Atvinnu- og menningarmálanefnd - 82. fundur - 18. mars 2008

Mættir voru eftirfarandi nefndarmenn: Kristján Jóhannsson,  formaður, Áslaug Jensdóttir, Kári Þór Jóhannsson, Sigurður Hreinsson og  Henry Bæringsson, er mætti í stað Guðmundar Þórs Kristjánssonar.


Gestir á fundinum voru: Þorgeir Pálsson, Guðrún Stella Gissurardóttir, Ólafur Ingólfsson og Steinþór Bragason.  Fundargerð ritaði Shiran Þórisson.



1. Verkáætlun frá Alsýn vegna atvinnuátaks. 


Steinþór Bragason og Ólafur Ingólfsson kynntu verkáætlun, sem lögð var fyrir fundarmenn.  Starfsmenn Alsýnar ræddu við aðila úr atvinnulífinu á Þingeyri og tók saman verkefnaáætlun í kjölfarið.  Verkefnin varðandi Þingeyri voru:  Laga ásýnd bæjarins, laga ásýnd hafnarinnar, byggja upp göngustíga, endurbætur á golfvelli og leggja grunn að sjóstangveiði.  Víkingasetrið verði eflt, lokið við byggingu víkingaskipa, komið verði upp víkingamarkaði.  Efla ferðaþjónustu í kringum hestamennsku, nýsköpunarsetri verði komið á laggirnar og peningar settir í arðvænleg verkefni. Menntun ófaglærðra verði stórbætt. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 418 mkr. og þar af er hlutur Ísafjarðarbæjar 40 mkr.


Formaður fór yfir verkefnaáætlunina og tók undir nauðsyn þeirra tillagna sem komu fram, en lagði jafnframt áherslu á að tillögurnar þyrftu að vera í samræmi við óskir og fjárveitingu sem liggur fyrir frá bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.


Undir þessum  lið kynnti Guðrún Stella Gissurardóttir sérstök átaksverkefni á vegum Vinnumálastofnunar. Hún fór sérstaklega yfir  það sem hún hafði kynnt á Þingeyri,  en nú þegar er búið að bjóða  Þingeyringum upp á námsúrræðið  ?grunnmenntaskóla? og hafa 19 aðilar skráð sig í það nám.  Einnig lagði hún áherslu á að sveitarstjórnir yrðu jafnan  tilbúin með verkefni, sem væru framkvæmanleg þegar vandamál í atvinnulífinu almennt steðja að.    Farið var yfir möguleika á starfstengdum námskeiðum t.d. í ferðaþjónustu, fiskvinnslu og á öðrum sviðum þar sem markmiðið væri að þjálfa fólk, sem væri að missa vinnu, til nýrra starfa. Vinnumálastofnun mun veita þjónustu á svæðinu og verður t.d. með viðveru á Þingeyri einu sinni í viku í apríl n.k. og aukin viðvera verður í maí.


Stofnunin mun fara með starfsmönnum Alsýnar yfir þær hugmyndir um átaksverkefni  á Þingeyri og vinna með þeim að frekari úrvinnslu verkefna.


Niðurstaða nefndarinnar er því að Vinnumálastofnun og Alsýn vinni áfram að útfærslu átaksverkefna og mun leggja þær fyrir á næsta fundi Atvinnumálanefndar í annarri viku í apríl n.k. á Þingeyri.



2. Samantekt á ráðstefnunni Hagvöxtur um land allt. 


Shiran Þórisson frá AtVest fór yfir helstu atriði ráðstefnunnar, sem haldin var á vegum Samtaka Atvinnulífsins.    Vísað er í samantektina til nánari upplýsingar.


AtVest lagði til að skoða það frekar, að ráðstefnu með svipuðu sniði og sú er var á vegum Samtaka Atvinnulífssins, yrði haldin og tæki þá sérstaklega á tækifærum á Vestfjörðum.



3. Önnur mál.


Guðrún Stella Gissurardóttir kom með ábendingu um tímasetningu á almennings-samgöngum, sem þyrfti að vera í  samræmi við atvinnulífið.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl . 17.50


Kristján Jóhannsson, formaður.


Sigurður Hreinsson      


Guðrún Stella Gissurardóttir.


Steinþór Bragason.      


Henry Bæringsson.


Áslaug Jensdóttir.       


Ólafur Ingólfsson.


Kári Þór Jóhannsson.      


Þorgeir Pálsson.


Shiran Þórisson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?