Atvinnu- og menningarmálanefnd - 91. fundur - 20. janúar 2009

Mætt voru: Kristján G. Jóhannsson, formaður, Áslaug J. Jensdóttir, varaformaður, Kári Þór Jóhannsson, Sigurður Hreinsson og Þorgeir Pálsson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.


Guðmundur Þór Kristjánsson var fjarverandi og enginn boðaður í hans stað.


Neil Shiran Þórisson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða ritaði fundargerð.Dagskrá fundarins:1.  Lokaskýrsla Alsýn.  2008-05-0023.


Umræðum frestað fram í lok janúar að ósk Alsýnar.2. Umræður um opinn íbúafund.


Rætt var um að halda opna íbúafundi í samstarfi við Atvest.  Þorgeiri Pálssyni var falið að koma með tillögur að slíkri fundaröð og verður það lagt fyrir á næsta fundi.3.Önnur mál.


Skorað á bæjarstjórn að standa vörð um verkefni í opinberum stofnunum, sem verið er að vinna innan svæðisins og að þau gæti þess að verkefnin verði ekki flutt annað.  Sú hætta gæti einmitt skapast í þeim samdrætti sem búist er við.


Rætt var almennt um efnahagsmál og stöðu atvinnulífs á svæðinu. Einnig voru ræddir möguleikar á aukinni nýsköpun innan atvinnugreina svæðisins.


Fleira ekki gert, fundargerðin upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17.40.


Kristján G. Jóhannsson, formaður.


Kári Þór Jóhannsson.


Áslaug J. Jensdóttir.


Þorgeir Pálsson


Shiran Þórisson.


Sigurður Hreinsson.Er hægt að bæta efnið á síðunni?