Atvinnu- og menningarmálanefnd - 123. fundur - 10. desember 2014

Dagskrá:

1.

2014110025 - Verkefni atvinnumálanefndar

 

Aðilar atvinnulífsins.

 

Nefndarmenn ræða m.a. um þörf fyrir almenningssamgöngur og atvinnuhúsnæði fyrir einyrkja.

 

   

2.

2014110051 - Vestfirðir - Stöðugreining 2014

 

Lögð er fram til kynningar stöðugreining Byggðastofnunar á Vestfjörðum árið 2014, útgefin 14. nóvember 2014.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

3.

2014020060 - Styrkir til menningarmála 2014

 

Teknar eru til afgreiðslu styrkbeiðnir til menningarmála, vegna haustúthlutunar 2014. Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkir að úthluta menningarstyrkjum, samtals að fjárhæð kr. 500.000,- til eftirfarandi umsækjenda:

Fjölnir Már Baldursson, Minningartónleikar Ólafs Guðmundssonar með BG flokknum, kr. 150.000,-
Kvennakór Ísafjarðar, jólatónleikar, kr. 100.000,-
Jón Þórðarson, Kátir voru karlar á Kútterum, kr. 100.000,-
Menningarmiðstöðin Edinborg, LÚR festival, 100.000,-
Arnaldur Máni, Okkar eigin höfundarsmiðja á Flateyri, kr. 50.000,-

 

   

4.

2013110016 - Virðisaukinn

 

Atvinnu- og menningarmálanefnd ákvað hver skyldi hljóta virðisaukann árið 2014. Nefndin felur bæjarritara að finna heppilega dagsetningu fyrir afhendingu virðisaukans.
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson mætti til fundarins undir þessum lið kl. 15:48 og yfirgaf fundinn kl. 15:53.

 

   

5.

2014120012 - Bæjarlistamaður 2014 og 2015

 

Lagðar eru fram til umfjöllunar reglur um tilnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar.

 

Atvinnu- og menningarmálanefnd ræddi málið og felur bæjarritara að leggja þær hugmyndir sem ræddar voru á fundinum undir bæjarráð.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:03

 

 

Inga María Guðmundsdóttir

 

Stefanía Helga Ásmundsdóttir

Björn Davíðsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?