Atvinnu- og menningarmálanefnd - 120. fundur - 23. apríl 2014

Dagskrá fundarins:

 

1.     Umsóknir um styrki til frumkvöðla og fyrirtækja sem vilja auka við starfsemi sína. 2014-03-0013.

Auglýst var á heimasíðu Ísafjarðarbæjar eftir umsóknum um styrki til frumkvöðla og fyrirtækja sem vilja auka starfsemi sína, þann 12. mars 2014. Umsóknarfresturinn rann út 7. apríl 2014 og barst ein umsókn.

 

Umsókn Hallgríms Kjartanssonar, framkvæmdastjóra, f.h. Sjávareldis ehf., Ísafirði.

 

Atvinnumálanefnd tekur jákvætt í umsóknina og leggur til við bæjarráð að umsóknin verði samþykkt.

 

2.     Atvinnumál á Þingeyri. 2014-04-0001.

Atvinnumálanefnd tekur undir eftirfarandi bókun bæjarráðs frá 836. fundi:

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar telur útilokað fyrir eigendur Vísis hf., að loka starfsstöðvum Vísis á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi, án samráðs við þá aðila sem málinu tengjast. Í ljósi þess hvernig til starfseminnar var stofnað er ekki rétt að Vísir hf. á Þingeyri taki þessa ákvörðun án samráðs við Ísafjarðarbæ og aðra hlutaðeigandi aðila.

Ef fyrirtæki ætla að eiga fullan þátttökurétt í samfélaginu þá eiga þau skilyrðislaust að sýna meiri samfélagslega ábyrgð en þarna birtist.

Þessi tíðindi ættu jafnframt að vera stjórnvöldum áminning um að gera þær breytingar sem þarf svo að  fiskveiðistjórnunarkerfið tryggi trausta atvinnu og byggð í landinu, eins og því er ætlað.“

 

3.     Tillaga að verkefni frá Atvest. 2010-08-0057. Trúnaðarmál.

Lagt er fram minnisblað Shirans K. Þórissonar, f.h. Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, sem barst með tölvupósti 24. mars 2014, þar sem gerð er grein fyrir verkefni sem Atvinnuþróunarfélagið hefur áhuga á að falli undir samstarfssamning Ísafjarðarbæjar og Atvinnuþróunarfélagsins um atvinnuþróunarverkefni, sem undirritaður var 14. febrúar 2014.

Atvinnumálanefnd tekur jákvætt í tillöguna, en óskar eftir því að Shiran mæti til næsta fundar atvinnumálanefndar.

 

4.     Drög að 5 ára áætlun atvinnumálanefndar. 2014-02-0113.

Lögð eru fram drög að 5 ára áætlun atvinnumálanefndar. Nefndarmenn munu vinna áfram í áætluninni.

 

5.     Verkefni atvinnumálanefndar.

Farið var yfir ýmis verkefni atvinnumálanefndar. Atvinnumálanefnd er sammála um að leggja áherslu á að:

  • gera stefnu í komum skemmtiferðaskipa,
  • lista upp húsnæði í eigu Ísafjarðarbæjar og nýtingu þess,
  • funda með atvinnurekendum,
  • vinna að því að störf sem eru í boði á Vestfjörðum séu auglýst með einhverjum hætti.

 

6.     Bókun frá nefndarmanni atvinnumálanefndar. 2014-04-0041.

       Benedikt Bjarnason leggur fram eftirfarandi bókun: 

„Atvinnumálanefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún beiti sér fyrir því að Ísafjarðarbær setji sér og öðrum fyrirtækjum sem Ísafjarðarbær á beinan og óbeinan hlut í (til dæmis í gegnum Hvetjanda) skriflega stefnu um, samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og stofnana.“  

 

Atvinnumálanefnd tekur undir bókun Benedikts Bjarnasonar og skorar á bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar til að gerast aðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð.

 

7.     Önnur mál

Ákveðið var að næsti fundur yrði haldinn miðvikudaginn 7. maí 2014, kl. 08:15.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð lesin upp og fundi slitið klukkan 10:30.

 

Ingólfur Þorleifsson, formaður

Steinþór Auðunn Ólafsson                                                  

Benedikt Bjarnason

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?