Atvinnu- og menningarmálanefnd - 76. fundur - 25. september 2007

Mættir: Kristján G. Jóhannsson, formaður, Sturla Páll Sturluson, Guðmundur Þór Kristjánsson, Sigurður Hreinsson og Kári Þór Jóhannsson.


Halldór Halldórsson bæjarstjóri sat fund atvinnumálanefndar og ritaði fundargerð.


Þetta var gert:


Áður en gengið var til boðaðrar dagskrár afhenti formaður atvinnumálanefndar, Kristján G. Jóhannsson og bæjarstjóri, Halldór Halldórsson, fyrirtækinu Klofningi á Suðureyri frumkvöðlaverðlaun atvinnumálanefndar, Virðisaukann, sem afhentur var í fimmta sinn. Guðni Einarsson framkvæmdastjóri tók við frumkvöðlaverðlaununum f.h. Klofnings.


Af hálfu fyrirtækisins Klofnings voru stjórnarmennirnir Óðinn Gestsson, formaður, Einar Valur Kristjánsson og Jakob Flosason mættir. Auk þeirra voru Guðni Einarsson framkvæmdastjóri, Sigurður Ólafsson, vinnslustjóri, Jóhann Daníelsson verkstjóri, Deborah Ólafsson verkstjóri, Sigrún Sigurgeirsdóttir og Pálína Pálsdóttir f.h. eigenda mætt.


Klofningur er 10 ára gamalt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í vinnslu aukaafurða og markaðssetningu þeirra í Afríku og Evrópu. Þannig hefur fyrirtækið vaxið á 10 árum og er með um 35 starfsmenn í dag. Fyrirtækið er öflugur bakhjarl í atvinnulífi Ísafjarðarbæjar.


Atvinnumálanefnd óskar Klofningi til hamingju með verðlaunin.


Fundur skv. boðaðri dagskrá hófst kl. 16:501.   Félag um kaup á aflaheimildum.


 Á fund atvinnumálanefndar mætti Eiríkur Finnur Greipsson framkvæmdastjóri Hvetjanda.


 Eiríkur Finnur sagði frá undirbúningi af hálfu Hvetjanda, frá því að hann tók að sér á fundi atvinnumálanefndar 4. september sl., að finna aðila til að vinna viðskiptaáætlun og finna fjármagn til verksins. Eiríkur Finnur hefur rætt við fagaðila og útvegað 70.000 kr. upp í 300.000 kr. heildarkostnað við gerð slíkrar viðskiptaáætlunar.


 Eiríkur Finnur vék af fundi kl. 17:102.   Forstöðumaður upplýsingamiðstöðvar ferðamála.


 Heimir Hansson forstöðumaður upplýsingamiðstöðvarinnar kom á fund nefndarinnar til að ræða starfið fyrir upplýsingamiðstöðina og mögulegt aukið samstarf við atvinnumálanefnd og aðra þá sem eru í hinu opinbera stoðkerfi atvinnumálanna með sérstakri áherslu á ferðaþjónustuna.


 Heimir sagði frá reynslu sinni af starfrækslu upplýsingamiðstöðvarinnar frá því að hann tók til starfa sl. sumar. Upplýsingamiðstöðin á Ísafirði er landshlutamiðstöð fyrir Vestfirði og ber að sinna öllum landshlutanum.


 Rætt var um viðburðastjórnun, yfirumsjón með tjaldsvæðum og samningum við rekstraraðila og möguleika á því að forstöðumaður upplýsingamiðstöðvar sinni þeim að hluta eða öllu leyti þar til nýr upplýsingafulltrúi hefur tekið til starfa. Einnig var rætt um samnýtingu húsnæðis með fleirum í hinni opinberu stoðþjónustu eins og Markaðsstofu Vestfjarða og e.t.v. fleiri aðilum sem tengjast ferðaþjónustunni.


 Heimir Hansson mun ræða við Rúnar Óla Karlsson fyrrverandi atvinnufulltrúa og fara yfir atriði er varða styrkumsóknir sem þarf hugsanlega að endurnýja og halda við.


 Heimir Hansson mun mæta á næsta fund atvinnumálanefndar ásamt Jóni Sigurpálssyni til að ræða götumerkingar og aðgengi að Byggðasafni Vestfjarða.


 Heimir Hansson vék af fundi kl. 17:553.   Skipulagsbreytingar á stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar


 Lagðar fram tillögur sérstakrar stjórnsýslunefndar um nýtt skipurit fyrir Ísafjarðarbæ og lýsingu á breyttu stjórnfyrirkomulagi.


 Meginbreytingarnar eru fólgnar í fækkun sviða í þrjú úr fjórum. Sviðin verða stjórnsýslusvið, skóla- og fjölskyldusvið og framkvæmdasvið. Gert er ráð fyrir ráðningu upplýsingafulltrúa, eflingu Eignasjóðs með stjórnun á umsjónarmönnum íþrótta-mannvirkja og tillaga er um að ráða mannauðsstjóra og sérstakan umhverfisfulltrúa. Stjórnsýslunefndin gerir ráð fyrir því að færa umsjón atvinnumála frá stjórnsýslusviði undir framkvæmdasvið.


 Tillögurnar fengu umfjöllun á fundi bæjarstjórnar í júní sl. Síðari umræða mun fara fram 4. október n.k. í bæjarstjórn.


 Lagt fram til kynningar.4.   Átak atvinnumálanefndar til atvinnusköpunar ? ráðning verkefnisstjóra


 Lögð fram fréttatilkynning frá bæjarstjóra eftir kynningarfund um átaksverkefnið sem haldinn var 10. september sl. í Háskólasetri Vestfjarða. Einnig umsögn Verkalýðsfélags Vestfirðinga, Vaxtarsamnings Vestfjarða og Háskólaseturs Vestfjarða um hvernig þessir aðilar geta komið að átakinu.


 Lagðar fram umsóknir eftirfarandi um verkefnisstjórn. Umsóknarfrestur rann út 20. september sl.:


 Shiran Þórisson viðskiptafræðingur í samstarfi við Guðmund Kjartansson lögg. esk. og Björn Jóhannesson hrl. f.h. óstofnaðs ráðgjafafyrirtækis.


 Ingi Þór Ágústsson hjúkrunarfræðingur og nemi í MPA námi í stjórnsýslu í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Capacent.


 Ólafur Arnar Ingólfsson og Steinþór Bragason í samstarfi við Einar Ársæl Hrafnsson og Sigmund R. Guðnason. Menntun og reynsla er á sviði viðskipta-, sjávarútvegs-, umhverfis- og tæknimála. Stofnað yrði einkahlutafélag um reksturinn.


 Atvinnumálanefnd fagnar umsóknunum en í öllum tilfellum er reiknað með stofnun eða staðsetningu ráðgjafafyrirtækis í Ísafjarðarbæ. Atvinnumálanefnd mun taka viðtöl við alla umsækjendur áður en ákvörðun um ráðningu verður tekin.5.   Málþing 20. október ? atvinna fyrir alla.


 Bæjarstjóri sagði frá undirbúningi málþings sem bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að halda. Yfirskrift málþingsins er ,,Atvinna fyrir alla? og meginmarkmiðið er að gera íbúum grein fyrir stöðu atvinnumála með sérstakri áherslu á þróun og ný tækifæri sem víða er að finna í atvinnulífi Ísafjarðarbæjar. Málþingið verður haldið í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.


 Sigurður Hreinsson mun tala f.h. atvinnumálanefndar á málþinginu.


Fleira ekki gert, fundargerðin upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:35


Kristján G. Jóhannsson, formaður


Sturla Páll Sturluson 


Kári Þór Jóhannsson


Sigurður Hreinsson 


Guðmundur Þór Kristjánsson


Halldór Halldórsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?