Bæjarráð - 469. fundur - 13. febrúar 2006


Þetta var gert:

1.         Handbók fyrir starfsaðila barnaverndar. - Ingibjörg María Guðmundsdóttir,            forstöðumaður, mætir á fund bæjarráðs.  2004-02-0033.            Lagt fram bréf frá Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur, forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, dagsett 10. febrúar s.l., ásamt lokadrögum að handbók sem barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum hefur unnið í samræmi við framkvæmdaáætlun nefndarinnar.  Ingibjörg María Guðmundsdóttir, starfsmaður nefndarinnar við handbókina, mætti á fund bæjarráðs og gerði grein fyrir handbókinni.  Gert er ráð fyrir að prentun handbókarinnar verði lokið um komandi mánaðarmót og verði þá afhent öllum samstarfsaðilum á kynningarfundi.            Bæjarráð þakkar fyrir góða kynningu Ingibjargar Maríu á handbókinni og lýsir yfir ánægju með væntanlega útkomu bókarinnar. 2.         Fundargerðir nefnda.            Barnaverndarnefnd 9/2.  65. fundur.            Fundargerðin er í fimm liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar.                       Fræðslunefnd 7/2.  233. fundur.            Fundargerðin er í sex liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar.             Íþrótta- og tómstundanefnd 8/2.  57. fundur.            Fundargerðin er í tveimur liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar.                       Menningarmálanefnd 7/2.  120. fundur.            Fundargerðin er í níu liðum.            2. liður. Tillaga menningarmálanefndar samþykkt.            Bæjarráð bendir á að rétt væri að með hópnum færu tveir fararstjórar.            Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.             Umhverfisnefnd 8/2.  226. fundur.            Fundargerðin er í fimm liðum.            Fundargerðin lögð fram til kynningar. 3.         Trúnaðarmál.            Trúnaðarmál rætt og fært í trúnaðarmálabók bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. 4.         Bréf skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði. - Húsnæðismál GÍ.            2005-03-0059.            Lagt fram bréf Skarphéðins Jónssonar, skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, dagsett 9. febrúar s.l., þar sem hann fjallar um samþykkta tillögu á 195. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 2. febrúar s.l.  Í tillögunni fólst ákvörðun um að taka á leigu kennsluhúsnæði í húsi Íshúsfélagsins við Eyrargötu á Ísafirði.  Við afgreiðslu tillögunnar var gerð orðalagsbreyting á henni og samþykkt að tveir eldri bekkir GÍ færu í þetta húsnæði.  Í bréfi skólastjóra kemur fram að mikið óhagræði sé af því að skilyrða hvaða bekkir GÍ fari í Íshúsfélagið og óskar hann eftir að málið verði tekið upp að nýju og tillaga meirihluta óbreytt frá 195. fundi bæjarstjórnar verði samþykkt.            Bæjarráð getur ekki fallist á þá tillögu skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, að bráðabirgða kennsluhúsnæði í Íshúsfélaginu verði nýtt fyrir yngri bekki grunnskólans. Telji skólastjórnendur, að húsnæðið í Íshúsfélaginu henti ekki til kennslu fyrir eldri árganga GÍ, verði leitað annarra lausna. 5.         Bréf Reykjavíkurborgar. - Landsfundur jafnréttisnefnda.  2006-02-0023.            Lagt fram bréf frá Reykjavíkurborg til bæjar- og sveitarfélaga dagsett 2. febrúar s.l., er varðar landsfund jafnréttisnefnda sveitarfélaga er haldinn verður í Reykjavík 17. og 18. febrúar n.k.  Bréfinu fylgir dagskrá fundarins.            Lagt fram til kynningar. 6.         Bréf Ferðamálasamtaka Vestfjarða. - Ályktun stjórnar FV um            Leirufjarðarmálið.  2004-08-0049.            Lagt fram bréf frá Ferðamálasamtökum Vestfjarða, um ályktun stjórnar félagsins frá stjórnarfundi þann 7. febrúar s.l., þar sem stjórnin skorar á bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hlutast til um, að því landi sem spillt hefur verið með lagningu vegslóða í Leirufjörð á s.l. ári, verði lagfært að fullu næsta sumar.            Lagt fram til kynningar.                       7.         Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundagerð heilbrigðisnefndar.            2005-05-0064.            Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 5. febrúar s.l., ásamt 53. fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 3. febrúar s.l.            Jafnframt er undir þessum lið dagskrár lagður fram ársreikningur Heilbrigðis-eftirlits Vestfjarða fyrir árið 2005.  Lagt fram til kynningar. 8.         Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Ráðstefna um tækifæri íslenskra sveitarfélaga            í alþjóðlegu samstarfi.  2006-02-0028.            Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 2. febrúar s.l., varðandi ráðstefnu er haldin verður þann 23. febrúar n.k., um tækifæri íslenskra sveitarfélaga í alþjóðlegu samstarfi.  ,,Getur úrtásin líka náð til sveitarfélaga??  Bréfinu fylgir dagskrá ráðstefnunnar.            Þann 24. febrúar n.k. stendur utanríkisráðuneytið fyrir nokkurs konar framhaldsráðstefnu og er bæði fulltrúum sveitarfélaga og atvinnulífs boðið að taka þátt í henni.  Skráningar fara fram á heimasíðu Samb. ísl. sveitarf.            Bréfinu vísað til atvinnumálanefndar.  Lagt fram til kynningar í bæjarráði. 9.         Byggðasafn Vestfjarða. - Fundargerð 6. stjórnarfundar.            Lögð fram 6. fundargerð stjórnar Byggðasafns Vestfjarða frá fundi er haldinn var þann 3. febrúar s.l.  Lagt fram til kynningar. 10.       Frumvarp til laga um breytingu á grunnskólalögum.            Lögð fram útprentun af heimasíðu menntamálaráðuneytis, frétt um frumvarp til laga um breytingu á grunnskólalögum, sem menntamálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi.  Lagt fram til kynningar. 11.       Bréf nefndar um endurskoðun laga um heilbrigðisþjónustu.  2006-02-0024.            Lagt fram bréf nefndar um endurskoðun laga um heilbrigðisþjónustu dagsett þann 3. febrúar s.l., ásamt frumvarpi til laga um heilbrigðisþjónustu.  Í bréfinu er óskað eftir hugsanlegum athugasemdum, sem og afstöðu sveitarfélagsins almennt til frumvarpsins.  Svarfrestur er til 24. febrúar n.k.            Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í félagsmálanefnd. 12.       Skýrsla félagsmálaráðherra um sveitarstjórnarmál.  2006-01-0096.            Lögð fram til kynningar í bæjarráði, skýrsla félagsmálaráðherra um sveitarstjórnarmál.  Lögð fyrir Alþingi á 132. löggjafarþingi 2005-2006. 13.       Almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ. - Staða útboðsmála.  2005-09-0066.            Greint frá stöðu mála hvað varða útboð á almenningssamgöngum í Ísafjarðarbæ, skólaakstri í Skutulsfirði.  Jóhann B. Helgason, bæjartæknifræðingur, kom á fund bæjarráðs undir þessum lið og gerði grein fyrir viðræðum við lægstbjóðanda og niðurstöðu þeirra.            Þar sem fyrir liggur að lægstbjóðandi hefur ekki staðið að fullu skil á þeim gögnum er óskað var eftir í síðasta lagi föstudaginn 10. febrúar s.l., felur bæjarráð bæjartæknifræðingi að ganga til viðræðna við fyrirtækið Teit Jónasson, sem átti næst lægsta tilboð í heildarverkið.           Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:10. Þorleifur Pálsson, ritari.Birna Lárusdóttir, formaður bæjarráðs. Svanlaug Guðnadóttir.Lárus G. Valdimarsson. Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?