Bæjarráð - 464. fundur - 9. janúar 2006


Þetta var gert:


1. Bréf fjármálastjóra. - Fasteignagjöld, styrkveitingar til félagasamtaka. 2006-01-0002.Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 2. janúar s.l., er varðar reglur um styrkveitingar til félagasamtaka vegna fasteignagjalda 2006. Í bréfinu leggur fjármálastjóri til, að hámarksstyrkur verði kr. 117.000.-, sem er sama fjárhæð og á árinu 2005, og sé einungis veittur til greiðslu fasteignaskatts og holræsagjalds.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn þá breytingu, að hámarksafsláttur verði kr. 120.000.-.2. Bréf fjármálastjóra. - Fasteignagjöld, reglur um niðurfellingu til elli- og örorkulífeyrisþega. 2006-01-0002.Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 2. janúar 2006, er varðar drög að reglum um niðurfellingu fasteignagjalda til elli- og örorkulýfeyrisþega. Í bréfinu er lagt til að hámarksafsláttur verði kr. 62.000.-, sem er sami afsláttur og á árinu 2005. Tekjuviðmiðun hækki um 3% frá viðmiðun ársins 2005. Niðurgreiðslan komi aðeins á fasteignaskatt og holræsagjald.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn þá breytingu, að hámarksafsláttur verði kr. 64.000.-.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar með þeirri breytingu, að 7. töluliður í reglum um niðurfellingu fasteignagjalda til elli- og örorkulífeyrisþega hljóði svo. ,,Falli aðstæður ekki undir þær reglur sem að framan greinir er bæjarráði heimilt að ákveða um lækkun eða niðurfellingu fasteignagjalda.3. Bréf fjármálastjóra. - Sorpeyðingargjöld á lögaðila. 2006-01-0002.Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 3. janúar 2006, um sorpeyðingargjöld á lögaðila 2006, ásamt drögum að álagningslista fyrir árið 2006. Listinn er unnin samkvæmt tillögum f.v. stöðvarstjóra Funa í samvinnu við bæjarskrifstofu. Lagt er til að álagningarlistinn verði samþykktur.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarlistinn verði samþykktur.4. Umsókn um vínveitingaleyfi. - Veitingastaðurinn Fernando´s, Ísafirði. 2005-12-0045.Lögð fram umsókn um vínveitingaleyfi frá Shiran Þórissyni f.h. Vinaminnis ehf., Ísafirði, dagsett 4. nóvember 2005, vegna veitingastaðarins Fernando´s, Austurvegi 1, Ísafirði. Jafnframt er lagt fram minnisblað bæjarritara, þar sem fram kemur að öll tilskilin leyfi og ábyrgðir eru fyrir hendi, sem og umsögn sýslumannsins á Ísafirði.


Bæjarráð samþykkir veitingu vínveitingaleyfis til Vinaminnis ehf., vegna veitingarstaðarins Fernando´s, Ísafirði.5. Bréf sýslumannsins á Ísafirði. - Umsögn um veitingu vínveitingaleyfis. 2005-11-0038.Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Ísafirði dagsett 4. janúar s.l., umsögn sýslumanns á umsókn veitingastaðarins Langa Manga, Aðalstræti 22, Ísafirði, á vínveitingaleyfi til eins árs. Í bréfi sýslumanns kemur fram að hann geti fallist á veitingu vínveitingaleyfis tímabundið, eða þar til skemmtanaleyfi staðarins rennur út.


Bæjarráð samþykkir veitingu vínveitingaleyfis þann tíma sem gildandi skemmtanaleyfi gildir, eða fram í mars n.k.6. Bréf Launanefndar sveitarfélaga. - Launamálaráðstefna sveitarfélaga. 2006-01-0040.Lagt fram bréf frá Karli Björnssyni, sviðsstjóra kjarasviðs Samb. ísl. sveitarf., dagsett 3. janúar s.l. Í bréfinu er rætt um væntanlega launamálaráðstefnu sveitarfélaga þann 20. janúar n.k., sem og seturétt fulltrúa sveitarfélaga á ráðstefnunni o.fl.


Bæjarráð samþykkir að Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs, Lárus G. Valdimarsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, sæki ráðstefnuna fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.7. Bréf Félags áhugamanna um víkingaverkefni á söguslóðum Gísla Súrssonar. - Beiðni um styrk. 2006-01-0021.Lagt fram bréf frá Félagi áhugamanna um víkingaverkefnið á söguslóðum Gísla Súrssonar, dagsett þann 4. janúar s.l., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 1 milljón, til áframhaldandi uppbyggingar víkingasvæðisins á Oddanum á Þingeyri.


Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar.8. Bréf bæjarstjóra. - Fundur um samgöngumál 14. janúar 2006.Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 6. janúar s.l., þar sem bæjarstjóri gerir grein fyrir væntanlegum fundi um bættar samgöngur milli þéttbýlisstaða á norðanverðum Vestfjörðum, sem haldinn verður í Víkurbæ, félagsheimili Bolvíkinga, þann 14. janúar n.k. og hefst kl. 14:00.


Fulltrúar áhugafólks um bættar samgöngur á Vestfjörðum settu sig í samband við sveitarfélögin þrjú á norðanverðum Vestfjörðum og óskuðu eftir að þau ásamt þeim stæðu að fundi um bættar samgöngur milli þéttbýlisstaða á norðanverðum Vestfjörðum.


Bæjarráð samþykkir að taka þátt í fundinum og beinir þeim tilmælum til bæjarfulltrúa að þeir mæti á fundinn.9. Bréf frá Verki og viti 2006. - Íslenskur byggingariðnaður. 2006-01-0023.Lagt fram bréf frá Verki og viti 2006 dagsett 4. janúar s.l., er varðar stórsýninguna Verk og vit 2006, sem haldin verður í Íþrótta- og sýningahöllinni í Laugardal dagana 16. - 19. mars n.k. Í tengslum við sýninguna verða haldnar ráðstefnur og málþing og má þar nefna ráðstefnu um eignarhald fasteigna, rekstur þeirra og fjármögnun.


Bæjarráð felur tæknideild að vinna að undirbúningi þessa máls fyrir Ísafjarðarbæ.10. Bréf Ferðaþjónustunnar Reykjanesi ehf. - Vegstæði um Reykjanes í Ísafjarðardjúpi. 2006-01-0022.Lagt fram bréf frá Ferðaþjónustunni Reykjanesi ehf., dagsett 2. janúar s.l., varðandi tillögu að breyttri skipan vegstæðis um Reykjanes í Ísafjarðardjúpi.


Bæjarráð telur tillögu Vegagerðarinnar um vegstæði betri með tilliti til lífríkis og náttúrufars á staðnum. Þá er bent á að tillögur bréfritara koma seint fram, því Vegagerðin hefur þegar kynnt og fengið samþykktar tillögur sínar að vegstæði yfir Reykjafjörð og inn Reykjanes.11. Minnisblað bæjartæknifræðings. - Hreinsunarátak á brotajárni. 2005-11-0098.Lagt fram minnisblað Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 2. janúar s.l., er varðar bréf Gámaþjónustu Vestfjarða frá 23. nóvember 2005, um tilboð í hreinsunarátak á brotajárni í Ísafjarðarbæ. Bæjartæknifræðingur fagnar átaki sem þessu og ef um er að ræða lækkun á núverandi gjaldskrá þá kemur þetta sér vel. Hugsanlegt er að með nýju útboði hvað varðar eyðingu brotajárns, muni gjaldskrá lækka frá því sem nú er, en hvort það gjald verði lægra en í átaki, sem fellst í bilboði GV, á eftir að koma í ljós.


Bæjarráð samþykkir að taka þátt í átaksverkefni um hreinsun brotajárns, sem fram kemur í bréfi Gámaþjónustu Vestfjarða frá 23. nóvember 2005 og felur bæjartæknifræðingi að undirbúa verkefnið fyrir Ísafjarðarbæ.12. Bréf Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. - Vaxtarsamningur Vestjarða. 2005-03-0040.Lagt fram bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða dagsett 30. desember 2005, ásamt yfirliti um greiðslu framlaga til Vaxtarsamnings Vestfjarða fyrir árið 2005 og 2006. Samkvæmt því yfirliti er hlutur Ísafjarðarbæjar kr. 1 milljón á hvoru ári og er eindagi greiðslu ársins 2005 þann 31. janúar n.k.


Bæjarráð samþykkir greiðslu á hlut Ísafjarðarbæjar í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 7. apríl 2005.13. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Markaðsstofa Vestfjarða. 2004-11-0081.Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 30. desember 2005, er varðar framlag sveitarfélaga til Markaðsstofu Vestfjarða árið 2005 o.fl.


Bæjarráð samþykkir að framlag Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2005, kr. 1.233.447.-, verði greiddar af framlagi þessa árs í fjárhagsáætlun.14. Trúnaðarmál.Lagt fram trúnaðarmál, það rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:16.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Birna Lárusdóttir Lárus G. Valdimarsson.


Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?