Atvinnu- og menningarmálanefnd - 99. fundur - 7. maí 2010


Mætt voru: Áslaug J. Jensdóttir formaður, Sigurður Hreinsson og Kári Jóhannsson.Neil Shiran Þórisson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða ritaði fundargerð. Dagskrá fundarins: 1.  Kynning á nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða


Nefndin tók erindið fyrir og Aðalsteinn Óskarsson frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga  kynnti verkefnið.    Hugmyndin að verkefninu kom innan Vestfjarða og var unnið í góðu samstarfi innan svæðis. Háskólasetur Vestfjarða, Teiknistofan Eik og Fjórðungssamband Vestfirðinga hafa verið virkust í samstarfinu sem hefur gengið vel og vonir standa til að verkefnið verði viðmið annarra.  Verkefnið er nýsköpunarverkefni fyrir þá sem koma að því og gæti aukið þá þjónustu sem í boði er innan svæðis varðandi skipulagsmál.  Lögð er áhersla á áframhaldandi vinnu við verkefnið og nefndin taldi verkefnið jákvætt fyrir svæðið og mælir með því. 2. Virðisaukinn


Nefndin ræddi tilnefningar til verðlaunanna og var nefndin sammála um verðlaunahafa sem kynntur verður á hundraðasta  fundi nefndarinnar. 3. Könnun um tjaldsvæði við Skutulsfjörð


Starfsmaður nefndarinnar fór yfir drög að könnun og starfsmanni falið að senda hana á Ferðamálasamtök Vestfjarða með beiðni um að senda hana áfram á ferðaþjóna við Skutulsfjörð á Ísafirði. 4. Önnur mál Fundi slitið kl. 13.00 Áslaug J. Jensdóttir, formaður


Sigurður Hreinsson


Kári Jóhansson


Shiran Þórisson, starfsmaður nefndarinnarEr hægt að bæta efnið á síðunni?