Atvinnu- og menningarmálanefnd - 58. fundur - 22. september 2005

Árið 2005, fimmtudaginn 22. september kl. 11:00 hélt atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar fund á skrifstofu Ísafjarðarbæjar.


Mættir: Elías Guðmundsson formaður, Björn Davíðsson, Magnús Reynir Guðmundsson, Gísli H. Halldórsson og Rúnar Óli Karlsson, sem ritaði fundargerð. Kristján G. Jóhannsson boðaði forföll og mætti Bjarki Bjarnason varamaður í hans stað. Gestir fundarins voru Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdarstjóri Atvest og Shiran Þórisson, starfsmaður Atvest.

Þetta var gert:


 1. Eftirfylgni stefnumótunar í atvinnumálum.

  Sú hugmynd hefur komið upp að gera rammasamning við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða varðandi eftirfylgni stefnumótunar í atvinnumálum.


  Atvest gerði grein fyrir hvernig aðkoma félagsins gæti orðið. Málinu frestað. 2. Frumkvöðlasetur ? möguleikar á uppbyggingu.

  Stofnun frumkvöðlaseturs er ein af tillögum í nýgerðum vaxtarsamningi Vestfjarða og hefur verið rætt við Impru, um að koma með starfsmann. Súðavíkurhreppur er með í byggingu iðngarða sem byggja á svipaðri hugmyndafræði og frumkvöðlasetur og spurning hvernig best er að lenda málinu. Formanni og Rúnari Óla falið að vinna frekar að málinu og koma með tillögur um framhaldið. 3. Markaðsskrifstofa Vestfjarða ? sýn Atvest.

  Búið er að ráða Sigurð Sigurðarson, sem forstöðumann markaðsskrifstofunnar og hefur hann hafið störf. Mætti Sigurður undir þessum lið. Aðalsteinn Óskarsson gerði grein fyrir markmiðum með stofnun skrifstofunnar. Fjárhagsáætlun hljóðar upp á kr. 7 milljónir fyrir starfsmanninn og kr. 5 milljónir í markaðsmálin. Stefnt að fundi fljótlega með sveitarfélögum til að kynna væntanlega starfsemi.


  Aðalsteinn, Shiran og Sigurður véku af fundi eftir þennan lið. 4. Upplýsingamiðstöð Vestfjarða og tengsl við markaðsskrifstofuna.Mikið hefur verið rætt um hvernig og hvort að það eigi að vera tengsl milli upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Ísafirði, sem samkvæmt skilgreiningu Ferðamálaráðs, er landshlutamiðstöð og Markaðsskrifstofu Vestfjarða. Hér geta vissulega verið samlegðaráhrif ef vel tekst til.


Formanni er falið að ræða við bæjarstjóra um hugmyndir nefndarinnar.Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 13:10


Elías Guðmundsson, formaður. Bjarki Bjarnason.


Björn Davíðsson. Magnús Reynir Guðmundsson.


Rúnar Óli Karlsson. Gísli Halldór Halldórsson.Er hægt að bæta efnið á síðunni?