flateyri?. 2004-12-0065.


Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 19. maí s.l., er varðar opnun tilboða í verkið ,,Útivistarsvæði á Flateyri?.  Neðangreind tilboð bárust.


       Tígur ehf.  kr. 11.631.090,- 76%


       Úlfar ehf  kr. 11.425.250,-  (var kr. 12.382.750,-) 74%


       Gröfuþj. Bjarna kr. 20.754.190,-         135%


       Kostnaðaráætlun kr. 15.413.500,-


Við yfirferð á tilboðum kom í ljós villa í tilboði Úlfars ehf., sem varð til þess að tilboð hans lækkaði.  Ofanflóðasjóður greiðir 90 % af verkinu og Ísafjarðarbær 10 %. 


Bæjartæknifræðingur leggur til að samið verði við lægstbjóðanda Úlfar ehf.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga bæjartæknifræðings verði samþykkt.6. Bréf Vélsmiðju Ísafjarðar. - Niðurfelling sorpgjalda.  2006-04-0043.


Lagt fram bréf frá Vélsmiðju Ísafjarðar dagsett 18. apríl s.l., þar sem sótt er um niðurfellingu (leiðréttingu) á sorpgjöldum fyrirtækisins.  Samdráttur hefur verið í rekstri fyrirtækisins og koma fram upplýsingar um heildar sorplosun fyrirtækisins pr. ár í bréfinu.


Bæjarráð felur bæjarritara að ræða við bréfritara.7. Bréf Atvinnuleysistryggingasjóðs. - Afgreiðsla styrkumsókna.  2006-05-0099.


Lagt fram bréf frá Atvinnuleysistryggingasjóði dagsett 23. maí s.l., þar sem fram kemur að tvær umsóknir frá Ísafjarðarbæ um styrki til sérstakra verkefna hafa verið samþykktar.  Verkefnin eru ,,Fjall og fjara - umhverfisverkefni? og ,,Menning og saga í margmenningarlegu samfélagi?.


Lagt fram til kynningar.8. Bréf Sundatanga ehf. - Afturköllun á sölutilboði lóðar.  2006-05-0038. 


Lagt fram bréf frá Sundatanga ehf., Ísafirði, dagsett 18. maí s.l., þar sem afturkallað er boð fyrirtækisins á sölu lóðar að Aðalstræti 20 á Ísafirði.


Lagt fram til kynningar.9. Bréf Örnefnanefndar. - Ágreiningur um örnefni.  2005-08-0062.


Lagt fram bréf Örnefnanefndar dagsett 22. maí s.l., er varðar ágreinings- eða álitaefni um örnefnið Biskup á skeri norðan við Geirólfsgnúp eða á klettadrangi yst á Geirólfsgnúpi.  Hverjum þeim sem telur sig búa yfir vitneskju eða ábendingum, er að haldi komi, gefst færi á að kynna örnefnanefnd álit sitt.  Ábendingum skal skila til örnefnanefndar, Lyngási 7, 210 Garðabæ.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja eftir afstöðu Ísafjarðarbæjar til málsins.


 


10. Bréf Skógræktarfélags Ísafjarðar. - Styrkbeiðni.  


Lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Ísafjarðar dagsett 29. maí s.l., þar sem félagið sækir um styrk til Ísafjarðarbæjar, að fjárhæð kr. 500.000.-, vegna gróðursetningar um 9.000 trjáplantna nú í sumar.


Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 300.000.- er færist á liðinn 21-82-995-1.11. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, ársskýrsla og ársreikningur 2005, ásamt fundargerð.  2006-05-0085.


Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 19. maí s.l., ásamt ársskýrslu og ársreikningi Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða fyrir árið 2005, sem og fundargerð aðalfundar AtVest frá 17. maí 2006.


Lagt fram til kynningar. 12. Bréf vegna Snorraverkefnis.  2005-11-0095.


Lagt fram bréf frá verkefnisstjóra Snorraverkefnis dagsett 17. maí s.l., þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær geti tekið þátt í verkefninu með því að taka á móti þátttakanda dagana 23.-30. júní n.k.


Bæjarráð vísar erindinu til atvinnumálafulltrúa Ísafjarðarbæjar.13. Afrit af bréfi Leiðar ehf., til samgönguráðherra.  2005-11-0008.


Lagt fram afrit af bréfi Leiðar ehf., til Sturlu Böðvarssonar, samgönguráðherra, er varðar gerð jarðganga milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar, tillögur um eignarhald, fjármögnun og legu.  Bréfinu fylgir minnisblað frá Línuhönnun er varðar samgöngubætur á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur.


Lagt fram til kynningar.14. Byggðasafn Vestfjarða. - Fundargerð 10. stjórnarfundar.


Lögð fram fundargerð stjórnar Byggðasafns Vestfjarða frá 10. fundi þann 15. maí s.l., er haldinn var í Sagnahúsinu Eyrartúni, Ísafirði.


Lagt fram til kynningar.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 18:35.


 


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.      


Lárus G. Valdimarsson.


Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.Er hægt að bæta efnið á síðunni?