Atvinnu- og menningarmálanefnd - 124. fundur - 23. febrúar 2015

Stefanía H. Ásmundsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar jafnframt.

 

Dagskrá:

1.  

Samstarfssamningur við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. - 2010080057

 

Lagðar eru fram tillögur Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða um verkefni sem myndu falla undir samstarfssamninginn. $line$Shiran Þórisson og Jón Páll Hreinsson mæta til fundarins fyrir hönd Atvinnuþróunarfélagsins. Bæjarráð hefur jafnframt verið boðið til fundarins undir þessum lið.

 

Shiran Þórisson gerir grein fyrir þeim verkefnum sem Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (Atvest) hefur verið að vinna að á grundvelli samstarfssamnings Ísafjarðarbæjar og Atvest um atvinnuþróunarverkefni, dags. 19. febrúar 2014.

Shiran Þórisson gerir grein fyrir þeim verkefnum sem Atvinnuþróunarfélagið óskar eftir að verði framkvæmd á grundvelli samstarfssamnings Ísafjarðarbæjar og Atvest um atvinnuþróunarverkefni, dags. 19. febrúar 2014, vegna áranna 2014 og 2015.

Atvinnuþróunarfélaginu er falið að koma með tillögu að verkefni í tengslum við stuðningsumhverfi fiskeldis fyrir næsta fund atvinnu- og menningarmálanefndar.

Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarráð að beiðni Atvest um styrk til markaðsstefnu Ísafjarðarbæjar verði veitt af fjárframlagi samningsins vegna ársins 2014.

Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarráð að beiðni Atvest um styrk til location, markaðssetningar og viðburði verði samþykkt af fjárframlagi samningsins vegna ársins 2015.

Marzellíus Sveinbjörnsson, Kristján Andri Guðjónsson og Jónas Þór Birgisson, yfirgáfu fundinn kl. 17:12.

 

   

Shiran Þórisson og Jón Páll Hreinsson yfirgefa fundinn kl. 17:34. Arna Lára Jónsdóttir yfirgefur fundinn kl. 17:37.

2.  

Atvinnumál á Flateyri - 2010110076

 

Lagt er fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 13. febrúar sl., auk upplýsinga um verkefnið Sterkari stoðir. Bæjarráð vísaði málinu til atvinnu- og menningarmálanefndar.$line$Shiran Þórisson og Jón Páll Hreinsson og fulltrúar bæjarráðs hafa verið boðaðir til fundarins undir þessum lið.

 

Ræddar voru ýmsar hugmyndir um hvernig megi treysta byggð á Flateyri og Þingeyri og útfærslur þeirra. Atvinnu- og menningarmálanefnd telur mikilvægt að skoða vel hvað hægt er að gera á Flateyri og Þingeyri til að treysta þar stoðir atvinnulífs og byggðar með framtíðarhagsmuni að leiðarljósi.

 

   

3.  

Vestfirðir, hluti af heildinni - opinber störf á landsbyggðinni - 2015020058

 

Lagður er fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, frá 11. febrúar sl. auk skýrslunnar Vestfirðir, Hluti af heildinni, sem gerð var í kjölfar umræðufundar á Grand Hótel Reykjavík, 4. desember sl.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

4.  

Styrkir til menningarmála 2015 - 2015020020

 

Lögð er fram umsókn Gospelkórs Vestfjarða um styrk. $line$Enn fremur er lagt fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 11. febrúar sl., þar sem lagt er til að styrkir til menningarmála verði auglýstir.

 

Atvinnu- og menningarmálanefnd vísar umsókn Gospelkórs Vestfjarða um styrk til úthlutunar úr styrktjum til menningarmála og felur fundarritara að svara bréfritara, en umsóknarfrestur rennur út 15. mars. Nefndin felur fundarritara að auglýsa eftir umsóknum um styrki til menningarmála.

 

   

5.  

Frumvarp til laga um náttúrupassa - 2015020032

 

Atvinnu- og menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar leggst gegn því
að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Nefndin telur að með tilliti til þeirra sjónarmiða sem koma fram í greinargerð með frumvarpinu sé eðlilegast að því verði breytt til þess horfs að við gjaldtöku verði farin hin svokallaða "nýsjálenska leið", þ.e. að aðilum sem starfa í ferðaþjónustu og eru starfsleyfisskyldir verði gert að eiga samstarf við Umhverfisstofnun um innheimtu gjalds í framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

Þá megi líta til almenningssamgangnahlutverks innanlandsflugs sem þátt í því að hafa álögur þar sem lægstar, eða engar.

Einnig telur nefndin varhugavert að fyrirhugað sé að gjald renni til ríkissjóðs, og telur það valda aukinni umsýslu sem minnki það fjármagn sem væri hægt að ráðstafa til málaflokksins. Sama á við um þær innheimtuaðferðir sem frumvarpið leggur til og að áliti nefndarinnar veldur umsýsla við innheimtu og útgáfu náttúrupassa kostnaði sem mun þá ekki nýtast til málaflokksins.

Þá er þess einnig að geta að útfærsla á frumvarpinu gengur gegn 3. mgr. 1. gr. náttúruverndarlaga þannig að líta má svo á að tálmun við hana sé að ræða.

Að öðru leyti minnir nefndin á nauðsyn þess að opinber störf sem verða til vegna breyttra lagaskilyrða, verði staðsett með þeim hætti að ekki halli á landsbyggðina.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00

 

Inga María Guðmundsdóttir

 

Björn Davíðsson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?