Atvinnu- og menningarmálanefnd - 66. fundur - 4. júlí 2006

Hér var um fyrsta fund nýrrar atvinnumálanefndar að ræða eftir sveitarstjórnar-kosningarnar 27. maí s.l.  Aðalmenn eru: Björgmundur Guðmundsson, formaður, Áslaug J. Jensdóttir, varaformaður, Sigurður Hreinsson, Guðmundur Þór Kristjánsson  og Kári Þór Jóhannsson. Varamenn eru: Kristján G. Jóhannsson, Bjarki Bjarnason, Sturla Páll Sturluson, Þorsteinn Másson og Jón Fanndal Þórðarson. Allir aðalmenn mættu til fundarins. Formaður bauð nefndarmenn velkomna. Fundargerð ritaði Rúnar Óli Karlsson. 




Þetta var gert:



1. Samskipti við Austur Grænland.  (2006-06-0022)


Lagt fram erindi frá bæjarráði Ísafjarðarbæjar dags. 19. júní 2006, þar sem óskað er eftir umsögn atvinnumálanefndar vegna bréfs frá Örnu Láru Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Vaxtarsamnings Vestfjarða (VV), dagsettu 2. júní 2006. Óskað er eftir aðkomu Ísafjarðarbæjar að verkefninu ?Samskipti við Austur Grænland?. 


Skilyrði fyrir aðkomu VV að verkefninu er að Ísafjarðarbær komi einnig að því. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 1.400.000.- og ætlar VV að koma með framlag upp á 60% af kostnaði og óskað er eftir að framlag Ísafjarðarbæjar verði 40% af kostnaði.  Bréfinu fylgir verkefnislýsing, sem felst í vinnu á úttekt á mögulegum samstarfsflötum milli Vestfjarða og Austur Grænlands.


Atvinnumálanefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarráð að finna fjármagn til þessa verkefnis.



2. Starf nefndarinnar.


Rædd ýmis framtíðarmál nefndarinnar, fundartime> og verkefni, sem nefndina hefur hug á að taka að sér. Einnig kynnti Rúnar Óli nokkur verkefni, sem nefndin hefur komið að og hvaða verkefni eru í farvatninu.


Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:15.


Björgmundur Guðmundsson, formaður.


Áslaug Jóhanna Jensdóttir.      


Sigurður Hreinsson.


Guðmundur Þór Kristjánsson.     


Kári Þór Jóhannsson.


Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi.


          


 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?