Bæjarráð - 465. fundur - 16. janúar 2006

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.Atvinnumálanefnd 11/1. 61. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


2. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Ísafjarðarbær taki þátt í sýningunni ,,Perlan Vestfirðir" á komandi vori.


3. liður. Bæjarráð samþykkir tillögu atvinnumálanefndar.


4. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að málinu í samræmi við bókun atvinnumálanefndar og umræður í bæjarráði.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Barnaverndarnefnd 12/1. 64. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Félagsmálanefnd 10/1. 263. fundur.


Fundargerðin er í sex liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Hafnarstjórn 11/1. 111. fundur.


Fundargerðin er í fjórum liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Íþrótta- og tómstundanefnd 11/1. 55. fundur.


Fundargerðin er í átta liðum.


1. liður. Bæjarráð vísar gjaldskránni til afgreiðslu í bæjarstjórn.


4. liður. Bæjarráð samþykkir drög að samningi við Íþróttafélagið Stefni, en afgreiðslu á gjaldskrá frestað.


6. liður. Bæjarráð vísar tillögu nefndarinnar til íþrótta- og tómstundafulltrúa til úrvinnslu.


8. liður. Bæjarráð óskar umsagnar íþrótta- og tómstundafulltrúa og forstöðumanns hússins, um erindi KFÍ.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Umhverfisnefnd 11/1. 224. fundur.


Fundargerðin er í níu liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.2. Bréf bæjarstjóra. - Fræðslusjóður Félags slökkviliðsmanna Ísafjarðarbæjar. 2005-12-0036.Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 11. janúar s.l., er varðar Fræðslusjóð Félags slökkviliðsmanna í Ísafjarðarbæ. Á fundi bæjarráðs þann 2. janúar s.l., var bæjarstjóra falið að skoða frekar málefni Félags slökkviliðsmanna í Ísafjarðarbæ, vegna fyrirkomulags á launagreiðslum til félaga í Félagi slökkviliðsmanna í Ísafjarðarbæ, sem og samkomulag um greiðslur Ísafjarðarbæjar í fræðslusjóð félagsins.


Að lokinni skoðun málsins leggur bæjarstjóri til að ekki verði gerð breyting á samkomulagi Ísafjarðarbæjar og Félags slökkviliðsmanna í Ísafjarðarbæ, um greiðslur í fræðslusjóð félagsins.


Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.3. Bréf Netos ehf., Ísafirði. - Greiðslur reikninga.Lagt fram bréf frá Netos ehf., Ísafirði, dagsett 9. janúar s.l., er varðar viðskipti við og þjónustu fyrir Ísafjarðarbæ, sem og greiðslur fyrir hugbúnað og vinnu.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við bréfritara.4. Bréf fjármálastjóra. - Kerfisstjóri, nýtt starf. 2006-01-0045.Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 12. janúar s.l., er varðar nýtt starf kerfisstjóra hjá Ísafjarðarbæ, ásamt drögum að starfslýsingu kerfisstjóra.


Bæjarráð telur eðlilegt, þar sem boðuð hefur verið endurskoðun á skipuriti Ísafjarðarbæjar, að staða kerfisstjóra falli undir stjórnsýslusvið.


Bæjarráð samþykkir starfslýsinguna og felur bæjarritara að auglýsa starfið laust til umsóknar.5. Bréf Sæskipa ehf., Reykjavík. - Skuldir við Ísafjarðarbæ. - Nýtt skip. 2005-01-0020.Lagt fram bréf frá Sæskipum ehf., Reykjavík, dagsett 9. janúar s.l., er varðar skuldir félagsins við Ísafjarðarbæ, innheimtu þeirra o.fl. Jafnframt kemur fram í bréfinu að félagið hafi hug á að kaupa nýtt skip, sem annast mun vöruflutninga til og frá Vestfjörðum.


Bæjarráð telur ekki mögulegt að verða við erindi Sæskipa ehf., varðandi skuldir félagsins við Ísafjarðarbæ.6. Bréf sýslumannsins á Ísafirði. - Vegslóði í Leirufirði, um Dalsheiði og niður Öldugil.Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Ísafirði dagsett þann 10. janúar s.l., er varðar niðurfellingu máls vegna ætlaðra brota gegn lögum um umhverfisvernd, vegna lagningu vegar um Dalsheiði, niður Öldugil og um Leirufjörð.


Málavextir eru þeir að með bréfi Ísafjarðarbæjar frá 19. ágúst 2005, óskar Ísafjarðarbær eftir opinberri rannsókn vegna vegagerðar í Leirufirði. Jafnframt barst sýslumanni kæra frá Náttúruverndarsamtökum Íslands.


Í ofangreindu bréfi sýslumanns kemur fram að það er hans mat að hætta beri rannskókn þessa máls, með vísan til 1. mgr. 76. gr. laga nr. 19/1991, um meðferð opinberra mála. Bent er á 76. gr. laga nr. 19/1991, þar sem fram kemur að sá sem ekki vill una við ákvörðun lögreglustjóra, getur kært hana til ríkissaksóknara innan eins mánaðar frá því að honum var tilkynnt um ákvörðunina.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita umsagnar Umhverfisstofnunar, umhverfis- ráðuneytis, sem og bæjarlögmanns um úrskurð sýslumanns.7. Bréf Kvenfélagsins Hvatar. - Þjóðbúningasaumur. 2006-01-0037.Lagt fram bréf Kvenfélagsins Hvatar í Hnífsdal dagsett 5. janúar s.l., er varðar styrkumsókn vegna námskeiðs sem halda á í þjóðbúningasaumi.


Erindinu vísað til menningarmálanefndar.8. Bréf Handknattleikssambands Íslands. - Saga handknattleiksíþróttarinnar. 2006-01-0034.Lagt fram bréf frá Handknattleikssambandi Íslands dagsett 6. desember s.l., þar sem sambandið óskar eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 300.000.- vegna útgáfu á sögu handknattleiksíþróttarinnar, sem gefin verður út í tilefni af stofnun sambandsins fyrir nær fimmtíu árum.


Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.9. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Raunkostnaður við heilbrigðiseftirlit. 2005-05-0064.Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 10. janúar s.l., þar sem svarað er fyrirspurn og athugasemdum er fram komu á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 21. desember 2005. Bréfinu fylgja margvíslegar upplýsingar varðandi málefnið.


Bæjarráð þakkar greinargerð heilbrigðisfulltrúa. Lagt fram til kynningar í bæjarráði.10. Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Fundargerðir stjórnar.Lagðar fram fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 15. apríl 2005, 27. maí 2005, 21. júní 2005, 24. ágúst 2005, 1. september 2005 og 4. október 2005.


Lagt fram til kynningar.11. Ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar 2005.Lögð fram til kynningar ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir starfsárið 2005. Bæjarráð þakkar slökkviliðsstjóra fyrir skýrsluna.12. Bréf bæjartæknifræðings. - Gatnagerð á Tunguskeiði, Ísafirði. 2003-09-0042Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 13. janúar s.l., er varðar gatnagerð á Tunguskeiði, Ísafirði, 2. áfangi. Í bréfinu óskar bæjartækni-fræðingur eftir heimild til að semja við Kubb ehf., Ísafirði, um 2. áfanga framkvæmda sem áætlaðar eru á árinu 2006. Samið verði á grundvelli fyrri samnings við Kubb ehf., frá árinu 2003 vegna 1. áfanga. Jóhann B. Helgason sat fund bæjarráðs undir þessum lið.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu bæjartæknifræðings.13. Bréf bæjartæknifræðings. - Almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ. 2005-09-0066.Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 2. janúar s.l., er varðar tilboð í almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ, skólaakstur í Skutulsfirði. Tilboð voru opnuð þann 30. desember 2005 og bárust sjö tilboð, þar af eitt frávikstilboð. Akstursleiðir eru fjórar og aðeins þrír tilbjóðendur buðu í þær allar. Lægsta heildarboð kom frá fyrirtækinu Stjörnubílum á Ísafirði. Jóhann B. Helgason sat fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.


Guðni G. Jóhannesson vék af fundi bæjarráðs undir þessum lið.


Lagt fram til kynningar.14. Bréf bæjartæknifræðings. - Eignasjóður Ísafjarðarbæjar. 2005-12-0021.Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 13. janúar s.l., varðandi Eignasjóð Ísafjarðarbæjar, hlutverk og verkefni. Á fundi bæjarráðs þann 19. desember 2005, óskaði bæjarráð eftir umsögnum sviðsstjóra Ísafjarðarbæjar á drögum að reglum um hlutverk og verkefni Eignasjóðs. Í meðfylgjandi reglum hefur verið tekið tillit til þeirra ábendinga.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar með þeirri viðbót, að stjórnskipuleg staða Eignasjóðs verði skilgreind.15. Bréf bæjarstjóra. - Vinnureglur um birtingu fundargerða.Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 13. janúar s.l., er varðar vinnuferil vegna birtingar fundargerða nefnda Ísafjarðarbæjar. Bæjarstjóri telur tímabært að breyta reglum um birtingu fundargerða og birta þær jafnóðum með fyrirvara um að eftir sé að fjalla um þær í bæjarráði/bæjarstjórn. Upplýsingalög gera ráð fyrir að fundargerðir séu opinberar eftir að fundi lýkur.


Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um birtingu fundargerða nefnda Ísafjarðarbæjar.16. Trúnaðarmál.Trúnaðarmál rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs.17. Trúnaðarmál.Trúnaðarmál rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:35.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.


Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?