Atvinnu- og menningarmálanefnd - 84. fundur - 6. maí 2008

Mætt voru: Kristján G. Jóhannsson, formaður, Áslaug J. Jensdóttir, varaformaður, Sigurður Hreinsson, Kári Þór Jóhannsson og Guðmundur Þór Kristjánsson. Einnig sátu fundinn Steinþór Bragason frá ráðgjafafyrirtækinu Alsýn og Neil Shiran Þórisson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá fundarins:

1. Áfangaskýrsla frá Alsýn. 2008-05-0023


Lögð var fram stöðuskýrsla fyrir nefndarmenn.


Skýrslan inniheldur viðkvæmar upplýsingar um verkefni og því var ekki unnt að gera alla skýrsluna opinbera til birtingar. Eftirfarandi samantekt er um þær upplýsingar, sem mögulegt var að gera opinberar og er bein tilvísun í framlagða skýrslu frá Alsýn þann 6. maí 2008:

?Þau verkefni sem Alsýn hefur unnið að frá mars til apríl 2008 hafa verið margvísleg og er átaksverkefni til uppbyggingar á Þingeyri eitt af þeim. Verkefnið gengur út á það að fjölga störfum á Þingeyri og finna tímabundin störf fyrir þá er missa vinnuna vegna lokunar Vísis í 4 mánuði. Innviði verkefnisins gengur út á bæjarmynd, ferðamál og atvinnuþróun á staðnum.


Unnið er að aukinni orkuöflun fyrir Ísafjarðarbæ og nágrenni.


Alsýn hefur komið að uppbyggingu fyrirtækisins Murr og er vonast til að sú starfsemi geti komist af stað eftir miðjan júní n.k. Einnig hefur fyrirtækið unnið í því að aðstoða frumkvöðla af stað með sín verkefni með því að veita tæknilega og almenna ráðgjöf. Fast var ýtt á eftir að fá störf hjá Siglingamálastofnun vestur, þó án árangurs. Unnið hefur verið að því að bæta heimasíðu fyrirtækisins til að auka aðgengi fólks að upplýsingum og tækifærum til atvinnusköpunar í Ísafjarðarbæ.


Þó nokkur verkefni sem unnið er að eru þess eðlis að hlutaðeigendur kæra sig ekki um opinbera umfjöllun á þessu stigi og þar við situr."

Steinþór vék af fundi kl 17.00.

2. Átaksverkefni á Þingeyri. 2008-04-0005


Hér er vísað í áfangaskýrslu Alsýn fyrir nánari upplýsingar. Einnig er verið að undirbúa fleiri verkefni t.d. á Ísafirði, Flateyri og Suðureyri. Alsýn vinnur áfram að málinu.

3. Áframhaldandi umræður um raforkumál.


Ljóst er að miðað við ákveðnar forsendur og fyrirvara frá Orkubúi Vestfjarða, þá er hægt að afhenda orku innan tveggja ára upp á 10-20 MW á ákveðnum stöðum á norðanverðum Vestfjörðum.


Það sé því mikilvægt að hefja vinnu við að greina tækifæri í orkufrekum iðnaði með staðbundnar forsendur í huga. Fyrir næsta fund mun verkefnisstjóri leggja fram verkefnatillögu um slíkt greiningarverkefni.


Öðrum umræðum um orkumál var vísað til næsta fundar.

4. Aðalskipulag 2008-2020. 2006-03-0038


Almennt var farið yfir svör nefndarmanna. Verkefnisstjóra nefndarinnar var falið að taka saman svörin og leggja fyrir nefndina á næsta fundi.

5. Styrkbeiðni 2008-04-0066


Styrkbeiðni dagsett 15. apríl 2008 var tekin fyrir á fundinum. Nefndin hefur ekki fjárheimildir til að styrkja einstaklinga eða fyrirtæki um stofnkostnað.

Fleira ekki gert, fundargerðin upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:30.

Kristján G. Jóhannsson, formaður.


Kári Þór Jóhannsson.


Áslaug J. Jensdóttir.


Sigurður Hreinsson.


Guðmundur Kristjánsson.


Shiran Þórisson.Er hægt að bæta efnið á síðunni?