Atvinnu- og menningarmálanefnd - 97. fundur - 26. febrúar 2010

Mætt voru: Áslaug J. Jensdóttir, formaður, Sigurður Hreinsson og Kári Jóhannsson.


Neil Shiran Þórisson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða ritaði fundargerð.Dagskrá fundarins:1.  Endurbætur á tjaldsvæði Ísafjarðarbæjar í Tungudal, Skutulsfirði.


Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar óskar eftir að útboði vegna fyrirhugaðra breytinga á Tjaldsvæðinu í Tungudal verði frestað,  þar til að nefndin og upplýsingamiðstöð Ísafjarðarbæjar hafi tök á því  fara yfir málið í samræmi við áherslur ferðaþjónustunnar.2. Rekstur upplýsingamiðstöðvar Ísafjarðarbæjar.


Í tillögum starfshóps (á vegum Ferðamálastofu) um framtíðar fyrirkomulag upplýsingamiðstöðva eru Vestfirðir og Vesturland saman í einu landssvæði.  Þessi skipting er óviðunandi í ljósi landfræðilegra aðstæðna og sérstöðu Vestfjarða.  Þetta mun draga mátt úr þjónustu til ferðamanna og markaðssetningu svæðisins  í atvinnugrein sem hefur verið í stöðugum vexti á undanförnum árum.  3. Störf og skipulag.


Atvinnumálanefndin ítrekar að hún fái til umfjöllunar þau málefni sem heyra undir nefndina samkvænt erindisbréfi.4. Önnur mál


Nefndin vill láta skoða möguleikana á að koma upp rafrænum hugmyndabanka, þar sem hægt sé að koma fram hugmyndum um atvinnuuppbyggingu og viðskiptatækifæri. 

Fundi slitið kl. 13.20

Áslaug J. Jensdóttir, formaður.


Sigurður Hreinsson.  Kári Jóhansson.


Shiran Þórisson, starfsmaður nefndarinnar.Er hægt að bæta efnið á síðunni?