Atvinnu- og menningarmálanefnd - 67. fundur - 27. september 2006

Mættir: Björgmundur Guðmundsson, formaður, Áslaug J. Jensdóttir, varaformaður, Sigurður Hreinsson, Guðmundur Þór Kristjánsson og Kári Þór Jóhannsson og Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi, er ritaði fundargerð. 


Þetta var gert:1. Upplýsingamiðstöð Vestfjarða. ? Verksvið og hlutverk.


Undir þessum lið mætti Heimir Hansson, forstöðumaður upplýsingamiðstöðvar Vestfjarða. Í vor tók Ísafjarðarbær við rekstri upplýsingamiðstöðvarinnar og fær til þess að hluta til fjármagn frá ríkinu, þar sem um landshlutamiðstöð er að ræða. Heimir Hansson fór í gegnum verksvið og hlutverk miðstöðvarinnar og lagt var fram yfirlit, um verkefni miðstöðvarinnar yfir vetrarmánuðina. Heimir lagði til að nefndin væri miðstöðinni til ráðgjafar í framtíðinni og tæki á ágreiningsmálum, sem gætu komið upp. Atvinnumálanefnd tók vel í þá hugmynd og þakkaði Heimi fyrir spjallið.2.  Lífræn byggðaþróun.  (2006 09 0041)


Á fundi bæjarráðs þann 11. september s.l., var lagt fram bréf, til forráðamanna sveitarstjórna, frá starfshópi um lífræna byggðaþróun dagsett 4. september s.l., ásamt eintaki af skýrslu um lífræna framleiðslu, stöðu hennar og þýðingu fyrir byggðaþróun og atvinnulíf á Íslandi.  Með bréfinu er vakin athygli á skýrslunni og þess vænst að hún sé kynnt nánar fyrir sveitarstjórnum og viðeigandi nefndum sveitarfélagsins.


Bæjarráð vísaði bréfinu og greindri skýrslu til staðardagskrárnefndar og umhverfisnefndar.


Atvinnumálanefnd þótti full ástæða til að kynna sér málið betur þó erindinu hafi ekki verið vísað til hennar.


Rúnari Óla falið að skoða málið betur og kynna fyrir nefndinni á næsta fundi3. Tækifæri í þjónustu við erlendar útgerðir.


Svo virðist sem að nýjar fiskitegundir séu farnar að veiðast á milli Íslands og A- Grænlands, á Dohrn banka og víðar, úthafskarfi, kolmunni o.fl. Nýlega komu til Ísafjarðarhafnar skip, sem voru á karfaveiðum við A-Grænland. Nú er spurningin hvort hér sé að myndast tækifæri fyrir Ísafjarðarbæ, til aukinna umsvifa.


Til að svo geti orðið, telur nefndin að mjög mikilvægt sé að Ísafjörður verði á ný fullgild útskipunarhöfn og að strandsiglingar verði hafnar að nýju í kringum landið.4. Úttekt á tjaldsvæðum Ísafjarðarbæjar.  (2006 08 0059)


Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 8. ágúst s.l., var lögð fram tillaga frá Sigurði Péturssyni, bæjarfulltrúa Í-lista, dagsett 3. ágúst sl., um að gerð verði úttekt á tjaldsvæðum á vegum sveitarfélagsins og um reynslu af samningum um rekstur þeirra.


Bæjarráð vísaði erindinu til atvinnumálanefndar og óskaði eftir umsögn. Ferðamálafulltrúi lagði fram greinargerð um málið.


Atvinnumálanefnd telur að það sé full ástæða, í ljósi aukinna krafna ferðamanna, að fara yfir þá þjónustu, sem nú er veitt á tjaldsvæðum Ísafjarðarbæjar og gera tillögur um frekari uppbyggingu í samstarfi við tæknideild bæjarins.5. Bankaþjónusta fyrir Ísafjarðarbæ.


Í kjölfar umræðna um erindi Glitnis, um að fá að gera tilboð í bankaþjónustu fyrir Ísafjarðarbæ, sem tekið var fyrir í bæjarráði þann 4. ágúst s.l., telur atvinnumálanefnd eðlilegt að aðrir bankar fái að bjóða í þjónustuna. Slíkt hefur verið gert vegna ýmissrar annarar þjónustu, sem Ísafjarðarbær kaupir af þjónustuaðilum á mörgum sviðum og bankaþjónusta ætti ekki að vera þar undanskilin. Mörgum þykir fákeppni ríkja á bankamarkaði og Ísafjarðarbær ætti að leggja sitt af mörkum til að auka samkeppnina.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 19:10.  


Björgmundur Guðmundsson, formaður.


Áslaug Jóhanna Jensdóttir.      


Sigurður Hreinsson.


Guðmundur Þór Kristjánsson.     


Kári Þór Jóhannsson.


Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi.


          


 Er hægt að bæta efnið á síðunni?