Atvinnu- og menningarmálanefnd - 122. fundur - 13. nóvember 2014

Dagskrá:

1.

2012110034 - Endurskoðun erindisbréfa

 

Bæjarstjórn samþykkir í fyrstu fyrirtöku af tveimur að menningarmál verði færð frá bæjarráði til atvinnumálanefndar.

 

Atvinnumálanefnd samþykkti að eðlilegt væri að menningarmál færu undir atvinnumálanefnd, en taldi um leið rétt að nefndin héti atvinnu- og menningarmálanefnd. Atvinnumálanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að breyta erindisbréfinu m.t.t. þeirra umræðna sem fram fóru á fundinum og leggur til við bæjarstjórn að erindisbréfið verði samþykkt.

 

   

2.

2014100054 - Frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl.

 

Bæjarráð vísar erindi nefndasviðs Alþingis, frá 23. október sl., til atvinnumálanefndar þar sem leitað er umsagnar um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl.

 

Atvinnumálanefnd leggur áherslu á að gætt verði að því að núverandi verslunum ÁTVR á landsbyggðinni verði ekki lokað um leið og lögin taki gildi, heldur verði reynslan látin ráða og að vöruúrval verði orðið ásættanlegt hjá þeim aðilum sem hafa fengið leyfi. Einnig er mælt með því að farið verði varlega með leyfisveitingar m.t.t. aukinnar áfengisneyslu. Ísafjarðarbær hefur náð miklum árangri í að minnka drykkju hjá ungu fólki og telur atvinnumálanefnd þetta geta verið ógn við þann árangur.

 

   

3.

2014030013 - Frumkvöðlastyrkir 2014

 

Fjallað er um stuðning Ísafjarðarbæjar við frumkvöðla og fyrirtæki sem vilja auka starfsemi sína.

 

Atvinnumálanefnd kynnti sér framkvæmd frumkvöðlastyrkja Ísafjarðarbæjar og telur rétt að vinna að endurskoðun fyrirkomulags frumkvöðlastyrkja, nefnir sem dæmi að leggja áherslu á einyrkja og atvinnuþátttöku kvenna.

 

   

4.

2014110025 - Fjölbreytileiki starfa og atvinnuhúsnæði

 

Umfjöllun um fjölbreytileika starfa og sameiginlegt atvinnuhúsnæði.

 

Atvinnumálanefnd telur fjölbreytileika starfa mjög mikilvægan í Ísafjarðarbæ og þá sérstaklega í smærri byggðalögum. Enn fremur telur atvinnumálanefnd mikilvægt að kanna möguleika á sameiginlegri vinnuaðstöðu fyrir frumkvöðla.

 

   

5.

2013110016 - Virðisaukinn

 

Rætt verður um veitingu Virðisaukans 2014, frumkvöðlaverðlauna atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar.

 

Atvinnumálanefnd kynnti sér framkvæmd veitingu Virðisaukans. Ákveðið var að taka ákvörðun um hver hlyti Virðisaukann 2014 á næsta fundi nefndarinnar.

 

   

6.

2014100026 - Rannsóknir í fiskeldi

 

Lögð fram til kynningar bókun frá 351. fundi bæjarstjórnar.

 

Atvinnumálanefnd tekur undir bókun bæjarstjórnar og lýsir yfir vilja til samstarfs við ríkisstofnanir, t.d. varðandi húsnæðismál.

 

   

7.

2010080057 - Stefnumótun í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar.

 

Lögð er fram til kynningar atvinnumálastefna Ísafjarðarbæjar gefin út í febrúar 2014.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.

2014110025 - Verkefni atvinnumálanefndar

 

Lagður er fram verkefnalisti frá síðustu atvinnumálanefnd, til upplýsingar.
Enn fremur fara fram umræður um önnur mál.

 

Starfsmaður nefndarinnar gerði grein fyrir verkefnum síðustu atvinnumálanefndar.

 

   

9.

2014020060 - Styrkir til menningarmála 2014

 

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 6. nóvember sl., með upplýsingum um þau verkefni sem sóttu um styrk til menningarmála, auk afrita af öllum umsóknum um styrki. Lagt er til að atvinnumálanefnd geri tillögu að úthlutun styrkja til menningarmála.

 

Málinu er frestað til næsta fundar atvinnumálanefndar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:38

 

Björn Davíðsson

 

Stefanía Helga Ásmundsdóttir

Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?