Atvinnu- og menningarmálanefnd - 92. fundur - 27. janúar 2009

Mætt voru: Kristján G. Jóhannsson, formaður, Áslaug J. Jensdóttir, varaformaður, Kári Þór Jóhannsson, Sigurður Hreinsson,  Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Guðmundur Þór Kristjánsson og Þorgeir Pálsson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.


Neil Shiran Þórisson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða ritaði fundargerð.



Dagskrá fundarins:



1. Lokaskýrsla Alsýn.  2008-05-0023.


Umræðum frestað fram á næsta fund.



2. Umræður um opinn íbúafund í samstarfi við Atvest.


Lagt var fram minnisblað frá Þorgeiri Pálssyni, framkvæmdastjóra Atvest.  Hann kynnti hugmyndafræðina og fyrirkomulag fundanna fyrir fundarmönnum.  Það komu fram ábendingar um tímasetningar og upplegg fundanna.  Halldór Halldórsson fjallaði um mikilvægi þess að fá fram hugmyndir grasrótarinnar, þ.e.a.s. íbúa, frumkvöðla og fyrirtækja á þessum íbúafundum.  Atvest var falið að útfæra fundaherferðina endanlega.



3. Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar.  2008-09-0008.


Halldór Halldórsson bæjarstjóri, fór yfir áætlanagerðina og forsendur hennar.  Í meginatriðum er fyrirsjáanleg tekjulækkun hjá sveitarfélaginu og því mikilvægt að hagræða í rekstri sveitarfélagsins og er verið að skoða alla möguleika hvað það varðar. Varðandi málefni Atvinnumálanefndarinnar þá er að mestu leyti gert ráð fyrir óbreyttu fyrirkomulagi á rekstri verkefna að svo stöddu.  Formaður nefndarinnar mun mæta á sameiginlegan fund formanna nefnda Ísafjarðarbæjar um þessi málefni og koma upplýsingum til annarra nefndarmanna.



4. Önnur mál.


Borin var fram fyrirspurn til Halldórs Halldórssonar varðandi framgang verkefnisins um vatnsverksmiðju.  Halldór rakti stöðu mála og taldi erfitt að meta stöðuna vegna þeirra efnahagsaðstæðna sem nú eru fyrir hendi.


Fleira ekki gert, fundargerðin upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18.30


Kristján G. Jóhannsson, formaður.


Kári Þór Jóhannsson.


Áslaug J. Jensdóttir.


Sigurður Hreinsson.


Guðmundur Kristjánsson.


Þorgeir Pálsson.


Shiran Þórisson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?