Bæjarráð - 468. fundur - 6. febrúar 2006

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.Landbúnaðarnefnd 2/2. 71. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


2. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga landbúnaðarnefndar verði samþykkt.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.2. Framtíðarskipan málefna Hlífar I og II, Ísafirði. - Á fund bæjarráðs mæta formaður félagsmálanefndar og starfsmaður Skóla- og fjölsk.skrifst. 2006-02-0030.Til fundar við bæjarráð eru mættar Kristjana Sigurðardóttir, formaðru félagsmála-nefndar Ísafjarðarbæjar og Margrét Geirsdóttir, starfsmaður Skóla- og fjölskyldu-skrifstofu Ísafjarðarbæjar, til viðræðna um hugmyndir um framtíðarskipan í málefnum Hlífar I og II á Ísafirði.


Bæjarráð þakkar fyrir greinargóðar upplýsingar og felur félagsmálanefnd og starfsmanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu að halda áfram vinnu við hugmyndir þær er ræddar voru í bæjarráði.


3. Bréf Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. - Perlan Vestfirðir 2006. 2005-12-0027.Lagt fram bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða dagsett 30. janúar s.l., þar sem fjallað er um væntanlega atvinnuvegasýningu, sem halda á í Perlunni í Reykjavík dagana 5. - 7. maí n.k. Markmið sýningarinnar er: Kynning atvinnulífs og vestfirskrar framleiðslu. Markaðssetning á ferðaþjónustu og hvatning til ferðalaga. Sýna blómstrandi mannlíf til búsetu. Hvetja til fjárfestinga. Vekja almenna athygli.


Æskilegt er að sveitarfélög svari erindi félagsins um þátttöku hið fyrst, eða eigi síðar en 24. febrúar n.k.


Bæjarráð felur atvinnu- og ferðamálafulltrúa, að vinna að undirbúningi þátttöku Ísafjarðarbæjar í sýningunni.4. Bréf Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. - Hækkun húsaleigu félagsins. 2006-02-0031.Lagt fram bréf frá Fasteignum Ísafjarðarbæjar ehf., dagsett 1. febrúar s.l., þar sem gerð er grein fyrir ákvörðun stjórnar félagsins, um hækkun á húsaleigu vegna útleigu eigna. Meðalhækkun leigu er um 11,4%, en einstaka íbúðir hækka mis mikið. Hækkunin taki gildi frá og með 1. maí n.k.


Lagt fram til kynningar.5. Bréf umhverfisráðuneytis. - Uppkaupamál 18 íbúða í Hnífsdal. 2004-10-0063.Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 31. janúar s.l., þar sem tilkynnt er, að ráðuneytið f.h. Ofanflóðasjóðs, staðfestir greiðslu úr Ofanflóðasjóði á 90% uppkaupamati 18 íbúða að Árvöllum í Hnífsdal. Matsvirði eignanna er kr. 142.800.000.- og greiðsla Ofanflóðasjóðs því kr. 128.500.000.-. Uppkaupaverð verði greitt fyrir 1. mars 2007.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu f.h. Ísafjarðarbæjar. Afrit bréfsins sent Fasteignum Ísafjarðarbæjar ehf.6. Bréf eigenda Silfurgötu 1, Ísafirði. - Lóðamál. 2006-02-0016.Lagt fram bréf frá eigendum Silfurgötu 1, Ísafirði, dagsett þann 1. febrúar s.l., er varðar lóðamál húseignarinnar Silfurgötu 1, Ísafirði. Í bréfinu óska eigendur eftir að fá keypta af Ísafjarðarbæ viðbótarlóð að stærð 42 m2, til að sameina núverandi eignarlóð.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við eigendur að Silfurgötu 1, Ísafirði.7. Bréf Íbúasamtakanna Átaks, Þingeyri. - Almenningssamgöngur. 2005-09-0066.Lagt fram bréf frá Íbúasamtökunum Átaki, Þingeyri, dagsett 30. janúar s.l., er varðar almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ, í framhaldi af útboði á s.l. ári. Í bréfinu er áréttað mikilvægi góðra almenningssamgangna milli byggðakjarna í bæjarfélaginu.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs, vék af fundi undir þessum lið.


Bæjarráð þakkar bréf Íbúasamtakanna Átaks. Lagt fram til kynningar.8. Bréf Félags eldri borgara Flateyri. - Styrkbeiðni. 2005-11-0052.Lagt fram bréf frá Félagi eldri borgara Flateyri, er varðar styrkbeiðni vegna kaupa á húsnæðinu að Hafnarstræti 11, Flateyri.


Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 500.000.- og vísar fjármögnun til endurskoðunar á fjárhagsáætlun 2006.9. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Málstofa með rannsakendum skólamála. 2006-02-0032.Lagt fram bréf Svandísar Ingimundardóttur, þróunar- og skólafulltrúa, hjá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 26. janúar s.l., er varðar málstofu með rannsakendum skólamála, sem haldin verður þann 6. mars n.k. í Öskju, nátturufræðahúsi Háskóla Íslands og mun standa yfir á milli kl. 13-17.


Bæjarráð vísar bréfinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu og fræðslunefndar.10. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Viðmiðunarreglur um greiðslu leikskólagjalda utan lögheimilissveitarfélags. 2006-02-0033.Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf., Svandísi Ingimundardóttur, þróunar- og skólafulltrúa, dagsett 30. janúar s.l., ásamt viðmiðunarreglum Samb. ísl. sveitarf. um greiðslur vegna leikskóladvalar barna utan lögheimilissveitarfélags. Reglurnar voru samþykktar á fundi stjórnar Samb. ísl. sveitarf. þann 27. janúar s.l.


Bæjarráð samþykkir að nýta ofangreindar viðmiðunarreglur og vísar bréfinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu og fræðslunefndar.11. Bréf Félags fagfólks í frítímaþjónustu. - Kynning. 2006-02-0004.Lagt fram bréf Félags fagfólks í frítímaþjónustu dagsett 1. febrúar s.l. Í bréfinu er kynning á félaginu, jafnframt því að boðin er fram sérfræðiþekking m.a. vegna málefna barna og unglinga.


Erindinu vísað til Skóla- og fjölskylduskrifstofu.12. Lánasjóður sveitarfélaga. - Fréttabréf í upphafi árs 2006.Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dagsett 1. febrúar s.l., fréttabréf í upphafi árs 2006. Í bréfinu er fjallað um liðið ár, sameiningu eldri lána, lánsfjárþörf 2006 og fleira.


Bæjarráð vísar bréfinu til fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar.13. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Samráðsfundur með Landssambandi sumarhúsaeigenda. 2006-01-0098.Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 26. janúar s.l., þar sem sambandið boðar til fundar með Landssambandi sumarhúsaeigenda og verður fundurinn haldinn þann 10. febrúar n.k. á Park Inn Hótel Ísland, Ármúla 9, Reykjavík og hefst kl. 13:00. Bréfinu fylgir dagskrá fundarins.


Lagt fram til kynningar.14. Byggðasafn Vestfjarða. - Fundargerðir stjórnar.Lagðar fram fundargerðir stjórnar Byggðasafns Vestfjarða frá 1. fundi þann 14. júní 2005, til og með 5. fundar frá 24. janúar 2006.


Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:50.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.


Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?