Bæjarráð - 466. fundur - 23. janúar 2006

Þetta var gert:

1. Fundargerð nefndar.Þróunar- og starfsmenntunarsjóður Ísafjarðarbæjar 16/1. 16. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.2. Byggðakvóti í Ísafjarðarbæ 2005/2006. - Til frekari umræðu í bæjarráði. 2005-06-0041.Lagt fram minnisblað frá bæjarritara dagsett 20. janúar s.l., varðandi byggðakvóta Ísafjarðarbæjar 2005/2006, tillögu að úthlutun og drög að reglum varðandi úthlutun.


Birna Lárusdóttir vék af fundi bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.


Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki tillögu að skiptingu byggðakvóta fiskveiðiársins 2005/2006 eins og hún er fram lögð í gögnum bæjarráðs. Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn, að drög að reglum Ísafjarðarbæjar um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2005/2006 með eftirtöldum breytingum verði samþykktar.


3. liður í reglum Ísafjarðarbæjar breytist þannig, að í stað 50% og 50% komi 25% skiptist jafnt á milli umsækjenda og 75% skiptist hlutfallslega miðað við það aflamagn er viðkomandi skip/bátur landaði til vinnslu í sveitarfélaginu fiskveiðiárið 2004/2005.


5. liður í ofangreindum reglum breytist þannig, að í stað tvöföldunar á úthlutuðum byggðakvóta komi þreföldun á úthlutuðum byggðakvóta (1 á móti 2).3. Tillögu um tilnefningu heiðursborgara Ísafjarðarbæjar vísað til bæjarráðs frá 194. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.Neðangreindri tillögu Magnúsar Reynis Guðmundssonar, ásamt greinargerð, var vísað til bæjarráðs á 194. fundi bæjarstjórnar, samkvæmt samþykktri tillögu frá Birnu Lárusdóttur, forseta.
Tillaga um heiðursborgara Ísafjarðarbæjar.


Magnús Reynir Guðmundsson F-lista, lagði fram svohljóðandi tillögu undir 15. lið 465. fundargerðar bæjarráðs.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að útnefna Ruth Tryggvason, Aðalstræti 24, Ísafirði, kaupkonu og fyrrum ræðismann Dana á Ísafirði, heiðursborgara Ísafjarðarbæjar."

Tillaga Birnu Lárusdóttur, forseta bæjarstjórnar.


Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram eftirfarandi tillögu við tillögu Magnúsar Reynis Guðmundssonar við 15. lið 465. fundargerðar bæjarráðs.


,,Legg til að tillögu Magnúsar Reynis Guðmundssonar, varðandi tilnefningu heiðursborgara Ísafjarðarbæjar, verði vísað til bæjarráðs til umfjöllunar og frekari útfærslu m.a. í tengslum við 10. ára afmæli Ísafjarðarbæjar í júní n.k."Bæjarráð er efnislega sammála tillögu Magnúsar Reynis Guðmundssonar og felur bæjarstjóra að vinna frekar að málinu í samræmi við umræður á fundinum.4. Tillögu umhverfisnefndar um byggingu bílskúrs við Tangagötu 26, Ísafirði, vísað frá 194. fundi bæjarstjórnar til bæjarráðs. 2005-07-0018.Á 194. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 19. janúar s.l., var tillögu umhverfisnefndar í 224. fundargerð nefndarinnar undir 4. lið vísað til bæjarráðs.
Tillaga umhverfisnefndar.


4. Tangagata 26, Ísafirði. 2005-07-0018.


Tekin fyrir umsókn Þórðar Eysteinssonar þar sem hann sækir um heimild til að byggja 35m2 bílskúr á lóðinni að Tangagötu 26, Ísafirði, í samræmi við deiliskipulag um lóðina, sem gekk í gildi með auglýsingu í Stjórnartíðindum 5. janúar 2006.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

Tillaga bæjarstjórnar.


Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta bæjarstjórnar við 4. lið 224. fundargerðar umhverfisnefndar.


,,Bæjarstjórn samþykkir, að vísa 4. lið í 224. fundargerð umhverfisnefndar til bæjarráðs til frekari skoðunar."Bæjarráð óskar eftir ferilskrá frá tæknideild Ísafjarðarbæjar, er varðar umsóknir um byggingarleyfi fyrir bílskúr að Tangagötu 26, Ísafirði.5. Afrit af bréfi Íslandspósts hf., til Vegagerðarinnar. - Samgönguleysi í Hvalseyjar og í Arnarfjörð. 2006-01-0065.Lagt fram afrit af bréfi Íslandspósts hf., til Vegagerðarinnar dagsettu 18. janúar s.l., er varðar meðal annars samgönguleysi í Arnarfjörð og þá beiðni Íslandspóst, að Vegagerðin tryggi a.m.k. tvær ferðir á viku til íbúa í Arnarfirði frá október til apríl.


Bæjarráð skorar á samgönguráðherra, að vetrarsamgöngur við íbúa Ísafjarðarbæjar í Arnarfirði verði bættar frá því sem nú er.6. Heimasíða Ísafjarðarbæjar. - Bæjarstjóri greinir frá stöðu mála á fundi bæjarráðs.Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar vinnu við nýja heimasíðu Ísafjarðarbæjar, sem verið er að vinna að hjá fyrirtækinu EC WEB, ásamt starfsmönnum Ísafjarðarbæjar. Í máli bæjarstjóra kom fram, að stefnt er að því að heimasíðan verði opnuð á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 16. febrúar n.k.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:35.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.


Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?