Bæjarráð - 475. fundur - 27. mars 2006

Þetta var gert:

1.         Til fundar við bæjarráð eru mættir fulltrúar Mýrarboltafélags Íslands.            2006-02-0100.            Fulltrúar Mýraboltafélags Íslands þeir Jóhann B. Gunnarsson, Jón Páll Hreinsson og Rúnar Óli Karlsson eru mættir til fundar við bæjarráð vegna erindis félagsins, er tekið var fyrir í umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar þann 9. mars s.l., um svæði fyrir mýrarboltavelli í Tungudal í Skutulsfirði.  Óskað var eftir svæði að stærð um 6000 fermetrar.  Jafnframt er mættur á fundinn Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur.            Bæjarráð tekur undir tillögu umhverfisnefndar í 1. lið 228. fundargerðar nefndarinnar frá 9. mars s.l. og leggur til við bæjarstjórn, að Mýrarboltafélagið fái svæði í Tungudal til afnota í tilraunaskyni, til tveggja ára og verði leyfið að þeim tíma liðnum endurskoðað í ljósi fenginnar reynslu.             Bæjarráð setur sem skilyrði að strax að loknu móti ár hvert verði gengið frá svæðinu og sáð í það.  Mýrarboltafélagið nýti þennan tíma til að finna mótinu framtíðarsvæði.                         2.         Fundargerðir nefnda.            Menningarmálanefnd 21/3.  121. fundur.            Fundargerðin er í fimm liðum.            2. liður.  Tillaga menningarmálanefndar samþykkt.            3. liður.  Bæjarráð felur bæjarstjóra að vera kórnum fráNanortalik innan handar við væntanlega heimsókn.            4. liður.  Bæjarráð staðfestir reglur menningarmálanefndar.            Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.             Starfshópur til undirbúnings tilnefningar heiðursborgara            Ísafjarðarbæjar 23/3.  1. fundur.            Fundargerðin lögð fram til kynningar.             Umhverfisnefnd 22/3.  229. fundur.            Fundargerðin er í tólf liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar.           3.         Bréf verkefnastjóra á tæknideild. - Tilboð í málun Safnahúss. 2006-03-0013.            Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Gunnarssyni, verkefnastjóra á tæknideild Ísafjarðarbæjar, dagsett 17. mars s.l., þar sem gerð er grein fyrir tilboði í verkið ,,Safnahús Eyrartúni, málun utanhúss?.  Aðeins barst eitt tilboð í verkið frá GG. málningarþjónustu ehf., Ísafirði, að upphæð kr. 3.606.690.-, en kostnaðaráætlun var kr. 3.921.189.-.  Í bréfinu er lagt til að gengið verði til samninga við GG. málningarþjónustu ehf.            Bæjarráð samþykkir tillögu verkefnastjóra. 4.         Bréf bæjarstjóra. - Starfsemi Landhelgisgæslunnar á norðanverðum            Vestfjörðum.              Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 24. mars s.l., varðandi starfsemi Landhelgisgæslunnar á norðanverðum Vestfjörðum.  Í bréfinu er rakin umræða í bæjarstjórn um málefni Landhelgisgæslunnar, vinnslu á tillögu hjá hafnarstjórn og hafnarstjóra um aðstöðu fyrir gæsluna í Ísafjarðarbæ, breytingar á stöðu varnarmála á Íslandi, staðsetningu sjúkraflugs á Ísafirði, auknar siglingar á norðurslóðum ofl.            Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja viðræður við Landhelgisgæsluna um hugsanlega staðsetningu þyrlu og varðskips í Ísafjarðarbæ.           5.         Bréf Hafnarastar ehf. - Forkaupsréttur að Sléttanesi ÍS 808.  2006-03-0119.            Lagt fram bréf frá Hafnaröst ehf., Kópavogi, dagsett 24. mars s.l., þar sem spurst er fyrir um hvort Ísafjarðarbær muni neyta forkaupsréttar að togaranum Sléttanesi ÍS 808, skipaskrárnúmer 1337, sem skráður er til hafnar á Þingeyri.  Togarinn er með öllu kvótalaus.            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsrétti verði hafnað. 6.         Bréf Ragnars M. Ragnarssonar. - Styrkbeiðni.  2006-03-0121.             Lagt fram bréf frá Ragnari M. Ragnarssyni, f.h. hóps nemenda í meistaranámi í verkefnastjórnun við verkfræðideild Háskóla Íslands.  Hópurinn hefur í hyggju að láta framleiða og sýna vandaðan sjónvarpsþátt um samfélags- og þjóðmál fyrir ungt fólk.  Óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ vegna gerðar þáttarins.            Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.                                    7.         Minnisblað bæjarritara. - Ráðning kerfisstjóra Ísafjarðarbæjar.            2006-02-0098.            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 20. mars s.l., þar sem gerð er grein fyrir ráðningu kerfisstjóra Ísafjarðarbæjar.  Alls bárust sex umsóknir og var Valtýr Gíslason, Hlíðarvegi 14, Ísafirði, ráðinn kerfisstjóri.            Lagt fram til kynningar. 8.         Bréf bæjarstjóra. - Samningsdrög Ísafjarðarbæjar og Tónlistarfélags            Ísafjarðar um menningarhús.             Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 24. mars s.l., er varðar samning Ísafjarðarbæjar og Tónlistarfélags Ísafjarðar, um menningarhús.  Meðfylgjandi bréfinu eru drög að samningi við Tónlistarfélagið, sem og samningur Ísafjarðarbæjar og menntamálaráðuneytis um menningarhús á Ísafirði, dagsettur er þann 25. apríl 2003.            Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga endanlega frá samningnum og undirrita hann með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.             9.         Bréf Hvetjanda hf. - Boðun aðalfundar.  2006-03-0112.            Lagt fram bréf frá Hvetjanda hf., Ísafirði, dagsett 20. mars s.l., þar sem boðað er til aðalfundar félagsins þann 19. apríl n.k. á Hótel Ísafirði og hefst fundurinn kl. 13:00.  Á dagskrá fundarins eru lögbundin aðalfundastörf.  Ársreikningur félagsins vegna ársins 2005 verður sendur hluthöfum fyrir aðalfundinn.            Fyrir fundinn verða lagðar tillögur um breytingu á samþykktum félagsins og er gerð efnisleg grein fyrir þeim í ofangreindu bréfi.            Samþykkt er að bæjarráð sæki aðalfundinn og fari með atkvæði Ísafjarðarbæjar. 10.       Bréf hestamannafélagsins Storms í Dýrafirði. - Reiðskemma á Söndum            í Dýrafirði.             Lagt fram bréf frá hestamannafélaginu Stormi í Dýrafirði dagsett 23. mars s.l., er varðar væntanlega byggingu á reiðskemmu á Söndum í Dýrafirði.  Í bréfinu er að nokkru rakin forsaga málsins og viðskipti við Ísafjarðarbæ, sem og umfjöllun Héraðssambands Vestfirðinga um málið.  Í lok bréfsins óskar hestamannafélagið Stormur eftir að bæjarráð/bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykki viljayfirlýsingu, sem byggi á samþykkt frá síðasta hausti, þess efnis að hestamannafélagið Stormur verði styrktur fjárhagslega um  6,3 milljónir króna vegna byggingar reiðskemmu.  Að lokinni samþykkt bæjarstjórnar verði undirrituð viljayfirlýsing, sem fylgi umsókn Storms til landbúnaðarráðuneytis.            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði viljayfirlýsing milli Ísafjarðarbæjar og hestamannafélagsins Storms, um stuðning við byggingu reiðskemmu á Söndum í Dýrafirði með fjárframlagi að upphæð 6,3 milljónir króna, sem skiptist þannig að styrkur vegna byggingarleyfisgjalda greiðist á árinu 2006 og eftirstöðvar greiðast á árunum 2007, 2008 og 2009.  Vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2006.            Vegna reglna dagsettra 21. mars 2006 um úthlutun styrkja af hálfu landbúnaðarráðuneytis um stuðning við byggingu reiðhúsa, leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkt bæjarstjórnar frá 22. september 2005 verði endurskoðuð, þannig að Hestamannafélagið Hending hafi tækifæri til að sækja um framlag til landbúnaðarráðuneytis til byggingar reiðhallar í Engidal kjósi félagið að sækja um.         11.       Byggðasafn Vestfjarða. - Fundargerð 7. stjórnarfundar.            Lögð fram 7. fundargerð stjórnar Byggðasafns Vestfjarða frá fundi er haldinn var á Patreksfirði þann 18. mars s.l.            Lagt fram til kynningar. 12.       Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 732. stjórnarfundar.            Lögð fram 732. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá fundi er haldinn var að Borgartúni 30 í Reykjavík þann 24. febrúar s.l.            Lagt fram til kynningar. 13.       Bréf staðardagskrárnefndar. - Tillögur um sjálfbæra þróun í sveitarfélaginu.            Lagt fram bréf frá Rúnari Óla Karlssyni, fulltrúa staðardagskrárnefndar í Ísafjarðarbæ, móttekið 24. mars s.l., er varðar tillögur staðardagskrárnefndar Ísafjarðarbæjar varðandi sjálfbæra þróun í sveitarfélaginu.  Bréfinu fylgja tillögur staðardagskrárnefndar Ísafjarðarbæjar um aðgerðir er hafa í för með sér umbætur á ýmsum þáttum er varða sjálfbæra þróun og vistvænt umhverfi í Ísafjarðarbæ.            Staðardagskrárnefnd leggur tillögurnar fram til skoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.            Bæjarráð vísar tillögum staðardagskrárnefndar til allra nefnda Ísafjarðarbæjar.  14.       Bréf Framkvæmdasýslu ríkisins. - Snjóflóðavarnir á Ísafirði,            Seljalandshlíð - Skilamat mars 2006.   2003-05-0034.            Lagt fram bréf Framkvæmdasýslu ríkisins dagsett 17. mars s.l., varðandi málefnið Snjóflóðavarnir á Ísafirði, Seljalandshlíð - Skilamat mars 2006.  Meðfylgjandi bréfinu er skilamat vegna framkvæmda við Snjóflóðavarnir á Ísafirði, Seljalandshlíð, sem unnar voru á tímabilinu júní 2003 til október 2004.            Lagt fram til kynningar. 15.       Bréf bæjarstjóra. - Álagning sorphirðu- og sorpeyðingarjalda.  2006-02-0076.            Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 24. mars s.l., varðandi álagningu sorphirðu- og sorpeyðingargjalda á tvær fasteignir í Ísafjarðarbæ.        Bæjarráð bendir á þær vinnureglur sem gilda hjá Ísafjarðarbæ um sambærileg  erindi og vekur athygli á að hægt er að sameina viðkomandi fasteingir undir eitt fasteignanúmer. 16.       Bréf Intrum á Íslandi ehf. - Opnu

Er hægt að bæta efnið á síðunni?