Bæjarráð - 150. fundur - 22. nóvember 2010


Mætt eru Albertína Elíasdóttir, formaður, Guðfinna Hreiðarsdóttir, varaformaður, Gísli Jón Kristjánsson, Sigurður Hafberg, Kristján Andri Guðjónsson og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð.  Þetta var gert: 1. Gjaldskrá 2011.                                            Fyrir fundinum liggur tillaga að Gjaldskrá 2011.Gerð er tillaga um að gjaldskrár hækki almennt um 4%. Lestargjald og hafnsögugjald lækkar lítillega, en inn kemur nýr liður í bryggjugjöld, sem felur í sér 20% hækkun og á hann eingöngu við skip sem eru 20.000 brt. og stærri.Rafmagn til skipa hækkar um 11,3%, sem er í samræmi við hækkun á gjaldskrá Orkubús Vestfjarða.  Aflagjald hækki í 1,5%.Kristján Andri Guðjónsson vék af fundi við afgreiðslu aflagjalds.  Fleira ekki gert og fundi slitið kl.17:45.Albertína Elíasdóttir, formaður.Guðfinna Hreiðarsdóttir.                                                       Gísli J. Kristjánsson.Sigurður Hafberg.                                                                  Kristján Andri Guðjónsson.                  Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?