Bæjarráð - 479. fundur - 3. maí 2006


Þetta var gert:

1. Ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2005.


Lagður fram ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2005.  Á fund bæjarráðs eru mættir þeir Guðmundur E. Kjartansson, endurskoðandi og Þórir Sveinsson, fjármálastjóri, sem fóru yfir og svöruðu fyrirspurnum um reikninga bæjarsjóðs og einstakra stofnana.


Bæjarráð vísar ársreikningi bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2005 til fyrri umræðu á 201. fundi bæjarstjórnar þann 4. maí n.k. 2. Fundargerðir nefnda.


 Fræðslunefnd 25/4.  237. fundur.


 Fundargerðin er í fimm liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


 Hafnarstjórn 25/4.  114. fundur.


 Fundargerðin er í níu liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Starfshópur um skipulagsmál á hafnarsvæði á Ísafirði 25/4.  12. fundur.


 Fundargerðin er í einum lið.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 Umhverfisnefndar 26/4.  231. fundur.


 Fundargerðin er í tólf liðum.


 Fundargerðin lögð fram til kynningar.3. Minnisblað bæjarritara. - Forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Vestfjörðum.  2006-04-0009.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 28. apríl s.l., þar sem gerð er grein fyrir umsækjendum um starf forstöðumanns Upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Vestfjörðum.  Þrjár umsóknir bárust um starfið frá eftirtöldum einstaklingum.


Auði Björgvinsdóttur, Urðarvegi 80, Ísafirði.


Brynjari Ingasyni, Engjavegi 15, Ísafirði.


Heimi G. Hanssyni, Móholti 4, Ísafirði.


Niðurstaða að loknum starfsviðtölum var sú, að ráða Heimi G. Hansson, sem forstöðumann Upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Vestfjörðum.


Lagt fram til kynningar.4. Viljayfirlýsing. - Úthlutun lóðar neðan Neðstakaupstaðar.


Lögð fram viljayfirlýsing dagsett 24. apríl s.l., undirrituð af Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, annars vegar og Erni Elíasi Guðmundssyni, Mugison, hinsvegar, um væntanlega úthlutun lóðar til hins síðarnefnda á svæði neðan Neðstakaupstaðar á Ísafirði undir einbýlishús og hljóðver.  Úthlutun getur farið fram ef fyrirliggjandi rammaskipulag verður samþykkt, sem og aðal- og deiliskipulag af svæðinu.


Lagt fram til kynningar.5. Bréf Reykhólahrepps. - Vígsla íþróttahúss á Reykhólum.


Lagt fram boðskort frá Reykhólahreppi dagsett 21. apríl s.l., þar sem boðið var til vígslu á nýju íþróttahúsi á Reykhólum laugardaginn 29. apríl s.l.


Ekki var tækifæri til að þiggja boðið, en Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, sendi heillaósk til hreppsnefndar Reykhólahrepps.


Lagt fram til kynningar.   


 


6. Bréf Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur. - Alþjóðleg rannsóknarstofnun á  sviði jarðkerfisfræða.


Lagt fram bréf frá Ólöfu Guðnýju Valdimarsdóttur dagsett 25. apríl s.l., fyrir hönd vinnuhóps um alþjóðlega rannsóknarstofnun á sviði jarðkerfisfræða á Íslandi.  Í bréfinu er verkefnið kynnt og færðar þakkir til Ísafjarðarbæjar fyrir þann áhuga er sveitarfélagið hefur sýnt verkefninu og stofnun alþjóðlegrar rannsóknarstofu á sviði jarðkerfisfræða.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fundað verði með starfshópnum og að Ísafjarðarbær haldi áfram stuðningi við og þátttöku í þessu mikilvæga verkefni. 7. Bréf Auðar Yngvadóttur. - Styrkbeiðni.


Lagt fram bréf frá Auði Yngvadóttur, Hafraholti 2, Ísafirði, dagsett 17. apríl s.l., þar sem hún óskar eftir styrk frá Ísafjarðarbæ, til kaupa á hundi er verður þjálfaður til leitar og björgunarstarfa.  Óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 50.000.-.


Bæjarráð samþykkir beiðni um styrk að upphæð kr. 50.000.-.  Kostnaður greiðist af fjárveitingu til almannavarna.     8. Bréf frá Ýmislegu smálegu ehf. - Ísafjörður Collection. 


Lagt fram bréf frá Greipi Gíslasyni, stjórnarformanni Ýmislegs smálegs ehf., dagsett 27. apríl s.l.  Í bréfinu býður félagið upp á að lífga upp á almenningssamgöngur Ísafjarðarbæjar og nágrennis, með hönnun og útliti á farartækjum, merkingum ofl.


Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara. 9. Byggðasafn Vestfjarða. - Fundargerð 9. stjórnarfundar.


Lögð fram fundargerð stjórnar Byggðasafns Vestfjarða frá 9. fundi er haldinn var þann 11. apríl s.l., á skrifstofu Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.  Auk stjórnar sátu fundinn Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og þeir Gunnar Stefánsson og Jón Gunnarsson, fulltrúar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.


Lagt fram til kynningar.10. Kjörstjórnir fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.


Lagt fram yfirlit yfir nefndarmenn í yfirkjörstjórn og undirkjörstjórnum við kosningar til Alþingis þann 10. maí 2003.  Fara þarf yfir yfirlitið og tilnefna nýja nefndarmenn fyrir þá aðila, sem nú eru ekki til staðar.


Bæjarráð vísar nýjum tilnefningum til afgreiðslu í bæjarstjórn.11. Lánasjóður sveitarfélaga. - Lántaka vegna byggingar húsnæðis Grunnskólans á Ísafirði.  2006-04-0063.


Lagt fram minnisblað Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 28. apríl s.l., ásamt lánasamningi við Lánasjóð sveitarfélaga er varðar fyrirhugaða lántöku Ísafjarðarbæjar hjá Lánasjóðnum, til fjármögnunar á nýbyggingu Grunnskólans á Ísafirði.


Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 2.000.000 EUR til 10 ára, í samræmi við  skilmála lánssamnings nr. 18/2006 sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að fjármagna nýbyggingu Grunnskólans á Ísafirði, sbr. 2. gr. laga um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 136/2004.


Jafnframt er Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, kt. 250764-4059, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Ísafjarðarbæjar, að undirrita lánssamninginn við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.


 


12. Bréf bæjarstjóra. - Drög að samningi Ísafjarðarbæjar og Edinborgarhúss ehf., um menningarhús. 


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 28. apríl s.l., þar sem hann gerir grein fyrir fjármagni til menningarhúsanna þriggja hér á Ísafirði, það er Safnahúss Eyrartúni, Tónlistarhússins og Edinborgarhússins. Jafnframt gerir hann grein fyrir menningarhúsasamningi Ísafjarðarbæjar og menntamálaráðuneytis frá því í apríl 2003 og hlutfallslegri skiptingu fjármagns milli menningarhúsanna og aðkomu Ísafjarðarbæjar.


Bréfinu fylgir afrit af samningi Ísafjarðarbæjar við menntamálaráðuneytið, sem og drög að samningi Ísafjarðarbæjar og Edinborgarhússins ehf., um menningarhús á Ísafirði.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningur við Edinborgarhúsið ehf., um menningarhús, verði samþykktur.13. Kjör varaskoðunarmanns vegna ársreiknings.


Tillaga kom fram frá S-lista, um að Fylkir Ágústsson, Fjarðarstræti 15, Ísafirði, verði tilnefndur varaskoðunarmaður vegna ársreiknings Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2005, vegna fjarveru aðal- og varaskoðunarmanna.


Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu í bæjarstjórn.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 10:34.


        


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir.      


Lárus G. Valdimarsson.


Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 Er hægt að bæta efnið á síðunni?