Atvinnu- og menningarmálanefnd - 116. fundur - 12. apríl 2013

Dagskrá fundarins:

1.         Stuðningur við frumkvöðlastarf í Ísafjarðarbæ.  2013-03-0020.

Lagt fram minnisblað frá bæjarritara dagsett 5. apríl sl., ásamt umsóknum er borist hafa um frumkvöðlastyrki hjá Ísafjarðarbæ, er lagt var fram á fundi bæjarráðs þann 8. apríl sl. Í minnisblaðinu er gerð grein fyrir umsóknum, sem borist hafa um stuðning við frumkvöðlastarf.  Umsóknafrestur rann út þann 2. apríl sl. og bárust tvær umsóknir.

 

            Umsókn frá Klæðakoti, Halldóru B. Norddahl og Önnu J. Hinriksdóttur, Ísafirði.

            Umsókn frá Elíasi Guðmundssyni, Suðureyri.

 

            Bæjarráð fól  bæjarstjóra að vinna málið frekar í samráði við atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar.

Atvinnumálanefnd tekur jákvætt í innkomnar umsóknir og felur formanni atvinnumálanefndar, að leita frekari upplýsinga hjá umsækjendum, í samræmi við umræður á fundinum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 08:45.

 

Ingólfur Þorleifsson, formaður. 

Steinþór Auðunn Ólafsson.                                                 

Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir.

Þorleifur Pálsson, bæjarritari.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?