Atvinnu- og menningarmálanefnd - 85. fundur - 10. júní 2008

Mætt voru: Kristján G. Jóhannsson, formaður, Áslaug J. Jensdóttir, varaformaður, Sigurður Hreinsson, Kári Þór Jóhannsson , Guðmundur Þór Kristjánsson var fjarverandi og enginn í hans stað.


Neil Shiran Þórisson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða ritaði fundargerð.


Dagskrá fundarins:



1. Aðalskipulag 2008-2020. 2006-03-0038


Farið var yfir minnisblað frá verkefnastjóra. Efnisbreytingar voru lagðar fram og mun starfsmaður nefndar sjá um lokafrágang og senda til nefndarmanna til lokaumsagnar.



2. Umsókn vegna menningartengdrar ferðaþjónustu. 2008-05-0063


Starfsmanni nefndarinnar var falið að svara bréfinu með þeim hætti að nefndin hafi ekkert styrkfé í slík verkefni og bendir á svæðisbundið stoðkerfi fyrir nánari upplýsingar.



3. Verkefnatillaga um greiningu iðnaðartækifæra. 2008-06-0031


Farið var yfir tillögu frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og Vaxtarsamningi Vestfjarða.  Hafin er vinna við greiningu iðnaðartækifæra með tilliti til afhendingaraðstæðna á raforku.  Nefndinni verður kynnt framvinda og verkefnaniðurstöður.



4. Almennar umræður um stöðu verkefna og störf nefndarinnar


Reiknað er með næsta fundi eftir sumarleyfi í ágúst.


Fleira ekki gert, fundargerðin upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:20.


Kristján G. Jóhannsson, formaður.


Kári Þór Jóhannsson.


Áslaug J. Jensdóttir.


Sigurður Hreinsson.


Shiran Þórisson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?