Atvinnu- og menningarmálanefnd - 61. fundur - 11. janúar 2006

Árið 2006, miðvikudaginn 11. janúar kl. 17:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.


Mættir: Kristján G. Jóhannsson, formaður, Björn Davíðsson, Magnús Reynir Guðmundsson, Gísli H. Halldórsson, Áslaug J. Jensdóttir og Rúnar Óli Karlsson, ritari.

Þetta var gert:


1. Áherslupunktar frá íbúasamtökunum Átaki á Þingeyri. 2006-01-0051.Lagðir fram áherslupunktar, verkefnabanki, frá íbúasamtökunum Átaki á Þingeyri, unnir af stjórn samtakanna haustið 2005.


Lagt fram til kynningar.2. Perlan Vestfirðir. - Sýning í Perlunni í vor. Bréf frá Markaðsstofu og Atvest. 2005-12-0027.Lagður fram tölvupóstur frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða dagsettur 9. desember 2005, þar sem kannaður er vilji sveitarfélagsins til að taka þátt í sýningu í Perlunni í Reykjavík dagana 5. ? 7. maí 2006.


Nefndin telur mikilvægt að taka þátt í sýningunni með myndarlegum hætti enda tókst sú sýning sem haldin var árið 2002 mjög vel að mati þeirra sem hana sóttu.3. MARKIS - erindi ,,Proposal for cooperation in industrial, regional and tourism development projects in the region of Vestfirðir in Iceland". 2005-11-0081.Lagt fram erindi frá fyrirtækinu MARKIS. Boðin er tillögugerð vegna svæðis- ferða- og þróunarmála á Vestfjörðum.


Atvinnumálanefnd leggur til að ekki verði gengið til samstarfs við fyrrnefndan aðila.4. Upplýsingamiðstöðin á Ísafirði - næstu skref við uppbyggingu miðstöðvarinnar. 2005-10-0080.Starfandi formaður nefndarinnar lagði fram tillögu að eftirfarandi bókun:


,,Í framhaldi af uppsögn samnings um rekstur upplýsingamiðstöðvar, leggur atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar til að:


a. Ísafjarðarbær ákveði að hefja rekstur upplýsingamiðstöðvar ferðamála í samráði við Ferðamálaráð Íslands og verði hún áfram landshlutamiðstöð á Vestfjörðum.


b. Gerð verði starfslýsing og auglýst verði eftir forstöðumanni sem fyrst og stefnt að því að miðstöðin geti tekið til starfa á vori komanda.


c. Lokið verði við samninga við Edinborgarhúsið hf., varðandi húsnæðis undir miðstöðina.


d. Kannað verði ítarlega hvaða verkefni miðstöðin gæti tekið að sér fyrir Ísafjarðarbæ og stofnanir hans og um hugsanlega þátttöku ferðaþjóna.


e. Leitað verði eftir samningum við Vesturferðir hf., um að sinna starfsemi upplýsingamiðstöðvar tímabundið til maíloka n.k.


Tillagan var samþykkt.5. Bygging víkingasvæðis á Oddanum á Þingeyri. 2006-01-0021.Lagt fram erindi frá Þórhalli Arasyni dagsett 4. janúar s.l., fh. Félags áhugamanna um víkingaverkefni á söguslóðum Gísla Súrssonar. Erindinu var vísað frá bæjarráði til atvinnumálanefndar. Í bréfi félagsins er óskað eftir milljón króna í styrk frá Ísafjarðarbæ vegna áframhaldandi framkvæmda á árinu 2006.


Atvinnumálanefnd tekur vel í erindið, en óskar eftir greinargerð um framgang verkefnisins, aðra styrki á þessu ári, framtíðarsýn ofl.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:50.


Kristján G. Jóhannsson, formaður.


Áslaug Jóhanna Jensdóttir. Björn Davíðsson.


Magnús Reynir Guðmundsson. Gísli Halldór Halldórsson.


Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi.Er hægt að bæta efnið á síðunni?