Atvinnu- og menningarmálanefnd - 72. fundur - 16. maí 2007

Mættir: Kristján G. Jóhannsson, formaður, Áslaug Jóhanna. Jensdóttir, varaformaður, Guðmundur Þór Kristjánsson, Bjarki Bjarnason og Kári Þór Jóhannsson.  Fundargerð ritaði Rúnar Óli Karlsson.


Sigurður Hreinsson mætti ekki en varamaður hans, Bjarki Bjarnason mætti í hans stað.


Þetta var gert:1. Samskipti við Austur ? Grænland,  íssiglingarráðstefna ? umskipunarhöfn og ráðstefna í Færeyjum.


Íssiglingarráðstefnan var í mars á Akureyri og sótti hafnarstjóri hana.


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri mætti á fundinn undir þessum lið.


Guðmundur kynnti nefndinni að veiðar við austurströnd Grænlands eru á uppleið og samkvæmt samtölum sem hann átti við útgerðarfyrirtæki í Færeyjum, þá er Ísafjörður inni í myndinni þegar kemur að þjónustu við skip sem væntanlega munu stunda veiðar á sundinu í náinni framtíð. Vandamálið er hinsvegar að á Ísafirði er enginn þjónusta með svartolíu sem mörg þessara skipa nota. Það munu ekki verða breytinga þar á fyrr en ný olíubirgðarstöð á Mávagarði kemst í gagnið.


Varðandi íssiglingarnar, þá var það niðurstaða ráðstefnunnar að þessar siglingar munu ekki hefjast að einhverju marki fyrr en í fyrsta lagi fyrr en eftir 15-20 ár. Þegar og ef þær hefjast af alvöru, þá er líklegt að þjónusta og umskipunarhafnir verði annarsvegar vestanhafs og hinsvegar í nálægð við helstu dreifingarleiðir um Evrópu. Samt er mikilvægt að fylgjast með þeirri umræðu sem fara mun fram um þessi mál í framtíðinni.2. Hornstrandastofa  -  hugmyndir um stofnun og rekstur


Lagðar fram hugmyndir sem settar hafa verið á blað um málið undir forystu Atvest, Ísafjarðarbæjar og Háskólaseturs.


 


3. Atvinnulífskönnun  -   staða málaKönnun þessar árs verður send út næstu daga og reynt að afla svara fyrir júní lok.


 


4. Tillaga um nýtingu ferskvatns ? útflutningur vatns ? bjórverksmiðjaÁ 221. fundi bæjarstjórnar þann 15. mars s.l., var borin fram undir 71. fundargerð atvinnumálanefndar eftirfarandi tillaga af Sigurði Péturssyni f.h. Í-listans:


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að fela atvinnumálanefnd að láta nú þegar kanna möguleika á stofnun fyrirtækis til nýtingar ferskvatns úr Vestfjarðagöngunum. Í því sambandi verði í fyrsta lagi kannað hvort mögulegt er að selja vatnið úr landi í samstarfi við innlenda eða erlenda aðila og í öðru lagi hvort fýsilegt er að stofna bruggverksmiðju sem nýtt gæti vatnið úr göngunum til ölgerðar.?


Atvinnumálanefnd hefur enga sérþekkingu á þeim flókna markaði sem hér um ræðir en ákveður að hafa samband við Fjárfestingarstofu og láta kanna hvort að þessar tillögur eru raunhæfar og hvort að möguleiki sé á að láta kanna grundvöll fyrir rekstri annaðhvort bjór- eða vatnsverksmiðju á Ísafirði.


 


5. Skýrsla VestfjarðanefndarÚt er komin skýrsla svokallaðrar Vestfjarðanefndar þar sem tillögur eru settar fram um möguleg verkefni til að fjölga opinberum störfum á Vestfjörðum. Í nefndinni sátu fulltrúar Iðnaðarráðuneytis, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Ísafjarðarbæjar og Forsætisráðuneytis.


Atvinnumálanefnd fagnar framkomnum tillögum og að nefndin mun hafa vakandi auga með framgangi tillagnanna.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 19:05


Kristján G Jóhannsson  


Áslaug Jóhanna Jensdóttir  


Bjarki Bjarnason      


Guðmundur Þór Kristjánsson


Rúnar Óli Karlsson       


Kári Þór Jóhannsson


          

Er hægt að bæta efnið á síðunni?