Bæjarráð - 473. fundur - 13. mars 2006

Þetta var gert:

1.         Til fundar við bæjarráð eru mættir íbúar í nágrenni við Aðalstræti 22,            Ísafirði.  2005-11-0038.            Til fundar við bæjarráð eru mættir íbúar í nágrenni við Aðalstræti 22, Ísafirði, húsnæði sem veitingastaðurinn Langi Mangi er staðsettur í.  Mættir eru Erlingur Tryggvason, Guðmundur Níelsson, Sæmundur Guðmundsson og Björn Jóhannesson, lögfræðingur.  Jafnframt er mætt á fundinn að boði bæjarstjóra sýslumaðurinn á Ísafirði, Sigríður B. Guðjónsdóttir.                       2.         Fundargerðir nefnda.            Barnaverndarnefnd 9/3.  66. fundur.            Fundargerðin er í fjórum liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar.             Félagsmálanefnd 7/3.  266. fundur.            Fundargerðin er í fjórum liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar.             Íþrótta- og tómstundanefnd 8/3.  58. fundur.            Fundargerðin er í fjórum liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar.             Umhverfisnefnd 9/3.  228. fundur.            Fundargerðin er í átján liðum.            1. liður.  Bæjarráð óskar eftir fundi með forsvarsmönnum            Mýrarboltafélagsins um málefnið.            Fundargerðin lögð fram til kynningar.           3.        Bréf verkefnisstjóra tæknideildar. - Tilboð í þakviðgerð á Eyrarskjóli,           Ísafirði.  2005-10-0059.            Lagt fram bréf Jóhanns B. Gunnarssonar, verkefnisstjóra á tæknideild, dagsett 7. mars s.l., varðandi tilboð er borist hafa í endurnýjun á þaki leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði.  Eftirfarandi tilboð bárust.             Ísblikk ehf., Ísafirði,                              kr. 3.418.695.-            S.Z.Ól. trésmiðja ehf., Bolungarvík,       kr. 3.859.333.-            Spýtan ehf., Ísafirði,                              kr. 3.927.485.-            Vestfirskir Verktakar ehf., Ísafirði,        kr. 4.160.185.-            Ágúst & Flosi ehf., Ísafirði,                   kr. 6.855.343.-            Kostnaðaráætlun                                  kr. 4.289.102.-             Í bréfinu leggur verkefnastjóri til, að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda í verkið, Ísblikk ehf., Ísafirði.            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga verkefnisstjóra verði samþykkt.      4.         Bréf umhverfisráðuneytis. - Vegslóði um Dalsheiði og Öldugil í Leirufjörð.            2004-08-0049.            Lagt fram bréf  frá umhverfisráðuneyti dagsett 1. mars s.l., er varðar lagningu vegslóða um Dalsheiði og niður Öldugil í Leirufjörð í Jökulfjörðum. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið lýsir yfir ánægju með að málið skuli hafa verið rannsakað, en tekur ekki afstöðu til mats sýslumannsins á Ísafirði, um að hætta beri rannsókn þess.            Lagt fram til kynningar. 5.         Bréf Sæfara, Ísafirði. - Gamli slippurinn á Suðurtanga, Ísafirði.            2005-11-0099.            Lagt fram bréf   frá Sæfara, félagi áhugamanna um sjósport á Ísafirði, dagsett þann 6. mars s.l.  Í bréfinu fer Sæfari fram á það við Ísafjarðarbæ, að bærinn kaupi af félaginu ,,Gamla slippinn" við Suðurtanga 2a á Ísafirði, ástamt tilheyrandi eignum.  Eignirnar eru spilhús, dráttarspil, slippur og dráttarbraut.  Kaupverð verði krónur átta milljónir.            Bæjarráð óskar umsagnar stjórnar Byggðasafns Vestfjarða um erindið.  Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Sæfara. 6.         Bréf Ferðaþjónustunnar Reykjanesi ehf. - Dýpkun landbrots í austanverðu            Reykjanesi við Ísafjarðardjúp.  2006-03-0052.             Lagt fram bréf frá Ferðaþjónustunni Reykjanesi ehf., dagsett 6. mars s.l., þar sem sótt er um leyfi til dýpkunar í landbroti, sem er austan til á Reykjanesi á móts við suðurenda flugbrautar.  Tilgangurinn er að gera öruggt lægi fyrir Sóma 800 bát, sem notaður er til skoðunarferða fyrir gesti hótelsins í Reykjanesi.            Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.                                   7.         Bréf 3X-Stál, Ísafirði. - Beiðni um styrk vegna markaðssetningar.            Lagt fram bréf frá 3X-Stál, Ísafirði, dagsett 28. febrúar s.l., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ vegna markaðssetningar félagsins innan Evrópumarkaða.  Óskað er eftir styrk að upphæð a.m.k. einnar milljónar króna.            Bæjarráð óskar eftir fundi með forsvarsmönnum 3X-Stál.     8.         Bréf Miðfells hf., Ísafirði. - Boðun hluthafafundar.            Lagt fram bréf frá Miðfelli hf., Sindragötu 1, Ísafirði, dagsett 7. mars s.l., þar sem boðað er til hluthafafundar félagsins þriðjudaginn 14. mars n.k. klukkan 14:00 á skrifstofu félagsins.            Bæjarráð felur Guðna G. Jóhannessyni, formanni bæjarráðs, Magnúsi Reyni Guðmundssyni, bæjarfulltrúa og Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóar, að sækja hluthafafundinn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.                9.         Niðurstöður um mengunarmælingar frá Sorpeyðingarstöðinni Funa.            Lögð fram skýrsla um mengunarmælingu í útblæstri, frárennsli og ösku frá sorpeyðingarstöðinni Funa á Ísafirði, sem gerðar voru í október 2005.  Mælingarnar unnu Hermann Þórðarson og Kristján Sigurðsson.            Bæjarstjóri upplýsti að nýjar síur séu væntanlegar og verða settar upp um leið og þær berast.  Bæjarráð vísar skýrslunni til tæknideildar Ísafjarðarbæjar.  10.       Bréf Fasteignamats ríkisins. - Álagning á nýjar lóðir og mannvirki.            Lagt fram bréf frá Fasteignamati ríkisins dagsett 8. mars s.l., er varðar álagningu á nýjar lóðir og ný mannvirki í Landskrá fasteigna.            Bæjarráð vísar bréfinu til fjármálastjóra og byggingarfulltrúa.  11.       Minnisblað bæjarritara. - Samningsdrög um almenningssamgöngur í            Ísafjarðarbæ.  2005-09-0066.            Guðni G. Jóhannesson vék af fundi undir þessum lið dagskrár.            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 10. mars s.l., þar sem gerð er grein fyrir að gengið hefur verið frá samningsdrögum við Ferðaþjónustu Margrétar og Guðna ehf., Ísafirði, um akstur almenningsvagna á Ísafirði, skólaakstur í Skutulsfirði og almenningsakstur á milli Ísafjarðar og Suðureyrar.            Jafnframt gerir bæjarritari grein fyrir, að gengið hefur verið frá samningsdrögum við F & S Hópferðabíla ehf., Þingeyri, um akstur almenningsvagna á milli Ísafjarðar, Flateyrar og Þingeyrar.            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningar við Ferðaþjónustu Margrétar og Guðna ehf., Ísafirði og samningur við F & S Hópferðabíla ehf., Þingeyri, verði samþykktir, með breytingu á fylgiskjali II um afsláttakjör fargjalda.  Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram ný drög að fylgiskjali II á fundi bæjarstjórnar þann 16. mars n.k.  12.       Bréf Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. - Orkufrekur iðnaður á Suðurlandi.            2006-03-0053.            Lagt fram bréf til sveitarfélaga frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga dagsett 9. mars s.l., er varðar orkufrekan iðnað á Suðurlandi.            Lagt fram til kynningar. 13.       Minnisblað bæjartæknifræðings. - Tilboð í verkið ,,Vatnsveita á Þingeyri,            nýtt inntak í Ausudal?.   2006-03-0007.            Lagt fram minnisblað Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett þann 10. mars s.l., er varðar útboð á verkinu ,,Vatnsveita á Þingeyri, nýtt inntak í Ausudal?.  Í minnisblaðinu svarar bæjartæknifræðingur fyrirspurn bæjarráðs frá 472. fundi, um samþykki tilbjóðenda á breyttum magntölum í tilboði.            Með tilvísun til minnisblaðs bæjartæknifræðings leggur bæjarráð til við bæjarstjórn, að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda í verkið, Gröfuþjónustu Bjarna ehf., Suðureyri, á grundvelli tilboðs fyrirtækisins, sem hljóðar upp á kr. 5.385.860.- miðað við endurreiknaðar magntölur


14.       Bréf bæjarstjóra. - Árshátíð starfsmanna Ísafjarðarbæjar.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?