Atvinnu- og menningarmálanefnd - 88. fundur - 17. september 2008

Mætt voru: Kristján G. Jóhannsson, formaður,  Áslaug J. Jensdóttir, Sigurður Hreinsson, Kári Þór Jóhannsson og Guðmundur Þór Kristjánsson.


Kristján G. Jóhannsson ritaði fundargerð.Dagskrá fundarins:1. Endurskoðun samnings við Alsýn. 2007-09-0068.


Lagðar voru fram hugmyndir frá Alsýn ehf. um endurskoðun samnings milli aðila, sem bárust 16. september 2008.   Ljóst er að mikið ber á milli aðila og með hliðsjón af  því leggur atvinnumálanefnd til að núgildandi samningi við Alsýn ehf. verði sagt upp í samræmi við ákvæði 2. gr. samningsins frá 24. nóvember 2007.


Hugmyndir nefndarinnar og tilboð Alsýnar fylgja fundargerðinni.


Nefndarmennirnir Guðmundur Þór Kristjánsson og Kári Þór Jóhannesson sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Nefndarmennirnir Guðmundur Þór Kristjánsson, Kári Þór Jóhannesson og Sigurður Hreinsson lögðu fram eftirfarandi bókun:


Vísum til umfjöllunar í BB 16. september sl. þar sem höfð eru eftir Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, ummæli um málefni samnings Ísafjarðarbæjar og Alsýnar ehf.   Mótmælum harðlega afskiptum Halldórs Halldórssonar af málinu áður en Atvinnumálanefnd hefur náð að ljúka umfjöllun um endurskoðun á samningnum.  Við teljum óeðlilegt að hann komi með slík inngrip á meðan málið er í vinnslu í nefndinni.


Fleira ekki gert, fundargerðin upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 13.00


Kristján G. Jóhannsson, formaður


Áslaug J. Jensdóttir


Kári Þór Jóhannsson


Sigurður Hreinsson


Guðmundur Þór Kristjánsson.Er hægt að bæta efnið á síðunni?