Atvinnu- og menningarmálanefnd - 121. fundur - 14. maí 2014

Dagskrá fundarins:

 

1.     Tillaga að verkefni frá Atvest. 2010-08-0057. Trúnaðarmál.

Shiran Þórisson mætti til fundarins kl. 10:00.

Bæjarráð tók jákvætt í erindið og veitti atvinnumálanefnd heimild til að afgreiða málið.

Atvinnumálanefnd samþykkir að verkefnið falli undir samstarfssamninginn milli Atvinnuþróunarfélagsins og Ísafjarðarbæjar um atvinnuþróunarverkefni, sem undirritaður var 14. febrúar 2014.

Shiran yfirgefur fundinn kl. 10:54.

 

2.     Upplýsingar um notkun almenningssamgangna Ísafjarðarbæjar.

Lagðar eru fram upplýsingar um notkun almenningssamgangna teknar saman af Hálfdáni Bjarka Hálfdánssyni, upplýsingafulltrúa.

Atvinnumálanefnd þakkar upplýsingarnar.

 

3.     Verkefni atvinnumálanefndar.

Umræður fóru fram um þau verkefni sem liggja fyrir atvinnumálanefnd.

 

4.     Umsóknir um styrki til frumkvöðla og fyrirtækja sem vilja auka við starfsemi. 2014-03-0013.

Lögð er fram umsókn Braga Magnússonar, f.h. Vélsmiðju Ísafjarðar, dags. 4. apríl 2014.

Atvinnumálanefnd telur umsóknina stangast á við a) lið 4. töluliðar reglna um stuðning Ísafjarðarbæjar við frumkvöðla og fyrirtæki sem vilja auka starfsemi sína. Atvinnumálanefnd getur því ekki samþykkt styrkveitingu til umsækjanda á grundvelli umsóknarinnar.

 

5.     Önnur mál

a)      2014-04-0047 Benedikt Bjarnason leggur fram eftirfarandi bókun:

 

 „Benedikt Bjarnason, nefndarmaður í atvinnumálanefnd, leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún beiti sér fyrir því að Ísafjarðarbær setji sér og öðrum fyrirtækjum sem heyra undir Ísafjarðarbæ (B-hluta stofnanir) skriflega stefnu um framsetningu ársreikninga. Í því felst að reikningar verði settir fram myndrænt og að mánaðaruppgjör bæjarins verði aðgengilegt á netinu í lok hvers mánaðar.  Ársreikningar verði sundurgreindir þannig að hægt verði að smella á hvert svið og komi þá fram heildarútgjöld og útgjöld verði sundurgreind í fastan kostnað, launakostnað og annan kostnað. Þessi kostnaður bæjarins til viðkomandi sviðs ásamt tekjum verði birtur þannig að auðvelt verði að fá heildarsýn á viðkomandi málaflokki. 

Með góðri framsetningu er tryggt að allir sem vilja geti á fljótan og öruggan hátt fengið upplýsingar um hvernig fjármunum Ísafjarðarbæjar sé varið. Enda eiga útsvarsgreiðendur rétt til að vita hvernig farið er með það fé sem þeir greiða bænum.“

 

Fleira ekki gert. Fundargerð lesin upp og fundi slitið klukkan 11:54.

 

Ingólfur Þorleifsson, formaður                                            

Benedikt Bjarnason

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari                                         

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?