Atvinnu- og menningarmálanefnd - 69. fundur - 30. nóvember 2006

Mættir: Áslaug Jóhanna. Jensdóttir, varaformaður, Sigurður Hreinsson og Kári Þór Jóhannsson.  Fundargerð ritaði Rúnar Óli Karlsson.  Björgmundur Guðmundsson mætti ekki til fundar.





Þetta var gert:



1. Vaxtarsamningur Vestfjarða.


Til fundar við nefndina mætti Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdarstjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, til að fræða nefndina um Vaxtarsamning Vestfjarða, markmið, tilgang og fleira. Upplýsingar um samninginn og verkefni hans, er að finna á heimasíðunni www.vaxvest.is. Nefndin þakkar Aðalsteini fyrir komuna.



2. Fjárhagsáætlun 2007 ? niðurstöður.


Nefndinni hafa borist fyrstu tillögur bæjarfulltrúa meirihluta eftir fund þeirra 29. nóvember sl. Rætt var um forgangsröðun verkefna þar sem í skjali bæjarfulltrúa er boðaður niðurskurður á verkefnum nefndarinnar. Nefndin hefur skilning á stöðu bæjarins, en ekki megi binda hendur hennar það mikið að hún geti lítið aðhafst í brýnum verkefnum á næsta fjárhagsári..



3. Nýsköpunarsjóður námsmanna ? styrkumsókn.  (2006100021)


Bréf dagsett 2. október sl. frá Nýsköpunarsjóði námsmanna er varðar styrk til sjóðsins. Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 2.000.000.-


Sjóðurinn er fjármagnaður af Ríkissjóði (20 milljónir), Reykjavíkurborg (12 milljónir), Framleiðnisjóði landbúnaðarins (1 milljón)  og öðrum sveitarfélögum (1,5 milljónir). Atvinnumálanefnd hefur ekki yfir þeim fjármunum að ráða sem óskað er eftir, en leggur til að sveitarfélagið leiti leiða til að aðstoða sjóðinn með öðrum hætti í sínum verkefnum hér á svæðinu eins og unnt er.



4. Bygging víkingasvæðis á Oddanum á Þingeyri ? styrkumsókn. (2006010021)


Erindi frá Víkingum á Vestfjörðum dagsett 4. janúar sl., var tekið fyrir í bæjarráði þann 9. janúar s.l. Bæjarráð vísaði erindinu til atvinnumálanefndar og var  það afgreitt þann 11. janúar s.l.  Þar var óskað eftir nánari greinargerð um verkefnið, aðra styrki, framtíðarsýn ofl.  Sú greinargerð barst í lok júlí og hefur því miður ekki verið gengið frá afgreiðslu erindisins. Nefndinni finnst að á Þingeyri sé verið að vinna mjög faglega að því að endurvekja víkingatímann og koma honum í þann búning,  að ferðamenn geti notið hans.


Nefndin leggur því til að erindið verði samþykkt.


Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 19:10  


Áslaug Jóhanna Jensdóttir, varaformaður.


Sigurður Hreinsson.      Kári Þór Jóhannsson.


Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi.


       


          


 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?